Yfir til ykkar…

…eða í það minnsta svona að einhverju leiti.
Ég er með minn bloggrúnt hérna til hliðar eins og þið sjáið.  Síðan eru fullt af öðrum síðum sem að ég kíkka á líka.  En núna langar mig að biðla til ykkar um að setja inn linkinn að síðunni ykkar, ef þið eruð með blogg, eða ef þið eigið einhverja uppáhaldssíðu sem ég er ekki með hérna til hliðar.  Það getur verið svo gaman að uppgvöta nýjar og skemmtilegar síður 🙂
Væruð þið til í að gera þetta fyrir mig?
Annars er bara lítið að frétta í bili, er ekki búin að breyta neinu herbergi núna í 4 daga 😉 hohoho
Hins vegar sem bæjarstjóri tók ég mér bessaleyfi og færði þorpið mitt um set, það er munur að vera svona einvaldur í bænum sínum.
Kíkti í Blómaval núna um daginn og þar voru húsin barasta búin, þannig að þið megið líka alveg játa í kommentum 🙂  Enda eru húsin yndisleg!
Jæja þá, góða helgi elskurnar og hjartans þakkir fyrir öll kommentin núna í vikunni.  Er afar þakklát fyrir hvert og eitt þeirra, og hvert og eitt ykkar sem að nennið að lesa!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

18 comments for “Yfir til ykkar…

  1. Anonymous
    05.10.2012 at 08:39

    Hjá mér ert þú síðan sem er cirka nr. 3 í röðinni (á eftir mbl og vísi) 🙂
    Alltaf gaman að kíkja til þín. Ég er ekki með blogg en hef verið að spá hvort það væri ekki bara málið.
    Hér er ein sem ég er nýbúin að uppgötva. Ætla að fylgjast með þessari. http://kronprinsessene.blogspot.com/
    Kveðja
    Kristín Sig.

  2. Anonymous
    05.10.2012 at 09:26

    Ein af mínum uppáhalds síðum er: http://vintageprettypearl.blogspot.com/
    Það er rosalega margt fallegt þarna inn á hjá henni Olgu og
    sniðugar hugmyndir 🙂 Hún er þó einum of mikið fyrir myndir af sjálfri sér, fyrir minn smekk,, en þá spólar maður bara hratt yfir hehe..

    kv. Katrín

  3. 05.10.2012 at 09:58

    Þín er í uppàhaldi hjà mér 😉 En svo er ég með síðu aminney-alltmillihiminsogjardar.blogspot.com 😉

  4. Anonymous
    05.10.2012 at 15:19

    Æji hvar fékkstu aftur hvíta sprittkertastjakann minna blómið?

    Þín er sú eina sem ég kíki á daglega….

  5. Anonymous
    05.10.2012 at 17:58

    Akkurat núna ligg ég yfir þessu bloggi http://www.villatverrteigen.com/
    og þessu

    http://dearlillieblog.blogspot.com/
    Svo fær þetta blogg mig til að langa til að tæma alla skápa,kaupa svona milljón körfur og box og sortéra gjörsamlega allt
    http://abowlfulloflemons.blogspot.com/

    Bestu kveðjur Sigga Dóra

  6. Anonymous
    05.10.2012 at 19:37

    Þú,hugmyndir heimilisins og http://www.parlourhomeblog.com
    eruð uppáhalds hjá mér
    Kv Heiða

  7. Anonymous
    06.10.2012 at 01:20

    Ég byrja alla mína daga á að skoða síðuna þína yfir morgunmatnum :o) Viltu vera svo væn að segja mér hvar þú fékkst sætu littlu sveppina sem eru á skrifborðinu hjá dóttir þinni
    kv Rúna

  8. Anonymous
    06.10.2012 at 09:01

    Ég kíki reglulega til Benitu sem er með bloggið http://www.chezlarsson.com, hún er með flottan stíl (kannski heldur hvítan), með góðar, ódýrar lausnir og DIY. Annars er þitt blogg náttúrulega uppáhalds 😉
    Kv. Helga Rún

  9. 06.10.2012 at 15:10

    ég kíki eins og Helga Rún á hana Benitu síðan elska ég bloggið hennar Jen á I heart organizing http://iheartorganizing.blogspot.com/

  10. mAs
    06.10.2012 at 18:45

    Ég er mjög hrifin af blogginu þín og kýki reglulega á það, svo er ég mjög hrifin af nokkrum norksum bloggurum eins og henni Eddu í http://eddaskreativiteter.blogspot.com/ og http://lidyll.blogspot.com/. Svo erum við tvær systur sem höldum út bloggi á http://kaksimas.blogspot.com/ endilega kýktu á okkur.
    Kveðja Stína

  11. Anonymous
    06.10.2012 at 22:37

    http://iheartorganizing.blogspot.com/

    Mér finnst gaman að skoða hjá þessari. Hún er svooooooo skipulögð 🙂

    Kv. Gulla

  12. 07.10.2012 at 02:12

    Bloggið þitt er nú dáldið uppáhalds. Annars les ég líka svart á hvítu (www.trendnet.is/svartahvitu), Eva Laufey (www.evalaufeykjaran.com) og Ása Regins (www.asaregins.com).
    Svo blogga ég sjálf (froskurinn.blogspot.com) en það er nú ekki uppá marga fiska, aðalega eitthvað tengt kökum sem ég hef bakað, tísku eða bara myndir af hundinum 🙂

  13. Anonymous
    07.10.2012 at 10:29

    Þetta blog er nú efst á listanum hjá mér en ég skoða líka mörg önnur og datt inná þetta nýlega
    http://rustsunshine.blogspot.com/
    skemmtilegar myndir, DIY verkefni og margt fleira 🙂 svo eru stelpurnar búnar að nefna mörg önnur sem ég skoða hér að ofan 🙂
    kv.
    Halla

  14. Anonymous
    07.10.2012 at 14:06

    Ég mæli líka með þessari 🙂
    http://iheartorganizing.blogspot.com

    þín síða er í miklu uppáhaldi, ég elska svona blogg 🙂

    Kv. Anna Björg

  15. 07.10.2012 at 15:29

    Kiktu i heimsokn til min
    Kv. Brynja
    http://beforeandafterandstillinprogress.blogspot.com/

  16. 07.10.2012 at 19:07

    hæ að sjálfsögðu er kíkt hér inn daglega á mína uppáhaldssíðu! Stína Sæm, og Blúndur og blóm er líka flottar 🙂 ég sjálf er að reyna að mjatla einhverju smá inn á síðuna mína http://gunnabirgis.wordpress.com/
    kv. Gunna

  17. 09.10.2012 at 15:47

    Ég kíki oft á http://www.handmadecharlotte.com hún er með ótrúlega flott DIY verkefni á síðunni sinni.

    Bloggið mitt er svartalfarr.wordpress.com við erum tvær vinkonur sem bloggum um föt, heimili, diy og daglegt líf

  18. 15.10.2012 at 15:51

    Þín síða er í uppáhaldi hjá mér, fann einmitt fleiri skemmtilegar á bloggrúntinum þínum. En kíki líka stundum á þessa
    http://sarahmdorseydesigns.blogspot.de/
    verst hvað allt er ódýrara og auðveldara að nálgast í henni Ameríku 🙂
    kv. Auður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *