Þau nálgast…

…blessuð jólin!

Á hverju ári segi ég, nú er nóg komið Soffia mín.  Það vantar ekki meira jólaskraut.

Á hverju ári, þá kem ég heim með meira jólaskreyterí – hvað er nú það 🙂

01-2014-10-20-173117

…já auðvitað, þetta er ekki jólaskraut sko, þetta er vetrarskraut!

Áfram með smjörið.  Ég fann þessa kertahringi í Rúmfó á Korpu núna um daginn, og þetta er svo mikið það sem ég fíla. Svona rustic kertahringir með könglum (það sem ég elska köngla) sem eru svona hrímaðir, og hægt að beygja greinarnar…

02-2014-10-20-173120

…haldið þið nokkuð að einhver taki eftir að það standi “christmas” á þessum stjaka?

Nahhh…..örugglega ekki 🙂

03-2014-10-20-173225

…þið sjáið líka að þetta er ekkert jóló, þetta er bara hvítt og smá svona bronsað, og könglar…

04-2014-10-20-173241

…já ok, og kannski eitt glitrandi hreindýr – haha…þetta er alveg að falla saman, þessi vetrarskreytingarkenning mín…

05-2014-10-20-173248

…en fagur er hann…

06-2014-10-20-174134

…og þarna er vinur hans, blessaður, svo kalt á tásunni…

07-2014-10-20-174341

…en þar sem glerkrukkurnar voru eitthvað svo tómar, þá rölti ég út í garð og sótti greinar beint af kúnni trjánum…

08-2014-10-20-174353

…og stakk þeim ofan í glerkrukkurnar…

09-2014-10-20-174900

…þessi hvítu, glitrandi vetrarskraut komu líka með mér heim úr Rúmfó (með hreindýrunum)…

10-2014-10-20-174950

…þannig að glerkrukka með greinum, smá glitrandi stjörnum, tréstjörnum sem ég átti fyrir og dass af snjó – og la voila…

11-2014-10-20-175455

…vetrarskraut í krukku varð það heillin…

14-2014-10-20-175559

…og bara nokk fagurt, ekki satt?

13-2014-10-20-175548

…og einfalt, ég get sko lofað að svona geta allir gert…

15-2014-10-20-175612 16-2014-10-20-175621

…og eitt einasta snjókorn fær að hvíla hjá, enda kom snjórinn um daginn, og fór daginn eftir…

17-2014-10-20-175656

…og lítið vetrar ævintýri er komið á hliðarskenkinn…

18-2014-10-20-175743

…með krúttaralegu loðdýrunum mínum…

19-2014-10-20-175747

…og með því að stinga seríu ofan í, þá er eins og það sé alltaf kertaljós í luktinni, svo falleg og mjúk birtan…

20-2014-10-20-175749

…þessir litlu stjakar eru alveg hvítir, og þegar ljósið kemur í þá birtist skuggamynd sem er innan í þeim…

21-2014-10-20-175800

…og bara kósý birtan af kertaljósinu…

22-2014-10-20-175819

…og þannig myndast bara falleg vetrarstemming, ekki satt?

23-2014-10-20-182818

16 comments for “Þau nálgast…

  1. s2406@simnet.is
    23.10.2014 at 09:59

    Alveg svakalega flott og yndisleg stemming 🙂

  2. Kolbrún
    23.10.2014 at 10:03

    Oh manni hlýnar um hjartarætur að sjá þessar (vetraskreytingar) sem eru ofsalega fallegar og eins og þú segir þá eru hreindýr til allt árið svo þetta getur alveg verið vetraskraut ha ha og hlakka til að sjá að jólaskraut ryðjast upp allt í kring um mann.

  3. Jennÿ
    23.10.2014 at 10:08

    Fallegt hjá þér eins og alltaf

  4. Margrét Helga
    23.10.2014 at 10:47

    Sko…að segja einhverjum að hann/hún þurfi ekki meira jólaskraut er bara mannvonska!! Jólaskraut er hverjum (jólaóðum) einstaklingi jafn nauðsynlegt og að draga andann eða borða eða….já, bara eitthvað!
    Þarf alveg nauðsynlega að komast í Rúmfó á Korputorgi og skoða þessa kertahringi betur…á einmitt háa kertastjaka sem bráðvantar svona fínerí á sig…og reyndar kerti líka en það er annað mál. Æðislegar skreytingar hjá þér Soffía mín og ótrúlegt hvað það þarf lítið til að gera fína og flotta hluti!

  5. Þuríður
    23.10.2014 at 10:54

    Jú þetta er falleg vetrarstemming, Mér finnst altaf einhver friður og ró yfir skreitinga myndunum sem þú lætur hér inn.

  6. Hulda
    23.10.2014 at 12:12

    Dæs…. svo fallegt.

  7. Erla
    23.10.2014 at 16:06

    Svoooo huggulegt hjá þér……….. litlu kertaglösin með skuggamyndunum………… hvar fékkst þau ? Yndislegt……..ég er farin út að ná mér í greinar 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.10.2014 at 16:09

      Litlu kertaglösin eru líka úr Rúmfó, 399kr stk að mig minnir 🙂

  8. Helena
    23.10.2014 at 16:10

    Hvar fekkstu hreindýrin? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.10.2014 at 16:40

      Líka í Rúmfó, og kostuðu bara um 1300kr 🙂

  9. Anna Sigga
    23.10.2014 at 18:27

    gasshhhh….leeega er þetta flott og mig langar í þessi sætu hvítu kertaglös 🙂

    en annars komin í vetrarfrí svo þetta tónar alveg við mig í bili 😀

    takk takk og góða helgi

  10. 23.10.2014 at 22:15

    Mjög notalegt og fallegt, trjágreinarnar í krukkunum eru algjör snilld!

  11. Johanna Ben
    24.10.2014 at 15:51

    þetta er alveg rosalega fallegt hjá þér og kósý, takk fyrir þessa síðu. Má ég spyrja hvar þú keyptir stóru krukkurnar á fætinum?
    kveðja

    • Soffia - Skreytum Hús...
      24.10.2014 at 16:08

      Takk fyrir Jóhanna,

      krukkurnar tvær eru úr Borð fyrir tvo, keyptar í sumar 🙂

  12. Anna
    07.11.2014 at 08:59

    Virkilega fallegt og kósý. Skreytingin í krukkunum æði og svo einföld. Frábært 🙂

  13. Sunna
    16.11.2014 at 14:57

    Hæ hæ
    Er búin að renna í gegnum bloggið þitt í dag að sanka að mér hugmyndum því ég er að flytja bráðlega í nýja íbúð. Varð bara að hrósa þér fyrir frábæra síðu og til hamingju með litlu búðina þína 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *