…var full af alls konar!
Alveg hreint nóg að gera á flestum sviðum, og jafnvel um of 🙂
Helgin var náttúrulega afmæli litla mannsins, sem þið voruð búin að sjá bæði hér og svo auðvitað hér…
…en það var ekki það eina sem var gert um helgina, neineinei, þá var líka árlegt Halógen-partý famelíunnar. Halógen kemur frá því að móðir mín blessuð misskildi örlítið Halloween, þegar að þetta var haldið í fyrsta sinn fyrir 5 árum (sjá hér).
Síðan þá höldum við Halógen og það er líka mikið skemmtilegra 😉
Í ár fékk grey eiginmaðurinn svona líka fína hárkollu, bæði á hausinn og á bringuna…
…bjarnabófar voru mættir á svæðið…
…Bósi Ljósár kom líka…
…auðvitað ein og ein norn…
…og voru það þessi – sem taka þetta allaf skrefinu lengra 🙂
Systir mín og hennar famelía komu í heimagerðum Múmín-búningunum, sem sé Mía litla, Múmínpabbi, Múmínmamma, Morrinn og Snorkstelpan. Svo bara til þess að vera auðvitað flottust, þá kom tónlistin úr þáttunum beint úr bumbu Múmínpabba…
…eigum við að ræða þessa snilld…
…diskóhjónin…
…og auðvitað elsa og, eins og sonurinn segir, Tröttles…
….og litli Tröttles kallar komast upp með ýmislegt með því að vera svona sætir…
…Mía og Elsa góðar saman…
….bwahahaha…
…Morrinn góður!
…hausarnir voru búnir til úr tveimur blöðrum, sem voru þaktar með pappír og svo málaðar – en þvílíka snilldin!
…og allir þurftu að reyna að troða hausunum á sig…
…reyndar hefur það verið þannig ár hvert að systirin og famelían “vinna”. Þau taka þetta sko alltaf alla leið og eru ótrúlega flott í sinni búningagerð!
Indverjar, Heilsuhælið í Gervabæli, Strumpar, Múmín og Incredibles…
…hvað var svo annað að gerast?
Apartment Therapy fjallaði um strákaherbergið hér og sýndi fyrir/eftir af hillunni þar hérna…
…svo voru það bambarnir hérna…
…og svo var það Ikea-kvöldið sem var á miðvikudaginn.
Þá var opnun fyrir Skreytum Hús hópinn frá kl 20-22, þannig að þið sem eruð ekki í þessum dásemdar-hóp endilega smellið hérna og skráið ykkur inn…
…búið er að jólaskreyta alla búðina og þetta hérna er eitt uppáhalds skrautið mitt.
Franskir gluggar sem eru búnir til úr römmunum þeirra…
…og einsog sést þá var heill hellingur af dömum, og örfáir herrar, sem mættu og skemmtu sér bara vel…
…enda fullt af fallegu jólaskrauti…
…mikið af nýju…
…svo fallegar stjörnur…
…eins og þessi litlu ljósahús…
…og ég upplifði það að vera í Ikea eftir lokun – það var eitthvað nýtt 😉
…góða nótt Ikea…
…og þannig lýkur þessum pósti…
…með óskum til ykkar um góða helgi, og hafið það sem allra best!
Skemmtilegt!
Takk fyrir Ikeakvöldið, það var yndislegt! Værirðu til í að útskýra aðeins betur hvernig stóru frönsku gluggarnir eru búnir til? Ég rak einmitt augun í þá og langar svo að búa til eins og eitt stykki 🙂
Mér sýndist þetta bara vera stór svartur rammi hjá þeim, málaður hvítur og gerður svona “shabby chic”, og flatir trélistar negldir aftan á þannig að þeir verði “franskir” 😉
Úú, ekki hljómar það flókið í framkvæmt 😀 neyðist til þess að gera mér ferð þangað aftur, æjæj!
Vá…æðislegir grímubúningar hjá systur þinni og co! Hugmyndaflugið! 🙂
Takk fyrir frábært IKEA – kvöld! Þetta var bara æði! Ætlaði svooooo að kaupa mér svona rauða jólapúða en sá þá hvergi :/ Kíki bara aftur seinna… 😉 Og já…maður þarf að gera sér svona gerviglugga úr ramma! Bara snilld!