Sagan öll…

…jæja þá, eigum við að skella okkur í söguna á bakvið myndirnar sem voru í pósti gærdagsins?
…Skref 1 – finna réttu mubluna!
Ég vissi að ég vildi svona massíva kommóðu.  Liturinn skipti ekki höfuðmáli því að ég var ákveðin í að mála hana.  Síðan var það einn góðan veðurdag að sól skein í heiði og fuglarnir sungu, himnarnir opnuðust og breytingarengillinn sendi réttu kommóðuna til mín í Daz Gutez…
…Þar sem að ég reiddi framm 2500 kr fyrir gripinn.  Not too shabby for Rachel, fyrir gegnheila viðarkommóðu…
..en mér fannst hún vera svoldið svona bussí framan á með öllum þessum höldum…
…og þó þær væru smá svona retró sætar þá voru þær gylltar og það hentaði mér ekki alveg 🙂
…en skúffurnar fóru úr…
…Skref 2 – og pússið hófst með Mighty Mouse, eins og ég kalla pússaramúsina sem ég er með í láni frá tengdapabba, en hann er nú svoddan krútt að hann er ekkert búin að rukka mig eftir henni – þó ég sé búin að vera með hana frá því í sumar…
…Skref 3 – síðan hefst skemmtunin, ég fékk grunn sem að hentaði vel í þetta verkefni hjá snillunum í Litalandi, en það rosalega þægilegt að fara á svona staði þar sem að maður getur lýst því sem gera skal og þeir ráðleggja manni hvað hentar…
…ég málaði fyrstu umferð, sem er alltaf skemmtilegust.  Eins og sést þá var ég ekki búin að fylla upp í götin eftir upprunalegu höldurnar, en ég bara gat ekki beðið…
…Skref 4 – síðan keyptum við uppfyllingarefni fyrir götin, og settum í eina umferð, létum þorna.  Daginn eftir þá settum við aðra, og svo var pússað yfir með sandpappír til þess að fá slétta og jafna áferð..
…Skref 5 – síðan var málað yfir aftur með grunninum, og ég held meira að segja að ég hafi farið tvær umferðir yfir skúffurnar, eftir að þær fengu sandpappírun eftir “fría áfyllingu”…
..ég var spennt að fá að kíkja á hvernig hún kæmi út, þannig að við héldum á henni inn í hús og fram á gang, þar stóð hún í smá stund á meðan ég færði gamla náttborðið.  Síðan þegar ég sótti myndavélina þá gat ég ekki annað en hlegið þegar að ég horfði á kommóðuna á hlið, sjá þið hann?
…jebb, Bangsímonkommóða, ójey!
…nú jæja, þegar að ég setti kommóðuna við hliðina á rúminu, þá fór ég að hugsa…
Upprunalega planið var að grunna og mála síðan með fallegu kalkmálningunni.
Eeeeeeeeeen, þegar að ég sá kommóðuna og rúmið svona hlið við hlið, þá voru þau alveg eins á litinn –
náttborðið                                                              rúmgaflinn
Nú eins og svo oft gerist þá breyttust plön við þetta og ég ákvað að láta bara grunninn duga.  Tók hluta af grunninum og blandaði með dass af vatni og fór smá aukaumferð.
Skref 6 – Síðan fór ég sandpappír yfir ákveðin svæði til þess að fá slitáferð á borðið.
Skref 7 – Að lokum lakkaði ég yfir slitfleti með glæru lakki.
Ástæðan fyrir að ég lakkaði ekki alla kommóðuna var einfaldlega sú að ef ég ákveð að breyta henni seinna, þá þarf ég ekki að pússa hana alla niður eins mikið.
Ég lakkaði því bara brúnir og borðplötu, og framhliðar á skúffum…
…eeeen yfir í baksöguna.  Ég tala stundum um að það sé svo gaman að eiga hluti með sögu, en það er ekki oft sem maður fær hluta af sögu hlutanna með í hendurnar.  En það gerðist í þessu tilfelli.  Skúffurnar eru þannig að það er heil plata á milli hverrar skúffu, þannig að þegar ég tók þær út þá fann ég bunka af blöðum.  Fyrst var þetta, verðmiði fyrir væntanlega þessa kommóðu, og staðfesting á að þetta á að vera náttborð, vúúúúhúúú 😉
…síðar var Sálmaskrá frá jarðarför sem fór fram 1957…
…sýningarskrá af sýningu á teikningum Alfreðs Flóka, 1959…
…og ég gat ekki annað en kímt í hljóði yfir sumum heitunum á teikningunum…
…Vændiskonan Nanna, Dönsk vændiskona og Smámella, allt voða huggó…
…held að “Snjókarlinn og Skækjan” sé í uppáhaldi hjá mér…
Síðan var þetta umslag, og með því fékk ég nafn á manninum – sem að ég geri ráð fyrir að hafi átt kommóðuna – eða kannski börnin hans?…
Halldór Kjartansson, fæddur 6.sept 1908 og í umslaginu var prófskirteinið hans frá Lærða Skólanum í Reykjavík, útskrifaður 1929…
…annað umslag var þarna líka…
…og í því var leyfisbréf frá Lögreglustjóranum í Rvk fyrir verslun, dagsett 12 maí 1932..
…þar sem að google er vinur minn þá var lagt í leiðangur og ég fann minningargrein um bróður Halldórs:
” Halldór Kjartansson stórkaupmaður fæddur árið 1908. Hann var kvæntur Else Nielsen. Hann var einnig mikill athafnamaður, stundaði umfangsmikil viðskipti og rak innflutningsfyrirtæki hér í bæ þartil hann lést árið 1971.” – ég fann líka minnst á hann í grein úr Frjálsri Verslun, síðan 1989:
“Nokkrir mektarmenn áttu Lincoln
bíla af árgerðum 1954, 55 og 56 en
þeir bflar voru álíka dýrir og Buick. Á
meðal þeirra var Halldór Kjartansson
í Elding Trading sem átti 4 dyra
Lincoln Capri (R-175).”
…þannig að nú má hver sá sem kannast við þennan mann, langafi eða langalangafi, eða bara sá sem stýrir fyrirtækinu sem að hann stofnaði, hafa samband við mig, og ég skal glöð láta viðkomandi fá þessi  skjöl og blöð.  Í það minnsta er skemmtilegt að eiga leyfisbréfið ef fyrirtækið hans er enn starfandi 🙂
En skrítið að komast svona inn í hluta af sögu einhvers, sem maður hefði annars aldrei heyrt minnst á…
…en yfir í eitthvað allt annað!
Ég fékk spurningu um “hnappana”, sem eru nú oftast bara kallaðir hnúðar
 eða höldur 🙂 haha krúttin ykkar!
En ef það er verið að leita að fallegum svoleiðis þá er t.d. alltaf til í Ikea – sjá hér, Tekk – mínir eru þaðan, Sirka á Akureyri er alltaf með dásemdarhnúða, Púkó og Smart á Laugarvegi, Söstrene Grene í Smára og Kringlu, og stundum líka í Snúðar og Snældur…
…Maríu styttan fæst í Púkó og Smart, síðan held ég að hún fáist líka í 18 Rauðum Rósum í Hamraborg, og hugsanlega í Draumalandi í Kef…
…önnur spurning sem ég fékk var: “hvað er þetta upp við veginn, á bak við styttuna?”
Ég skal nú segja ykkur það, mér áskotnaðist þessi skápur fyrir einhverjum mánuðum síðan.  Hann var ekkert mjög vel haldinn greyjið og ég ákvað að prufa mig áfram…
…og þar sem ég átt enn Kalkmálinguna mína…
…þá ákvað ég að mála hurðarnar með henni…
…og munið, það er ekkert að marka litinn á meðan hann er blautur. Þið sjáið þarna muninn á köntunum þar sem að málningin er farin að þorna…
…síðan var bara farið yfir með sandpappír…
…og la voila, svona líka dekoratífir “franskir” gluggar til þess að skreyta með…
…til dæmis til þess að stinga á bakvið kommóðu inn í svefnherbergi 🙂
Ha?  Ertu enn að lesa?  Jeminn eini, afsakið þennan maraþon-póst!  Hann átti alls ekki að vera svona langur og ég vona að ég hafi ekki kálað neinum úr leiðindum á meðan á þessu stóð!  Þetta varð í raun Never Ending Story 🙂
*Knúsar* og góða helgi!

22 comments for “Sagan öll…

  1. Anonymous
    31.08.2012 at 08:12

    Þetta er svo hrikalega flott hjá þér! Kemur rosalega vel út!!
    En þar sem þú varst að segja hvar þú fékkst hitt og þetta.
    Hvar fékkstu þennan fallega lampa?

    Kv. Helga

  2. 31.08.2012 at 08:12

    Já ég var sko enn að lesa! Þvílíkt snilldarflott hjá þér og grísinn góði að krækja í þessa kommóðu, ekkert smá flott sem hún er orðin í lokin 🙂

    Truflað flott horn á herberginu sem birtist þarna á loka myndinni, til hamingju með þetta allt saman!!

    Með norðankveðju,
    Kikka

  3. Anonymous
    31.08.2012 at 08:48

    Ég las og las voða spennt allt til enda. Bangsímon er voða flottur þarna á kommóðunni.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  4. Anonymous
    31.08.2012 at 08:53

    Langur póstur ….. nei aldeilis ekki hefði lesið helmingi lengri, snilldin ein allt sem þú ert að gera 😉 kv. Hugrún

  5. Anonymous
    31.08.2012 at 08:54

    Ég tók ekki eftir því að þetta væri langur póstur fyrr en þú minntist á það.

    Þetta er allt svo fínt hjá þér og gaman að fá alla söguna á bak við hlutina.

    Kveðja María

  6. 31.08.2012 at 10:19

    Já ég las með stakri athygli allt saman, meira að segja las ég svo vel að ég sá að þú skrifar Þæginlegt….. og íslenskupúkinn minn fór í smá fýlu haha.
    Dásamleg saga bak við þessa fallegu kommóðu, hún leit nú út fyrir að vera ný þegar þú fékkst hana! Og að sjálfsögðu verður allt fallegt sem þú snertir, takk fyrir það. Sá að einhver spurði hvaðan lampinn væri og þar sem ég á bróður hans þá get ég upplýst að hann er úr Pier 😀

    Tak fyrir frábært blogg
    Kveðja
    Margrét

  7. Anonymous
    31.08.2012 at 10:31

    Vá elska svona sögur… ekkert smá gaman að vita um upprunann fyrir þig :)Kommóðan lítur stórkostlega út.

  8. Anonymous
    31.08.2012 at 10:49

    http://www.mbl.is/greinasafn/grein/483754/

    Hérna eru upplýsingar um barnið hans sem lést 1999…þar kemur fram Kristján sonur hans á 3 börn og fullt af barnabörnum og þau gæti öll verið á lífi !!!

    Kv.Margrét

  9. Anonymous
    31.08.2012 at 12:48

    Hurru Dossa mín, barnabarn þessa manns er æskuvinkona mín (já heimurinn er lítill). Ég skal láta hana vita af þessum pappírum. Kveðja, Svala (Skrapp og gaman)

  10. 31.08.2012 at 13:05

    aaaa…. bara gaman að hafa póstana langa, skemmtileg saga á bakvið “bangsimon” kommóðuna híhí

    yndisleg kommóða og snild sem þú gerðir með gluggahurðarnar.

    góða helgi 🙂

  11. Anonymous
    31.08.2012 at 19:11

    Skemmtileg saga og flott blogg….

    Þúsund þakkir

  12. Anonymous
    31.08.2012 at 20:12

    Alltaf sama snilldin, þetta er svo flott hjá þér 🙂

    Kveðja Guðrún H.

  13. Anonymous
    31.08.2012 at 20:55

    hey! Halldór Kjartansson var afi mannsins míns! Hann er skírður í höfuðið á honum, Halldór Kjartansson Björnsson. Honum þætti örugglega vænt um að fá þessi skjöl! Endilega hafðu samband við mig

    Kv
    Magnea ( magneag@hotmail.com )

  14. 31.08.2012 at 21:48

    vá, en skemmtilegt að hafa fundið svona gömul skjöl þarna – og heppnir afkomendur mannsins að ÞÚ fannst þau! 🙂 Enn og aftur, kommóðan er æði og hurðirnar koma ansi vel út 🙂

  15. Anonymous
    02.09.2012 at 00:42

    Enn hvað þetta er ótrúlega flott hjá þér!! Er ástfangin af þessari kommóðu, eins og reyndar svo mörgu öðru hjá þér 🙂
    Kv. Anna

  16. Anonymous
    30.09.2012 at 20:21

    hæ hæ
    Grunnaðir þú bara kommóðuna, málaðiru ekki eða lakkaðir yfir ??

  17. 30.09.2012 at 20:34

    Nú eins og svo oft gerist þá breyttust plön við þetta og ég ákvað að láta bara grunninn duga. Tók hluta af grunninum og blandaði með dass af vatni og fór smá aukaumferð.
    Skref 6 – Síðan fór ég sandpappír yfir ákveðin svæði til þess að fá slitáferð á borðið.
    Skref 7 – Að lokum lakkaði ég yfir slitfleti með glæru lakki.
    Ástæðan fyrir að ég lakkaði ekki alla kommóðuna var einfaldlega sú að ef ég ákveð að breyta henni seinna, þá þarf ég ekki að pússa hana alla niður eins mikið.

  18. 04.02.2013 at 22:03

    Snillingur. Ég gleymdi mér alveg við að lesa og skoða myndirnar. Hrikalega flott og þú gafst mér helling af hugmyndum. Ég held að það helgarferð í bílskúrinn um helgina 🙂

  19. Erla
    05.09.2014 at 23:42

    Rosalega flott hjá þér, dásamleg kommóða, en hvar fékkstu þennan yndislega rúmgafl?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.09.2014 at 01:48

      Rúmgaflinn fann ég á Bland, og textann lét ég útbúa á hann 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *