…og svo kemur nánari útlistun hvað er hvaðan.
Elsku litli kallinn okkar varð 4 ára í sumar, og það var lööööngu orðið tímabært að halda upp á afmælið hans. Við vorum reyndar í Köben á sjálfan afmælisdaginn og svo var alltaf einhver ástæða fyrir frestun. Ves ves vesen!
Þegar það var svo loks komið að þessu þá bað ég hann að ákveða hvernig hann vildi að afmælið yrði. Um stund var það Batman, svo kom Spiderman, svo kom Súperman – og að lokum Ofurhetjukanínuafmæli! Ég hló bara Ég sagði honum að hann mætti alveg ráða, en hann yrði að ákveða sig – það væri ekki hægt að breyta alltaf. Hann yrði að ákveða og svo gæti ég keypt servéttur og alls konar eins og hann vildi. Þessi litla elska hugsaði sig um og sagðist vera ákveðinn, og sagði svo: “Ég vil bara fallegt fjölskylduafmæli” – allir saman nú awwwwww ♥
…þannig að borðið var bara samsuða af hinu og þessu sem ég átti hérna heima – og örfáum nýjungum…
…það var svona nett “stjörnuþema” sem varð til, eiginlega alveg óvart…
…og svo keypti ég þessi loðdýr um helgina (bæði fyrir mig og elsku tengdó) og fékk að nota mín, og hennar, á borðið…
…kakan var einföld, eða einfaldlega misheppnuð
En litla manninum stóð á sama og var mjög kátur…
…en í það minnsta þá var hún einföld…
…svo eins og alltaf, þá er bara að týna til hitt og þetta fallegt og raða því upp…
…þessi skál var reyndar ekki tóm, ég var bara ekki búin að fylla á´ana – og sjá þetta bambakrútt…
…svo verður allt svo skemmtilega dramatískt að sjá gardínurnar í baksýn. Mér fannst líka þessi litla uppstilling dulítið krúttuð…
…servéttur í þessum lit og gráu…
…einföld leið til þess að poppa upp upp öll glös, þó ég hafði nú oft gert þetta áður – þá finnst mér þetta alltaf jafn skemmtilegt, er að setja litlu límmiðana á…
…ekki satt?
…þessi tvö að bíða eftir gestum…
…og loks komu gestir, og með þeim pakkar…
…og knús og kossar…
…meiri pakkar!!!
…en áður en hægt er að opna allt pakkaflóðið, þá þarf að næra sig smá…
…þetta þótti geggjað – bara ljósashow…
…sjá þennan snúð…
…talandi um að vera númer 1 og eiga aðdáendur…
…þessi mynd fannst mér svo yndisleg, og lýsa þeim systkinum svo vel. Stóra systir tók utan um hann, og laumaði á hann einum kossi á meðan hann var að opna, bara svona af því bara ♥ …
…og að afmæli loknu, var litli strákurinn minn bara orðinn stór gaur – hvert fer tíminn eiginlega?!?
Virkilega virkilega huggulegt og flott!!
Ég held varla vatni yfir dúknum Soffía, er hann fáanlegur hér á landi?
Knús í hús frá mér og Óliver Kaj:)
Aaawww hvað hann er flottur fótboltastrákur, all grown up
Tíminn flýgur og börnin verða fullorðin áður en maður veit af. Flott afmæliðsboð og dúkurinn á borðinu æði, hvaðan er hann?
Fallegt hlaðborð hjá þér eins og alltaf en hvar fékkstu þennan frábæra dúk ??
Æðislegt afmæli
Ég er greinilega fastagestur á síðunni, man að þú minntist á dúkinn sem allir eru að spyrja um hér fyrir ofan hér: http://www.skreytumhus.is/?p=25106
RL vöruhús, en ekki hvað
Mig minnti einmitt að hann væri úr RL en mundi ekki hvenær hann hefði sést hér
Ég þarf að fjárfesta í einum ef hann er ennþá til.
Var í það minnsta enn til á Korputorgi í gær
Flott afmæli eins og alltaf hjá þér
Enn flottara afmælisbarn og systir 
Frábært afmæli
Til lukku með piltinn og glæsilegt afmæli. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, en hvaðan eru glerkrukkurnar sem eru með poppinu og snakkinu?
Æðislegt hjá þér og váá hvað hann er heppinn að eiga svona góða systur!. Fékk tár í augun að sjá alla væntumþykjuna á milli þeirra
P.s. Hvar fékkstu blysin á kökkunni?
Bráðvantar svona því ég mun halda upp á afmæli dóttur minnar eftir 2 vikur.
Æji blysin fékk ég úti í Köben í sumar, notaði eitt á afmælisdaginn hans þar. Gæti þetta ekki fengist í Partýbúðinni??
Til hamingju með hann í sumar, skottan mín átti einmitt afmæli í júlí og hefur ekki enn fengið veislu jú nó væ, en ég er búin að afreka að kaupa servétturnar, hún vildi stjörnuservéttur svo ég keypti í sumar eins servéttur og hjá gaurnum þínum
Þessi júlíkríli eru smekkfólk.
Ó hvað þetta er fallegt
Awww, til hamingju með afmæliskrúttið! og afmælisskreytingarnar eru bjútífúl!
Æ en krúttulegt afmælisþema, hann er nú meiri hjartaknúsarinn
Innilega til hamingju með afmælisstrákinn þinn, alveg yndislegur
það skín í gegn á myndunum hvað hann er ánægður með afmælið!
Mjög flottar skreytingar hjá þér eins og alltaf! Elska að sjá 4 ára gaura afmæli sem er ekki með Cars eða Spiderman diskum
Dásamlega fallegt fjölskylduafmæli, skemmtileg að hafa það sem þema….miklu meira krúttaðra en ofurhetjuafmæli nú eða tröttles