…þá skrifaði ég í fyrsta sinn inn á þetta blogg 🙂
Núna eru liðin 2ár og 646 póstar síðan.
En vitið þið hvað, það eru komin inn 3221 komment á pósta frá ykkur öllum, þannig að enn og aftur – 1000 þakkir fyrir það 🙂 Fyrsta kommentið kom reyndar ekki fyrr en 20.október 2010 og þá var ég einmitt að sýna herbergi litla mannsins, sem í dag er orðin hin margumrædda skrifstofa – sjá hér.
Ég held að hápunktarnir við bloggið hafa verið að hitta ykkur á förnum vegi, fólk sem ég hefði kannski aldrei hitt annars, sem gefur sér tíma til þess að heilsa og segjast fylgjast með blogginu.
Hér koma síðan inn vinsælustu póstarnir frá upphafi, svona til gamans:
Hvernig er þetta hjá ykkur? Er einhver póstur sem hefur orðið ykkur minnisstæður eða ýtt ykkur af stað í einhverjar framkvæmdir sem kannski hefðu ekki annars orðið?
Takk enn og aftur fyrir samveruna allir sem einn!
Sér kveðjur til ykkar sem kvittið hérna reglulega og daglega,
þið eruð yndislegar og vitið hverjar þið eru 🙂
póstar vikunar um skrifstofuna eiga eftir að vera í uppáhaldi hjá mér, eins fannst mér gaman að sja þegar þú breyttir herberginu hjá dóttur þinni 🙂
Fannst græni liturinn æði enda er hann komin á góðan stað heima hjá mér 🙂
ég er búin að lesa alla 646 póstana held ég og þeir voru allir skemmtilegir og veittu manni innblástur
Elska þá alla og hef það mitt fyrsta verk að tékka eftir nýjum póstum þegar ég smelli mér á netið.
Takk fyrir allt og hlakka til þess að lesa í mörg mööörrggg ár áfram
Kveðja
Vala Sig
Ég er búin að lesa alla póstana og elska þá alla með tölu. Þú ert svo mikill snillingur!
Ég kíkti einmitt við í vinnunni þinni í vikunni og hefði kastað á þig kveðjur ef þú hefðir verið sjáanleg. En takk fyrir að vera með endalaust góðar hugmyndir og skemmtilegt blogg:)