…loksins!! 🙂
Þar kom að því, þetta byrjaði smátt og smátt. Ég var í því að sjá myndir af Zink-húsum á skandinavíu-bloggunum. Mér fannst þau æði.
…síðan fann ég loks eitt lítið hús, og það var sætt.
Seinna komu líka þessi litlu hvítu keramikhús úr Tiger…
…en gráa húsið var í uppáhaldi…
…en hvítu fengu alveg að vera memm…
…síðan um seinustu jól fann ég þetta hérna í Europris…
…og þá varð það mesta uppáhalds…
…en ég fann svolítið í Blómavali í Grafarholti, núna um helgina, hjá henni Betu minni…
…jáááááá sæll…
…nú er ég loksins bæjarstjórinn í mínum eigin bæ…
…eru þau ekki fín og sæt?
…ég þarf ekki einu sinni að segja ykkur hvað ég hlakka mikið til að skreyta þau og í kringum þau um jólin – yes yes yes 🙂 Stórt ca 4800, mið 2990 og lítið 1990.
Hverjar ætlar að hlaupa og kaupa?
Þau eru gordjöss!
Það gat nú verið!!! Ég var með vægt tilfelli af húsasótt en núna er ég orðin fársjúk!!!!!!
Kveðja, Svala í Skrapp og gaman
geggjuð nýju húsin
Verð að segja, ég elska svona hús. Þessi nýju eru glæsileg.
kv.
Sigga Maja
æææææ hvað þau eru mikil krútt! Ótrúleag fallegt hjá þér!
Húsin eru æðisleg og ég væri alveg til í að eiga svona fín hús.
Ég á eitt af þessum sem voru í Tiger.
Kv. María
gordjösssss !!! ég á eitt rautt hús sem ég fékk í blómabúð Ak, átti að vera jólaskraut en það hefur staðið í heilt ár síðan ég fékk það og ætla ekki breyta því, enda elska ég það en mig langar í annað hús og finnst einmitt miðhúsið þitt og litla húsið algjört æði 🙂 hihi
farin í skoðunarferð bæjó 😀
AS
Má ég flytja til þín?!?!?!!!!!??? Þetta er svo dásamlega kósý hús sem þið fjölskyldan eigið – og þetta virðist, ég endurtek virðist vera svo auðvelt hjá þér!!!! Vildi óska að ég hefði helminginn af þínum hæfileikum og þá væri ég sko sátt!!! 🙂 Þú ert æði!!!
Bkv. Unnur 🙂
Þetta er flott, ég er farin að kaupa mér eins og eitt… ja eða tvö, þrjú.
Kveðja Guðrún H.
Frábær hús…ætla að kíkja við í blómavalinu hér og kanna hvort hjá þeim leynist lítið þorp 🙂
Úff, ekki lagast húsaveikin við þessa skoðun. Geggjað flott hjá þér – langilangilangií….á einmitt flotta kirkju og hús úr Heimahúsinu…en langar alveg að bæta við svo ég geti orðið svona bæjarstjóri…;-)
Knús,
Anna Rún.