Pínu smá í vikulok…

…enn og aftur þá verð ég að byrja að þakka ykkur öllum fyrir elskulegu orðin og kommentin sem að þið hafið verið að skilja eftir þessa vikuna, það er ómetanlegt að heyra frá ykkur öllum!  
Þannig að frá mér til ykkar allra:  Hjartans þakkir, þið eruð krútt 🙂
Eftir allt skrifelsið í gær, þá voru puttarnir á mér í spelkum (kannski ekki alveg, smá skrökulygi) og pósturinn í dag verður bara svona örverkefni.
Ég á nefnilega álbakka (ok, ég á sennilega 1000bakka) sem ég var með inni á gömlu skrifstofunni.   
Ég tók hann á sínum tíma í smá yfirhalningu og það er hægt að lesa allt um það verkefni með því að smella hér.
Fyrir:
Eftir:
Síðan var hann orðinn heimilislaus eftir allar umsviftingarnar hérna innanhúss.  Ég var alltaf að pæla í einhverri töflu sem hægt væri að vera með segla á, svona til að festa eitthvað smávægilegt á – síðan bara *AAAAAAha* ákvað ég að þessi bakki væri kannski bara kjörinn í þetta hlutverk.
Skellti honum bara upp á rönd upp við vegg = veggtafla…
…síðan átti ég flottu KVEK-seglana úr IKEA, og ákvað að nýta þá,
var ekki með myndir í réttri stærð þannig að …

…ég opnaði bara word skjal og setti inn upphafsstafi fjölskyldumeðlima, og setti í mismunandi leturgerðir og stærðir…

…og þá var ég komin með svona líka sæta lita segultöflu fyrir minnismiða eða eitthvað skemmtilegt 🙂

…fékk líka spurningu um fallegu fötuna mína, og jú, hún er auðvitað úr IKEA og hægt að kaupa hana hér, sem sé smellið hér!

…og svo stólarnir, þá fékk ég þá tvö saman á 1500kr í Daz Gutez…

…ég strauk yfir þá og þvoði, strauk með sandpappír á svæði sem leit illa út – eitthvað hnjask sem stóllinn hafði orðið fyrir – en annars þá bara spreyjaði ég þá beint, ekkert púss og ekkert vesen, bara beint sprey!

…ég gerði slíkt hið sama fyrir rúmu ári í herbergi dömunnar, og sá stóll er enn í góðu lagi…
…spreyjið var keypt í Múrbúðinni og ég þurfti ca einn brúsa á hvorn stól, en brúsarnir kosta undir 800kr þar…

…ég ákvað að spreyja bara beint sökum fyrri reynslu, og fannst það vera auðsótt mál að spreyja bara meira og laga ef þörf krefur.  Jafnvel að lakka með glæru lakki yfir spreyjið…

…liturinn er rosalega góður, er alsæl með hann…

…og áferðin er smá gróf, en ég held að þeir verði bara fínir með meiri hnjaski og krumpi 🙂

Þar með lýkur skrifstofuvikunni miklu, vona að ég hafi ekki gengið fram af ykkur með endalausum póstum um sama rýmið.  Óska ykkur öllum góðrar helgar og vona að þið njótið hennar í botn 🙂
*knúzar*

8 comments for “Pínu smá í vikulok…

  1. 14.09.2012 at 08:58

    snild… ég á einhvern ljótan jólapakka sem ég er að hugsa um speyja og setja einhvern flottan pappír á 🙂

  2. Anonymous
    14.09.2012 at 09:59

    Ég ætla svoleiðis að herma eftir þér að það er ekki einu sinni fyndið!!!!!!!

    Svala, Skrapp og gaman

  3. Anonymous
    14.09.2012 at 12:03

    Enn og aftur orðlaus yfir snilligáfu þinni og dugnaði. Þú ert alveg milljón Dossa mín 😉

    Knúsar og til hamingju með 2ja ára bloggafmælið þitt – þetta blogg er rétt að byrja sína vegferð veit ég 😉

    Anna Rún.

  4. Anonymous
    14.09.2012 at 13:16

    Æði, takk kærlega fyrir þetta 🙂 ÉG fór í góða hyrðin í gær og keypti mér 4 stóla. Ætla að fara í það um helgina að prófa að spreyja þá.

    kv. Björg

  5. Anonymous
    14.09.2012 at 18:40

    Þetta er glæsilegt hjá þér Soffía mín 🙂 Fullt af frábærum hugmyndum að vanda 🙂

    knús,
    Helena

  6. Anonymous
    14.09.2012 at 20:17

    Bjútí á álbakka sem ég veit núna hvað verður gert við ;)Fór í góða í dag og þar var allt hálf tómt,greinilegt að margir verða að breyta um helgina 🙂
    Kveðja Vala Sig

  7. 15.09.2012 at 01:53

    er einn brúsi nóg ?

  8. 15.09.2012 at 17:53

    Einn brúsi pr.stól, svona cirka 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *