Nánar um hillur…

…enda er það mál málanna í dag, ekki satt? 🙂

37-2014-10-25-174442

Hjartans þakkir fyrir öll þessi hrós og hvatningarorð.  Við hjónin erum bara gáttuð,og kát, yfir því hvað þetta leggst vel í landann.

Hann Bubbi minn Byggir, sem vinnur reyndar í nauðungarvinnu svona verk, er alveg að springa úr monti yfir smiðshæfileikum sínum, og á það vel inni…

1-Fullscreen capture 27.10.2014 204308

…en ég ætlaði víst að sýna ykkur aðeins nánar í hillurnar góðu, svo við dembum okkur bara í það…

05-2014-10-27-211045

…fyrst af öllu – hérna stend ég inni í eldhúsi og horfi alla leið inn í stofu.  Eins og þið sjáið þá er þetta stórt og langt rými og það sem mér finnst svo gott við hillurnar er að það “dregur það saman”.  Ef það skilst…

08-2014-10-27-140652

…sófinn hefur aldrei staðið upp við vegginn, hann hefur alltaf verið ca 40-50 cm frá vegginum, þannig að það þurfti lítið sem ekkert að færa húsgögnin…

09-2014-10-27-140835

…og svona er þetta þegar að sófinn er á sínum “venjulega” stað, það sést í hillurnar en hann nær að fela tímaritin og annað slíkt…

10-2014-10-27-140847

…annað sem ég er snilldaránægð með er það að gömlu töskurnar smellpössuðu þarna inn,
það er þvílík snilld að fá svona aukageymslupláss fyrir hitt og þetta sem er miður fallegt (hæ snúrusafn eignmannsins)…

11-2014-10-27-140902

…síðan þegar ofar dregur er hægt að hafa fallegu hlutina og leyfa þeim að njóta sín…

12-2014-10-27-140910

…þarna skáið þið undir efstu hilluna, hvernig það er bara viður og svo sést í svörtu álhilluna lengra til vinstri.  Síðan er líka snilldin að geta notað járnin til þess að halda upp bókum…

13-2014-10-27-140917

…þarna í myrkrinu á bakvið sófann kúra tímarit, og vasar sem eru ekki í notkun, og eitt og annað puntukyns sem konan þarf að koma úr augnsýn…

14-2014-10-27-140922

…á hinum endanum, nær glugganum ríkir síðan fegurðin, t.d. með þessum krúttaralega vasa sem ég á 😉

15-2014-10-27-140933

…og þessari dásamlegu, gömlu, leðurlæknatösku sem smellpassar inn og er svo skrambe fögur…

16-2014-10-27-140939

…þessi ævaforni gamli bakki bíður eftir að fá pláss sem hæfir hans virðingarstigi, en í bili kúrir hann í hillu og bóndinn geymir tölvudót í honum á meðan….

17-2014-10-27-140941

…það sem ég elska mest við svona hillur er hversu persónulegar þær eru.  Ef þú notar hillurnar þínar rétt þá geta þær sagt svo mikið um þig og þinn persónuleika.  Allar ljósmyndirnar, bækurnar, tímarit og annað sem gefur það til kynna hvað það er sem þú elskar.

Ég t.d. elska svona gamlar bækur, mér finnst þær algjörlega dásamlegar.  Ekki er síðra að geta síðan stillt upp alls konar smálegu og krúttaralegu með þeim…

20-2014-10-27-140953

…aftur ljósmyndir og bækur…

21-2014-10-27-140956

…og svo er það hún María í “húsinu” sínu.

Ég held að það sé næstum uppáhaldið mitt í hillunni núna…

22-2014-10-27-140958

…það kom nefnilega auglýsing inni á Skreytum Hús sölugrúbbunni um daginn, þar sem kona var að selja gamla málaða veggklukku.  Klukkan hafði dottið í gólfið og var ansi löskuð – en það var einmitt það sem mér fannst svo fallegt við hana…

01-Fullscreen capture 27.10.2014 131351

…meira að segja farið í bakinu á henni, þar sem klukkuskífan var áður, það er pörfekt…

23-2014-10-25-124737

…öll brotin fylgdu með, en ég vildi ekki líma hana.  Ég prufaði bara að setja þessa dásemdar Maríustyttu, með hann Jesú litla í fanginu, innan í þessa gömlu klukku og la voila…

27-2014-10-25-143540

…ég setti rendar toppstykkið líka ofan á, en svo ætla ég ekki að gera meira – því mér finnst þetta fullkomið!

Eða sko, þetta er svo dásamlega fullkomlega ófullkomið.

Það er eins og þessi þrjú hafi staðið svona saman seinustu 300 ár – og væri lífið ekki dásamlegt ef við gætum stundum bara stoppað og dáðst að því sem er gamalt og lúið, dáðst að því sem er fullkomlega ófullkomið!

28-2014-10-25-174232

…svo þegar rökkrið rennur yfir þá er ró á hillunni, kertaljósið lýsir upp alla hlutina sem mér þykir vænt um – og hvað er hægt að biðja um meira?

29-2014-10-25-174428

…svona á lífið að vera…

30-2014-10-25-174433

…ó María – þetta er mitt uppáhalds!

32-2014-10-25-180055

…fullkomlega ófullkomið, er það ekki bara málið?

33-2014-10-25-180138

12 comments for “Nánar um hillur…

  1. Margrét Helga
    28.10.2014 at 11:33

    Mér finnst þetta æði! Eins og þú segir, þá getur þetta lýst eiganda/eigendum hillanna vel og hægt að breyta eftir því í hvernig skapi maður er… 🙂 Og eins og ein kommentaði á bloggið í gær þá hlakka ég til að sjá hvernig þetta verður yfir aðventuna og jólin!

  2. 28.10.2014 at 12:04

    Yndislegu hillur, er ekki frá því að langarinn hafi fundið nýtt hámark við að sjá þær 🙂 Er líka afskaplega forvitin um hvar þú fékkst fallegu glerstjörnuna sem er þarna rétt hjá Maríunni þinni, hún er algjör dásemd 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.10.2014 at 02:22

      Takk Ingunn 🙂

      Stjarnan er frá House Doctor en þær eiga held ég ekki eftir að koma í búðir, ég var svo heppin að ná í eina af mjög fáum sem komu til landsins.

  3. Asa
    28.10.2014 at 12:38

    Það er málið!

  4. Kolbrún
    29.10.2014 at 09:22

    Æðisleg hilla og ég gleymdi mér svo yfir dásemdunum hjá þér að ég gleymdi að hrósa húsbandinu þínu í póstinum í gær því þú ert svo heppin að eiga viljugan þér við hlið.
    Til lukku bæði TVÖ

  5. Alma
    29.10.2014 at 10:44

    þessa hillur eru bara snildin ein hjá þér og þínum ektamaka 🙂

  6. Kristin
    01.11.2014 at 22:37

    Þetta er æði hjá ykkur. Enn má ég spyrja hvernig þið meðhöndluðuð timbrið í hillunum?

  7. Kristín
    01.11.2014 at 22:46

    Fann svo við betri skoðunn hvernig þið gerðuð 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.11.2014 at 13:30

      Frábært 🙂

  8. Fríða
    13.07.2015 at 22:36

    Þessi hilla er svo mikil snilld, veit ekki hversu oft ég er búin að skoða hana. Hún er æði. Þú ert að gera svo flotta hluti, frábært að fá að fylgjast með. Kv. Fríða

  9. Helga Þors
    20.09.2015 at 17:09

    Sælar….Elska þessa hillur sem þið gerðuð að ykkar. Velti því fyrr mér hvort hún gæti gengið sem sjónvarpshirsla þá meina ég fyrir neðan sjónvarpið. Þyrfti þá að hafa dvd spilarann og afruglara í hillunni en svo bara fallegt punt og bækur í kring ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *