Breyttir tímar…

…og breyttar áherslur.  
Það er ekki að ástæðulausu að við fáum smá hita í kinnarnar þegar við skoðum gamlar myndir
 og sjáum okkur sjálf í dressum, sem voru svoooo geggjuð,
 sem í dag virka alveg hreint eins og ég veit ekki hvað 🙂 
 Tískan fer i hringi í því er hægt að vonast til þess að með tímanum þá dettum við aftur í “móð” – eða kannski/vonandi/Guð gefi koma svona skræpóttir gallar ekki inn aftur.
Ég væri þó alveg til í kápuna og jafnvel stígvélin á lilluna mína í dag, 
og því er ekki að neita að stúlkan kann að pósa…
…hins vegar sést á myndinni fyrir ofan og hér fyrir neðan, að flest allar myndir frá æskuárunum er með einhverjum appelsínu/rústrauðum blæ, sem var greinilega LITURINN þá.
Eldhúsinnréttingin hjá mömmu og pabba var meira að segja með appelsínugulri borðplötu, og auðvitað voru veggirnir orange líka og kaffikannan líka – til öryggis…
…appelsínubjarmi í svefnherbergi foreldrana, og svona líka 70´s sængurver…

…orange kerti á jólum…
…ó móðir, ó systur, hvað voruð þið að gera við toppinn á mér??

…en yfir í breyttar áherslur og breytta tíma,
þarna þótti allt í gúddí að 6 manna famelía og hundur, ferðaðist um á 5 manna bíl…  

…en ef við færum okkur miiiiiikið lengra aftur í tímann.  
Þá getum við skoðað þessi hérna blöð sem að ég fann í fórum mínum…
…frá því í Júní 1949 og 1946

…þar var svona vandamáladálkur sem að Frú Eva Adams svarar.  Sú dama er ekki að passa sig á að vera nærgætin eða yndisleg við lesendur sína…
…fyrst og fremst: þá senda ungar stúlkur henni hárlokka til þess að fá hana til þess að meta hárið, já sæll!  Daman mælir þá að sjálfsögðu með hárþvotti úr heitu sápuvatnim viku eða hálfsmánaðarlega, alls ekki oftar.  Jafnvel að nota fljótandi sápu, svo kallað shampoo…

…hér hefur ung stúlka skrifað henni um einhvern herra sem að hún fór ekki að hitta, henni er bent á að ungar stúlkur verði svo oft ástfangnar að ekki þurfi að hafa áhyggjur af þessu.  Síðan, bara til þess að bæta líðanina, þá er henni bent á að skriftin sé ekki góð – en þó sé setningaskipunin og stafsetningin verri en skriftin 🙂  Svona á að maka flór í sárin, bara sætt!
Hárlos?
Ekki málið, nudda hársvörðinn, eta rétt og auðvitað 100 strokur frá hárrót að enda á hverjum degi.  Samt að passa upp á hármaðkinn (((hrollur)))

Hið fullkomna vaxtarlag?
Þunglynd æskumær?
Ekki taka lífið og sjálfa þig svona alvarlega!
Þessi dama er alveg að brillera 🙂
Afbrýðissemi er einn af barnasjúkdómum ástarinnar, eins og mislingar og rauður hundar.
Vertu ekki að rífast við strákinn, þótt hann tali við aðrar stelpur, það er honum meira en leyfilegt.  Gefðu honum heldur smá selbita við hentug tækifæri…..bwahahahaha 🙂
Stúlka á ekki að ganga á eftir pilti með grasið í skónum, piltarnir eiga forréttindi á því af gamalli hefð að sækja á!
Síðan var Dísa greyjið að biðja um hjálp við einhverju vandamáli.
Best að segja bara eins og er, aðeins eitt bréf barst og lesendum hefur þótt vandamálið hennar svo hversdagslegt og auðvelt viðeignar að óþarfi var að kommenta nánar á það.  Alltaf svo nærgætin.

Hér koma síðan Tízkumyndir af náttklæðnaði…

Að lokum varð ég að deila með ykkur myndum af dyngjufatnaðinum….
…sem eru skemmtilegar morgunflíkur fyrir kvenfólk sem þarf ekki að sinna húsverkum 🙂

Væri ekki gott að byrja alla morgna í dyngjufötum, 
lesandi Heimilsritið og öll góðu ráðin sem þar er að finna?
*knúsar*

8 comments for “Breyttir tímar…

  1. 11.10.2012 at 08:39

    haha, en skemmtilegt 🙂 dýrka 70’s appelsínugulu stemninguna!

  2. 11.10.2012 at 09:11

    jjiii þessir textar eru óborganlegir hahaha

  3. Anonymous
    11.10.2012 at 09:16

    ótrúlega skemmtilegur póstur 🙂 Elska svona “gamla daga”

    haha talandi um bílferðir með of mörgum lá einu sinni í skotti bifreiðar alla leið norður aftursætið fullt af yngri börnum.

  4. Anonymous
    11.10.2012 at 10:27

    Ohh nú langar mig svo mikið að vera svona kona “sem ekki þarf að sinna húsverkum” þá gæti ég eignast svona “dyngjuföt” 😉

    Og talandi um appelsínugulan þá var stofusófinn okkar gargandi orange. En eldhúsinnréttingin, baðherbergisinnréttingin, tækin á baðherberginu og gólfdúkurinn voru brún og ERU ENN *dæs* 😉

    Kv Erla B

  5. Anonymous
    11.10.2012 at 11:04

    Er i kasti yfir thessum snilldarblödum!
    kv. Svandís 🙂

  6. Anonymous
    11.10.2012 at 11:17

    super blogg í dag 😀 segi bara eins og Svandís er í kasti múhahahaha yfir þessum blöðum 🙂

  7. 11.10.2012 at 18:12

    hahaha elska svona gömul blöð og auglysingar, heimilisrað og svo ekki sé talað um gömul ráð varðandi tilhugalífið… já tímarnir breytast og mennirnir með.
    takk fyrir briljant póst

  8. 12.10.2012 at 13:34

    Þetta er snilld! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *