…því að stundum þarf maður bara smá breytingu 🙂
Ég kastaði fram spurningu til ykkar um hvað ég væri að mála og Birna sagði: “herbergin eru klár var það ekki, hlýtur að vera einhver mubla ???” og ég fór að hugsa um þetta. Ég held að herbergi séu aldrei klár, fyrir hvert og eitt einasta herbergi hérna innanhúss er ég með einhvern plön sem eiga að ýtast í framkvæmdir þegar að tími/peningar gef(a)st til.
Stofa: nýjar gardínur, nýjir sófar og nýr hægindastóll = þegar fjárhagur leyfir
Hjónaherbergi: mála herbergið, breytingar á skáp, breyta bekk og setja upp veggthingy
Herbergi dömunnar: mála hvíta veggi, setja inn “hlutinn” og laga aðeins
Bað: breyta vaskaborði, búið að kaupa vaskinn – á eftir að ákveða borðplötu
Herbergi litla mannsins: mála og gera veggi klára, síðar smíða inn unit fyrir dótið hans
…og þetta er ekki tæmandi listi, það er meiri plön til fyrir forstofu, þvottahús, miðrými og bílskúr……og auðvitað garðinn!
Hvernig er þetta hjá ykkur?
Eruð þið ekkert að plana svona fram í tímann, með nokkur járn í eldinum í hvert sinn?
Eða er það bara ég sem er breytingaróð 🙂
(þarf ekki að svara seinustu spurningunni)
….újá – þetta verður tveggja pósta dagur svona til að bæta upp fyrir bloggleysi gærdagsins!
já eftir að hyggja þá tek ég þetta tilbaka 🙂 ég meinti allavega að herbergin eru tilbúin núna !!! heheh….
En jú ég er svona, alltaf að breyta og búin að vera svoleiðis síðan ég var lítill krakki. alltaf að breyta uppröðun í herberginu mínu. Kallinn skilur ekkert í þessu veseni í mér alltaf, en eins og ég segi við hann þá bara er þetta svo gaman !!!
Ég er með svo mikið í plönunum að ég er búin að vera að pósta breytingum like crazy á mína síðu þessa vikuna 🙂
jú mörg járn í eldinum en aðeins of lítill tími :-/
Hlakka til að sjá allar þessar framkvæmdir í framtíðinni hí hí
Ég er alltaf með langan lista af verkefnum en kemst aldrei yfr öll;)
Hlakka til að sjá allar breytingarnar í framtíðinni;)
Kv.Hjördís
úff, hljómar kunnuglega, er með endalausan lista en finnst ég aldrei hafa tíma 🙂
and I thought I was the only one crazy….Flott hja ther. Alltaf gaman ad breyta og baeta. Stundum fer alveg agalega i taugarnar a bornunum minum hvad eg er alltaf ad vesenast og faera hluti og enginn finnur neitt!
Svona er skemmtilegt ad bua med mer segi eg bara 🙂
Eg er rosalega hrifin ad svefnhrb. hja ther…rumgaflinn er serstaklega smart
kv.
Brynja
Nei elskan þú ert sko ekkert “dossa ein í heiminum” með breytingarnar. Listinn er líka svona hjá mér: ef ég á að skrifa niður það sem mér dettur í hug á núll einni þá myndi þetta hljóma svona:
Svefnó : mála eða veggfóðra, rúmgafl ( helst fóðraður og mjúkur )
Strákaherberti: nýtt rúm, raða myndum á vegg, náttborð
Stofa: vantar hluti á einn vegg
Hol: ný uppröðun á myndum, þyrfti að mála
Forstofa: mála, skipta um teppisbút, eitthvað sætt á veggina og flott ljós
Bað, ný vaskur og sometime in the future nýjar gólf og veggflísar
Tölvuherbergi, Redo all over … nema að karlinn myndi aldrei leyfa mér það 🙂
Ahhhh …. svo gott að koma þessu svona frá sér …. takk fyrir sálfræðitíma dagsins 🙂 góða helgi … Eddan
Jiii, gott að heyra að fleiri eru svona ruglaðir eins og ég hahaha. Ég er sko með lifandi lista og maðurinn minn hlær að mér við hvert tækifæri sem gefst þegar listinn er tekinn upp!!! Svo segi ég hughreystandi þegar hann er um það bil að gefast upp: “Þegar þú ert búinn að þessu þá er þetta komið” og á móti heyrist “Nei, það kemur bara eitthvað annað í staðinn” ;o) Kv. Halldóra (fyrrum eigandi arinsins) :o)
yndislegt að lesa þetta hjá þér, haha ég er með allt of mikið af hugmyndum og ég stoppa ALDREI 😉 alltaf hægt að gera betur 😉