…í það minnsta í þessu tilfelli.
Ég sagði ykkur frá fundi mínum í kommóðunni sem ég keypti DGH. Skjöl sem að tilheyrðu fyrri eiganda og mig langaði svo að koma til skila til þeirra sem ættu tilkall til þeirra.
Þar sem landið okkar litla, er svo lítið, þá leið ekki á löngu þar til að ég var komin með tvær ábendingar um ættingja þeirra Halldórs Kjartansson og Else Nielsen. Síðan á laugardaginn fór ég með skjölin til Reykjavíkur til dóttur þessara heiðurshjóna. Þetta var ótrúlega skrítið, skemmtilegt og umfram allt yndislegt að koma þessu til hennar.
Hún var mjög glöð, þakklát og hrærð yfir að fá þetta í hendurnar, og hún og maðurinn hennar tóku afskaplega vel á móti mér. Ég fékk að sjá mynd af Halldóri og Else, og fékk jafnframt að vita að kommóðan var hluti af stærra setti. Það voru tvær svona náttkommóður, ein stór sem hýsti föt og síðan himnasæng. Allt var þetta pantað frá USA, einhvern tímann í kringum 1940.
Ég verð að segja að mér þykir orðið afskaplega vænt um kommóðuna mína, og þessa skemmtilegu sögu sem að tengist henni. Síðan til að ítreka enn fremur smæð landsins okkar, þá kom í ljós að hjónin sem ég sótti heim, þekktu báða foreldra mína. Íslands er þá bara stórasta smáland í heimi 🙂
Annars ætlaði ég bara að sýna ykkur hvar ég potaði hinni skáphurðinni, þó aðeins tímabundið…
…en hún stendur bara upp við vegg inni í stofu…
…á bakvið uppáhalds Ikea-vasann minn…
…sem ég elska í dag enn jafn mikið og daginn sem ég keypti hann 🙂
Eigið yndislegan dag elskurnar mínar,
og takk fyrir komuna í dag – sem og aðra daga!
Vil að þið vitið að ég kann að meta ykkur öll, kommentara sem aðra 🙂
*knús*
Soffia væmna
Yndislegt blogg, Soffía væmna krúsindúlla. Kveðja, Svala (Skrapp og gaman)
Góður endir. Get skilið að dótturinni hafi þótt vænt um að fá pappírana í hendurnar.
Kveðja
Kristín Sig.
En gaman að fá að heyra söguna á bakvið húsgagnið og að fjölkyldan skildi fá gögnin sín aftur.
Kveðja María
Gaman að heyra söguna á bakvið kommóðuna og gaman að skölin skldu komast til skila!
Hurðin flott hjá flotta Ikea vasanum;
Kv.Hjördís
Magnaður endir á góðri sögu 🙂 kommóðan mun nú eignast nýja sögu 😉
kv AS
æðislegt að heyra þennan endi 🙂
hló smá upphátt þegar ég las að kommóðan var upprunninn í ameríku 😀
frábært að þér tókst að koma þessu í réttar hendur 🙂
Búin að vera í semi internetsfríi og vá hvað maður kemst nú í feitt að eiga fullt fullt af færslum inni frá þér 🙂 Takk fyrir dásamlega fallegar myndir, snilldar hugmyndir og skemmtilega lesningu.
Knús úr Djörmó
Svandís