…er eitthvað sem ég hef gaman af því að búa til/skapa. Ég man alltaf eftir því þegar ég var í blómaskreytingunum þá hafði kennarinn minn stundum orð á því að ég væri oft að búa til lítil ævintýri í vöndunum/skreytingunum mínum. Hann hafði alveg rétt fyrir sér.
Það er eitthvað svo gaman að leyfa sér að láta hugann reika og útbúa eitthvað, svolítið út fyrir kassann 🙂
Það var einmitt það sem ég gerði núna, þetta er hlutur sem gerir ekkert gagn – en bara gleður mig og vonandi ykkur þá líka.
…þetta er nokkurs konar lítið skógarævintýri…
…ákvað að gera þetta í litunum fyrir haustið – svo að þetta yrði ekki of jóló…
…skápurinn kom úr Góða Hirðinum og var allur málaður svartur með kalkmálningunni frá Föndru, og síðan hvítur að utan…
…eins og þið sjáið þá er ég ekki einu sinni búin að setja aftur höldurnar á hann…
…ég fékk þau í Art&Text til þess að útbúa límmiða í bakið á skápnum, og lítinn bambahaus sem ég klippti eftir útlínum og festi framan á…
…og sjáið þið bara – þrívíddina í þessu – það kemur grein út úr skápnum 🙂
…ég klippti nokkrar greinar af tré fyrir utan hjá mér og stakk inn í skápinn og hún teygir sig aðeins út…
…síðan liggur bara lítil sería í botninum á skápnum…
…mér fannst líka gaman að hafa krúttaralegu bambana frá Bauhaus þarna fyrir framan, svona til þess að endurspegla myndina í bakið…
…og svo gerir kertaljósið allt meira kósý, það er bara þannig…
..krútt…
…þið sjáið það á þessari mynd, að ég málaði aðeins inn á límmiðann í bakið – svona til þess að gera þetta aðeins ævintýralegri – svona eins og maður sé að kíkja út í töfraskóginn…
…og ég málaði líka með svörtu á glerið á hurðinni – fannst þetta verða skemmtilegra svoleiðis…
…en eru þeir ekki bara svoldið sætir þessir tveir?
…og skápurinn bara skemmtileg ævintýri!
…eða hvað finnst ykkur?
Þetta er algjört æði 🙂
Mjög flott!
Herre Gud hvað þetta er fallegt !!!!
Holy moly! Þetta er yfirkrúttað 😀
Geggjað flott
Geggjað!!
yndislega fallegt heillaði mig sérstaklega bambinn í glugganum 🙂
Fallegt!
Snillings snillingur, ekkert smá flott!
Svo fallegt 🙂
Hrikalega krúttlegt 🙂 Ég keypti mér einmitt eitt lítið liggjandi bambakrútt í Bauhaus…og liggjandi rebba…og íkorna sem var reyndar ekki liggjandi…maður nýtti sko bæjarferðina 😉
Þetta er náttúrlega geggjaðslega flott bara á ekki til orð og hvar færðu hugmyndirnar aldrei myndi mér detta eithvað svona í hug og geggjaðir litirnir í ævintýrinu. Bara FLOTTAST
Takk Kolbrún – 🙂
Ofboðslega er þetta fallegt hjá þér, núna vantar mig litlu veggskápana sem feingust fyrir nokkrum árum í Rúfatalagernum, ó Hólí Móli svona langar mig að gera upp á eldhúsbekkinn hjá mér. En þetta er æði hjá þér