Með söng á vörum…

…eða svona gott sem!  Sjáið til að ég hef rætt um ást mína á Ikea oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar sinnum……ok ég játa – sennilegast 20 sinnum í mánuði hverjum.  Síðan hef ég líka oft rætt um ást mína á nótum, nótnablöðum og almennri notkun á Script, eða bara letri, í almennri fegrun heimilisins 🙂
Þannig að þegar að ég fór í smá leiðangur í Ikea um helgina, þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvað ég varð kát að sjá þetta sameinað í elsku Ikea, og það í afar fallegum nytjahlut.
…eru þau ekki bara falleg?
Mér finnst þau alveg yndisleg – og eins og ég sagði – þegar maður 
drekkur úr svona þá er maður alltaf með söng á vörum 🙂 

…og svo þegar er komið Home Sweet Home, þá verður bara kósý…

…og smá svona grænt með…

…hverjar eru skotnar?
Á að fá sér? 

p.s. viljið þið annann póst í dag?  
Með öðrum nytjahluti sem skreyttur er með Script? 🙂

12 comments for “Með söng á vörum…

  1. Anonymous
    16.10.2012 at 08:16

    Argans vesen, ég er nýbúin að kaupa eldhúsglös, hjá herra IKEA að sjálfsögðu, hefði svo verið til í þessi!!!!!!!
    Svala (S&G)

  2. Anonymous
    16.10.2012 at 08:41

    En flott!
    Það fer einmitt að koma að Ikea ferð hjá mér 🙂
    kv.Gulla

  3. Anonymous
    16.10.2012 at 08:41

    …. og já endilega annan póst !

    kveðja Gulla aftur 🙂

  4. Anonymous
    16.10.2012 at 08:42

    Vá! Þau eru æðisleg. Ég þarf greinilega að gera mér ferð í Ikea, það er sko engin spurning.

    Kv. Vallý
    P.s. Er bara tiltölulega nýbúin að uppgötva bloggið þitt, en núna fer ég inn á það daglega. Fullt af frábærum hugmyndum 🙂

  5. 16.10.2012 at 08:56

    já endilega fá annan póst 🙂

  6. Anonymous
    16.10.2012 at 09:28

    Æðisleg glös! Hvar er hægt að fá svona “Home sweet home”? Já og ég er sko til í annan póst í dag;)

    Kv.Hjördís

  7. Anonymous
    16.10.2012 at 10:03

    Hrikalega sæt skunda í IKEA hið snarasta 🙂
    Sjoppfríður

  8. Anonymous
    16.10.2012 at 12:47

    Æðisleg….
    Ég er að verða daglegur gestur hér, finnst svo gaman að lesa og skoða bloggið þitt.
    kveðja Ása

  9. Anonymous
    17.10.2012 at 11:59

    hhmmm, njósnaði aðeins og mér sýnist að jólaskrautið verði ansi flott í ár…

    http://www.ikea.com/gb/en/catalog/categories/seasonal/winter_holidays/

    kveðja,
    Gulla í þriðja sinn 😉

  10. Anonymous
    17.10.2012 at 14:14

    Snilldarsíða hjá þér!

    Hvar fékkstu “Home Sweet Home” stafina í glugganum ?

  11. Anonymous
    17.10.2012 at 20:30

    Flott glös:) Finnst bara svo leiðinlegt við mörg IKEA glösin að munstrin flagna af:(
    kv Lena

  12. Anonymous
    20.10.2012 at 16:16

    Æði pæði, fleiri fleiri pósta alltaf takk:)Elska að skoða síðuna þína. Langar líka að vita hvar þú fékkst “Home Sweet Home” skiltið þitt sem er í glugganum. Knús á þig!kv,Elva

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *