Góðir hlutir gerast hægt…

…eða í þessu tilfelli þá tók það tvö ár 🙂  Hérna er póstur sem ég birti í des 2010 og í dag er loks búið að framkvæma það sem til stóð.  Reyndar var leitin að rétta gaflinum frekar tímafrek, en nú held ég að ég sé búin að finna réttu kommóðuna við hjónarúmið, mín megin…
…nú svona byrjaði þetta allt saman.   Með þessari kommóðu sem að ég fann í Daz Gutez einn góðan veðurdag…
…og eftir að hafa verkað hana upp, pússað og lakkað á nýjan leik, þá er ég komin með ágætishirslu og kommóðu sem að passar vel við nýja gaflinn okkar…
…og að mínu mati þá passar hún líka mikið betur inn í rýmið, fyllir betur upp í það og vegna þess hversu massífur gaflinn er, þá á kommóðan betur við hérna megin við rúmið 🙂
…ekki spillir síðan fyrir flotta Maríu-styttan mín, sem ég var að eignast – finnst hún koma alveg ágætlega vel út þarna á borðinu…
…lampi og bækur…
…og sömuleiðis er ég ansi hreint skotin í nýju Ikeagærunni minni, og oh ny lord, hvað hún er hlý og notó á morgnana…
…nýju höldurnar koma aldeilis ágætlega út, og mér finnst þetta vera betra en að vera með tvær svona tvöfaldar eins og voru á kommóðunni áður…
…og rétt eins og áferðin er á rúminu…
…á beitti ég sandpappír og gerði líkt hið sama við náttborðið…
…hvernig líst ykkur svo á gripinn?
…spilun eða bilun?

17 comments for “Góðir hlutir gerast hægt…

  1. Anonymous
    30.08.2012 at 08:34

    Ótrúlega flott! Nýtur sín mjög vel..
    En má ég forvitnast hvaða gljástig af málnlingu þú notaðir – bæði á kommóðuna og gaflinn? 🙂

  2. Anonymous
    30.08.2012 at 08:35

    Glæsilegt! Klárlega spilun :o)

    Kv. Herdís

  3. Anonymous
    30.08.2012 at 08:47

    Úff – alveg hrikega fallegt….

    Hvar fékkstu þessa Maríustyttu, hún er æði!

    Kv. Gurrý

  4. Anonymous
    30.08.2012 at 09:07

    Mjög flott hjá þér.

    Kveðja María

  5. Anonymous
    30.08.2012 at 09:41

    Kemur frábærlega út. Glæsilegt kona! Langar að fá smá upplýsingar hvaðan bekkurinn/kollin sem þú ert með þarna hjá þér er komin.

  6. 30.08.2012 at 11:04

    bara æðislegt 🙂

  7. Anonymous
    30.08.2012 at 12:14

    rosalega falleg breyting á kommóðunni!:) mátt endilega deila hvaða málningu þú notaðir á hana:)
    Kveðja Sunneva

  8. Anonymous
    30.08.2012 at 13:09

    Þetta er æði hjá þér.
    Kveðja
    Vala Sig

  9. 30.08.2012 at 13:20

    Alveg hreint gordjöss! En langar að vita hvar þú fékkst Maríu styttuna 😉

  10. Anonymous
    30.08.2012 at 13:57

    voðaleg fundvísi er þetta alltaf hjá þér í Góða Hirðinum ….. djííí. Þetta er guðdómlega fallegt. Til lukku með þetta elskulegust. Kveðja Edda

  11. Anonymous
    30.08.2012 at 16:01

    Rosa flott!
    veistu hvað svona “hnappar” kallast eins og eru á kommóðunni til þess að draga út skúffur. Það er alveg stolið úr mér! Ég er að gera upp gamla kommóðu, veistu kannski líka um einhverja búð sem selur einhverja fallega … “hnappa”?

  12. Anonymous
    30.08.2012 at 21:52

    þú ert snillingur.. ég er sjúk í þetta allt saman.. 🙂
    kv. Dóra Björk

  13. Anonymous
    30.08.2012 at 22:01

    Æðislegt og er einmitt áhugasöm um “hnappana” því ég er að fara að breyta 2ur kommóðum og einum skáp og langar svo í einhverja svipaða. Þú ert algjör snillingur 😉

  14. 30.08.2012 at 22:35

    Virkilega fallegt, ekki bara kommóðan heldur allt saman! Er einmitt að gera upp gamla kommóðu hér hjá mér. Búin að leita lengi að flottum höldum á góðu verði en ég þurfi alveg 10 stk og fannst ansi mikið að eyða 10-20.000 í þær. Rakst ég ekki á þessar fallegu keramik höldur í Söstrene grene, 10 stk á 3000 kr… á bara eftir að bora og skella þeim á til að klára verkið! Kv. Dagrún

  15. 30.08.2012 at 22:40

    flott makeover 🙂

  16. 30.08.2012 at 22:54

    ofboðslega falleg kommóða og vel heppnað “makeover” höldurnar eru svo fallegar (og fara miklu betur en þær upprunalegu)!
    Og ef ég má aðeins að besserwisserast hérna þá sá ég svona Maríustyttur í Púkó&Smart um daginn og fallegar höldur fást í Borð fyrir tvo, Sirku, Snúðum og Snældum og svo sá ég líka í Tiger….og það er gott úrval í Bauhaus, samt kannski ekki alveg svona…

  17. Anonymous
    31.08.2012 at 16:40

    Eru þetta eins höldur? 🙂
    http://www.facebook.com/photo.php?fbid=250241268354470&set=a.250240941687836.64288.186637951381469&type=3&theater

    Æðislega fallegt hjá þér eins og alltaf! 🙂

    Kata! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *