…að þessu sinni er eldhús, og í leiðinni get ég kynnt ykkur fyrir nýju bloggi:
The DIY Mommy
Þetta er kanadískur bloggari sem er að gera svo fallega hluti, og þar sem að hún heillaði mig alveg með eldhúsinu sínu þá fannst mér kjörið að deila því með ykkur og bloggið hennar í leiðinni.
Eldhúsið settu þau hjónin upp sjálf úr Ikea-innréttingum. Ótrúlega fallegt og tímalaust, sér í lagi að blanda svona saman svörtum neðri skápum og hvítum efri skápum – sem eru með glerhurðum og þannig hægt að stilla fallega upp í skápana.
Hér sjáið þið eldhúsið þegar að það var nýkomið upp – svo fallegt!
En bíðið við, svo fer hún að vinna við smáhlutina – og eins og svo oft áður, þá eru það þeir sem gera herbergið…
..sjáið þið muninn!
* spreyjar barstólana í blágrænum lit
* málar eldhúsborðið hvítt
* og það sem bindur allt saman – gardínurnar!
* glösin á borðinu og allan smávægilegt er líka að gera góða hluti
…þið getið líka ímyndað ykkur hvað herbergið myndi virka mikið verr ef gardínustöngin væri ekki í svona góðri hæð yfir glugganum!
Eigum við síðan að ræða það eitthvað hversu skotin ég er í þessum stólum?
…svo flott lausn á veggnum fyrir teikningar barnanna, gardínustöng, bara snilld!
…gardínurnar finnst mér líka æðislegar! Er sko alveg að fíla það að skella sér bara í blóm og gleði með þessu svarthvíta.
Allt um eldhúsið sést með því að smella hér…
…en hún hefur gert fleiri skemmtilega hluti, sem eru eitthvað alveg “ég”, eins og þessu sjónvarpsveggur.
Svo flott grúbba og fullt af litlum DIY-verkefnum…
…eins og þessir rammar, svipaðir lyklar fást t.d. í Litlu Garðbúðinni fyrir ykkur sem langar að gera eins.
…og þessi stól, stundum er svo skemmtilegt að nota aðra litli en bara hvítan!
Töff að blanda saman og setja gyllta tóninn með…
…enn og aftur segi ég: myndir eru það sem gerir hús að heimili.
Sjáið bara muninn 🙂
Endilega kíkið á The DIY mommy!
Vá! Ekkert smá flott eldhús 🙂 Þarf einmitt að vera duglegri að láta framkalla myndir af fjölskyldunni…er ein af þeim sem á bara hús, ekki heimili :p
Geggjað flott og sannar hvað litlu hlutirnar setja mikinn svip á heimilin.