…eða svona gott sem! Sjáið til að ég hef rætt um ást mína á Ikea oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar sinnum……ok ég játa – sennilegast 20 sinnum í mánuði hverjum. Síðan hef ég líka oft rætt um ást mína á nótum, nótnablöðum og almennri notkun á Script, eða bara letri, í almennri fegrun heimilisins 🙂
Þannig að þegar að ég fór í smá leiðangur í Ikea um helgina, þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvað ég varð kát að sjá þetta sameinað í elsku Ikea, og það í afar fallegum nytjahlut.
…eru þau ekki bara falleg?
Mér finnst þau alveg yndisleg – og eins og ég sagði – þegar maður
drekkur úr svona þá er maður alltaf með söng á vörum 🙂
…og svo þegar er komið Home Sweet Home, þá verður bara kósý…
…og smá svona grænt með…
…hverjar eru skotnar?
Á að fá sér?
p.s. viljið þið annann póst í dag?
Með öðrum nytjahluti sem skreyttur er með Script? 🙂
Argans vesen, ég er nýbúin að kaupa eldhúsglös, hjá herra IKEA að sjálfsögðu, hefði svo verið til í þessi!!!!!!!
Svala (S&G)
En flott!
Það fer einmitt að koma að Ikea ferð hjá mér 🙂
kv.Gulla
…. og já endilega annan póst !
kveðja Gulla aftur 🙂
Vá! Þau eru æðisleg. Ég þarf greinilega að gera mér ferð í Ikea, það er sko engin spurning.
Kv. Vallý
P.s. Er bara tiltölulega nýbúin að uppgötva bloggið þitt, en núna fer ég inn á það daglega. Fullt af frábærum hugmyndum 🙂
já endilega fá annan póst 🙂
Æðisleg glös! Hvar er hægt að fá svona “Home sweet home”? Já og ég er sko til í annan póst í dag;)
Kv.Hjördís
Hrikalega sæt skunda í IKEA hið snarasta 🙂
Sjoppfríður
Æðisleg….
Ég er að verða daglegur gestur hér, finnst svo gaman að lesa og skoða bloggið þitt.
kveðja Ása
hhmmm, njósnaði aðeins og mér sýnist að jólaskrautið verði ansi flott í ár…
http://www.ikea.com/gb/en/catalog/categories/seasonal/winter_holidays/
kveðja,
Gulla í þriðja sinn 😉
Snilldarsíða hjá þér!
Hvar fékkstu “Home Sweet Home” stafina í glugganum ?
Flott glös:) Finnst bara svo leiðinlegt við mörg IKEA glösin að munstrin flagna af:(
kv Lena
Æði pæði, fleiri fleiri pósta alltaf takk:)Elska að skoða síðuna þína. Langar líka að vita hvar þú fékkst “Home Sweet Home” skiltið þitt sem er í glugganum. Knús á þig!kv,Elva