…er runninn upp.
Nú er bara brúa bilið þar til allt jóladótið fyllir allar koppagrundir (eða er það of seint?) og gera huggó í kringum sig, svona til þess að taka á móti haustinu og veðrinu sem því fylgir…
…en fyrir mér er það alveg nauðsynlegt að eiga nóg af teppum og púðum til þess að kúra sér með…
…og auðvitað kertin líka, þau eru alveg nauðsynleg…
…hvort sem er að degi eða kveldi í mínu tilfelli…
…og þetta með að eiga nóg af púðum, er eitthvað sem ég hef sennilegast tekið fullbókstaflega – og get ekki hætt…
…og held því ótrauð áfram að fylla húsið af púðum – en það er bara svo mjúúúúúúúkt…
…og það er líka svo skemmtilegt hversu mikið er hægt að breyta mublum, bara með því að breyta fylgihlutunum.
Eins og sést á stólnum hérna fyrir neðan, bara með púða…
…og svo þegar að teppi er bætt við – næstum eins og nýtt, eða þú veist svona næstum…
…en það er einmitt púðablæti mitt sem veldur því að það sést í púða á nánast hverri einustu mynd sem ég tek hérna á heimilinum, nema inni á baði 🙂
…sko, hvað er í baksýn – le púði!
…og þarna hefur teppið færst búferlum og stokkið yfir á næsta sófa – og breytir þar með look-inu á honum…
…þannig að á listanum mínum, til þess að útbúa kósý haustheimili er:
* púðar
* teppi
* kerti
…og eins og alltaf þá eru það myndir sem gera hús að heimili, þannig að ég bæti römmum við þennan lista!
* rammar
Tók saman nokkra púða og teppi sem eru í uppáhaldi hjá mér. Saman safn úr Ikea, Rúmfó og Ilva…
…klassík úr Ikea (næstum allir hlutirnir hérna eru orðnir klassík)…
…geggjað flott teppi í mjúkum gráum tónum, og með mismunandi áferð (Ilva)…
…smá litir geta poppað mikið upp, eða bara rétta mynstrið (Ilva)…
…þessir eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér, langar í næstum alla (Ilva)…
…og auðvitað stjörnurnar, ekki bara í krakkaherbergið heldur bara alls staðar (Ilva – teppi)…
…mikið af flottum púðum (Ilva – púðar)…
…og mynstraðir púðar, rétt eins og teppi, geta poppað upp flesta sófa (Ilva – púðar)…
…þessi teppi gætu bæði orðið æðisleg rúmteppi í barnaherbergi (Ilva – teppi)…
…síðan er nóg úrval af púðum í Rúmfó þessa dagana, sérstaklega af DÝRðlega fallegum dýrapúðum, hér eru samt nokkrir sem ég fann á heimasíðunni þeirra, margir hverjir mjög flottir. Sérstaklega kósý þessir loðnu á þessum árstíma (Rúmfó – púðar)…
…og að gamni þá tók ég saman uppáhalds rammana mína úr Ikea, þessa sem að ég myndi fara og kaupa til þess að útbúa flottan myndavegg (sjá hér)…
…þar með er ég hætt að blása í bili!
Eigið yndislegan dag krúttin mín ♥
Úllalla…margt girnilegt í þessum pósti. 🙂
Ramminn sem þú settir inn þarna neðst í rammaumfjölluninni hægra megin…hann er nú svolítið “Paulskur”… 🙂 Var það hann sem þú notaðir í DIY-ið sem var fjallað um í blaðinu þarna semégmanekkihvaðheitir?
Nahhh…það var sko bara heil hurð af skáp sem ég notaði þar. Töluvert hærri! En satt er það, þessi er afar “Paul-skur” þessi, og mjög fallegur 😉
Já þú meinar! Mín ekkert í smáskammtalækningum með einhverjum smá ramma, notar bara heila hurð! :p En þessi mini-Paul býður upp á mikla möguleika 🙂
Æðislegur listi sem þú setur þarna upp og omg teppin eru falleg, en það sem ég er mest ósátt við, er ekki þér að kenna en það er VERÐIÐ á þessu 🙁 allt of dýrt finnst mér.
En mikið væri gaman að eiga amk eitt fallegt teppi til að kúra undir á köldum kvöldum… 🙂
kv AS
Skil þetta púðablæti einum of vel, þetta er orðið meira en gott hjá mér….er með sumarpúða, jólapúða, vetrarpúða…… 😀
þetta er fallegt hjá þér. Ég sauma mína púða sjálf með svampkurli innan í (altaf hækt að setja þá inn í þvottavél án þess að innihaldið og þar að leiðandi koddinn sjálfur eiðileggist) og svo sauma ég ver utan um sem altaf er hækt að skipta um ÞEAS: jólaver, páskaver, sumarver, haustver, Vetrarver og svo er ég að hugsa um að sauma mér rómantískt ver úr blundu utan um koddana, gott væri að búðirnar seldu koddaver, hef ekki séð það sjálf en hafi þið séð svoleiðis í búðunum ?
Hæ hæ, mig vantar svo að vita hvar er þessi týpa af kertastjökum eru seldir, þ.e.a.s. glerbox og svo ofan á er fyrir 4 kerti. Eins og þú ert með á stofuborðinu í þessum pósti.Hef séð svona en þá ekki með glerboxi og finnst það ekki eins flott og þinn 😉
Þessi er frá House Doctor og fékkst í Púkó og Smart. Þú ættir líka að fá svona í Fakó á Laugaveginum og í Tekk… 🙂