Spurningar og pælingar:…

…varðandi stelpuherbergið, eða sem sé póst gærdagsins 🙂

En ein spurning hvernig festirðu ramma uppá vegg hjá þér, með nöglum? og ef svo er þá ekki húsið þitt orðið ansi götótt haha eftir allar breytingarnar:)

Muahhahaha – jújú, húsið er götótt eins og svissneskur ostur.  Guði sé lof fyrir Photosjopp 😉
Neits, ég er að djóka.  Ég geri eins og allir hinir – nota OneTime og spaða.
Síðan tek ég lítinn, mjúkann pensil – svona föndurpensil og er með málninguna sem er á veggnum og bara bletta í.  Flóknara er það nú ekki.
Ég gæti aldrei þolað að sjá naglagöt í veggjum, það er alltaf lagað um leið.
Svo er líka annað sem ég geri oft, og það er að prufa bara að setja eitthvað annað á naglana, og oftar en ekki þá gengur það alveg upp.
Til dæmis hérna:
Sami veggur og sömu naglar, mismunandi hlutir og eigendur að herberginu 🙂
…í öðrum tilfellum þá er líka bara að láta grúbburnar vaxa, eins og á þessari mynd.
Fyrst voru bara þrír rammar en síðan bætti ég bara við í hringum 🙂
En ein spurning, þú ert alltaf að færa til á veggjum, getur þú tekið límmiðana upp og fært þá? Eru þeir marglímanlegir?
 
Nú skal ég segja ykkur fréttir!  Eruð þið tilbúnar?
Vegglímmiðar koma á svona spjöldum, eins og eru í límmiðabókum.  Þegar þú ert búin að taka límmiðann af þá er alltaf svona “bakgrunnslímmiði” yfir öllu spjaldinu þannig að þú sérð bara útlínurnar eftir myndina.  Pillaðu núna bakgrunnslímmiðann burtu og þá ertu með stórt spjald sem þú getur límt vegglímmiða á.  Þetta skaltu geyma og þá getur þú tekið límmiðann af veggnum og sett á spjaldið aftur, ef þú vilt taka miðana af vegg en samt geyma þá.
Nánast allir vegglímmiðar eru þannig að það er lítið mál að lyfta þeim upp og færa þá.
Ég tók t.d. niður tréð sem var í herbergi litla mannsins og það er núna á svona spjaldi og bíður þess að ég finni því nýjan stað 🙂  Sneddí ekki satt?
Fiðrildalímmiðar sem voru í herbergi heimasætunnar…
Vegglímmiðar hanga framan á hillunni,
þar til þeim var fundinn staður…
Límmiðar innan í hillu…
..og svo í dag
Klukkan er bara krúttleg!
Litla vekjaraklukkan er úr Rúmfó og kostaði innan við 500kr.  Örsmá og ofursæt.
Borðið?
Borðið var keypt hjá Húsi Fiðrildanna, þið getið fylgst með þeim á Facebook.
Mikið af ofsalega fallegum hlutum sem koma þar í gegn 🙂
 
Önnur algeng spurning er hvaðan er dúkkuhúsahillan?
Dúkkuhúsahillan er frá Tekk vöruhúsi.  Hún var keypt fyrir 6 árum þegar að litla daman var að fæðast.
Mjög falleg hilla og hefur nýst skemmtilega í gegnum árin 🙂
…og svo í dag…
 
Langar að spurja hvar fékstu dimmalimm myndirnar?  Væri til í að eiga svona myndir:)
 
 
Dimmalimm myndirnar eru úr Dimmalimm-bókinni.  Þegar að ég var unglingur þá vann ég í Eymundsson og keypti mér bókina á þýsku til þess eins að festa myndirnar upp á vegg.
Þannig að ég var með þær á vegg hjá mér fyrir 18 árum síðan – hversu gömul er ég að verða?
 
…og endilega gefið ykkur tíma í að dáðst að rúminu sem er óumbúið, þurrkuðu rósinum og slaufunum á kertastjakanum, allt mjööööööög smart.  Sést nánar í þessum pósti hér: Í þá gömlu góðu daga…
Annars er lítið mál að skanna myndirnar inn úr bókunum ef þið eigið þær 🙂
Liturinn græni:
Mosagrænn í dömuherbergi:
Kópal innimálning gljástig 10, S2010-G50Y
Ætti að ganga fínt í stelpu og strákaherbergi, og í raun hvaða herbergi sem er – róandi og mildur litur.
Þá held ég að þetta sé upptalið, svona að mestu!
Takk hjartanlega fyrir öll kommentin og endilega baunið á mig ef þið eruð með fleiri spurningar og pælingar 🙂
*Munið að í kveld verður tilkynnt hver fær tinhúsið fína*

2 comments for “Spurningar og pælingar:…

  1. 04.10.2012 at 08:32

    gaman að fá svona díteils…. ég notaði græna litinn á veggina í fönduraðstöðunni minni og ég bara elska hann 🙂

  2. Anonymous
    04.10.2012 at 14:53

    úúú ég er geðveikt spennt yfir húsinu … ég er viss um að mitt nafn kemur upp úr pottinum … búin að secret-a það 🙂 Edda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *