Systur og Makar…

…er ný verslun á Akureyri.

Að henni standa systurnar María Krista og Katla, sem að hafa báðar verið með sín fyrirtæki í nokkur ár, Krista Design og Volcano Design.

En núna ákváðu þær að leiða saman hesta sína í einni verslun – sem að ég get ekki beðið eftir að heimsækja næst þegar að ég fer norður…

10552466_251393831721311_5363858672052775958_n

…síðan þeirra á Facebook fangaði strax athygli mína þar sem að þær deildu alls konar skemmtilegum DIY-verkefnum inn áður en búðin opnaði.

Þannig að  “við” fengum að vera memm þegar að þær unnu að því að gera allt reddí…

1654310_252246878302673_4075303616270625229_n

…alls konar mublur málaðar…

10583898_252246961635998_5424783931658819874_n

…gamalt skrifborð breyttist í afgreiðsluborð…

10610779_261559480704746_6630781317548419160_n

…kommóður…

10405419_252478011612893_2790169048047325276_n

…stólar…

10428024_255857431274951_1240836621653921265_n

…og dásemdar fataskápur…

10552656_252477871612907_7146848647737313126_n

…og þessi hérna fannst mér hreint æðislegur…

10610845_252475748279786_3690073678965484654_n

…síðan þegar þær sýndu heimalagaða jólatréð og arininn, þá var farið að ískra ískyggilega í mér…

10612532_255853534608674_2885264879605964026_n

…og öll þessi skemmtilegu smáatriði, eins og að setja svona yndislega límfilmu yfir rafmagnskassann fyrir utan búðina, og þannig er búið að útbúa alveg “ævintýri” strax og þú kemur að búðinni…

10653598_265981103595917_2287085146998221732_n

…þið sjáið bara muninn – þarna er kassinn áður…

1926948_265711990289495_2004473719274073627_n

…og svo eftir – breytir alveg svakalega miklu.  Alltaf gaman að sjá svona hugsað út fyrir kassann, um kassann 🙂 …

10427213_266751090185585_7062978300163609945_n

…og svo inni er hægt að finna endalausar gersemar og yndislegheit – þessi kross er í uppáhaldi hjá mér…

10353046_274508282743199_1457016641716321738_n

…og eigum við að ræða þessi dásemdar krukkuljós….

10499484_251397895054238_8021548817747756326_o

…þarna er einnig að finna þessi hárbönd, bæði á stóra og litla hausa…

10542882_253040478223313_4423092854799698948_n

…aðventukransa….

10593130_251400921720602_602879456367970139_n

…og öllu komið fyrir á svo fallegan hátt…

10639557_266751786852182_1665506057532580040_n

…svo flott fötin frá Volcano…

10603370_251402855053742_8347422323274689376_n

…þessi er geggjaður…

10603429_251400695053958_6591057300197531534_n

…og skartgripahengi…

10606131_251400845053943_6795148270000971046_n

…ég er nokk viss um að það er heilt ævintýri að fara inn í þessa verslun…

10636233_266751563518871_9100055969894942238_n

10653530_266072026920158_7946426843950529929_n

…í það minnsta bera myndirnar það með sér…

10646809_266751253518902_2942916596027423744_n

…því að auk þess að vera full af fallegum vörum, þá er yndislegt að sjá svona mikið af flottum hugmyndum…

1512479_274508522743175_6034345373951209755_n

…nei sko, þarna er verið að kinda 🙂

10665699_266751393518888_5815719432085178503_n

…flott límhjörtu í gluggana…

10672083_269961759864518_3103386244307698720_n

…dásemdar kertastjaki…

10690352_270025649858129_815539498028420011_n

…svo er líka til fleiri týpur. m.a. Fríkirkjan…

10685433_270025636524797_4108434032717362327_n

..þetta finnst mér vera svo töff lausn, jóló en ekki of jóló…

tre 1

…og litlu jólaóróarnir sem hanga á trénu eru alveg æðislegir…

10624642_266751186852242_5539322419711594253_n

…og þar að auki alls konar skart og gersemar…

vorur

…hvað segið þið norðanmeyjar, búnar að kíkja og er ekki æði?? 🙂

10712711_274508502743177_1955785191005471264_n

Facebooksíðan: Systur og Makar

Volcano Design

Krista Design

Allar myndir fengnar af síðu Systra og maka – með leyfi!

7 comments for “Systur og Makar…

  1. Margrét Helga
    09.10.2014 at 10:39

    Vá!! Geggjuð búð 😀 Þarf bráðnauðsynlega að fara þangað næst þegar ég skrepp norður 😉

  2. Svala
    09.10.2014 at 11:02

    Þessi ljós, þessi ljós!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Er þetta DIY eða selt hjá þeim?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.10.2014 at 11:05

      Ég er nokk viss um að þær eru að selja þau 🙂 – sendu bara skilaboð!

  3. Krista
    09.10.2014 at 11:22

    Hæ hæ, takk fyrir æðislega umfjöllun, maður bráðnar bara við svona falleg orð. Við systur og makar erum að kafna úr hamingju yfir litla barninu okkar og elskum að dúllast við búðina. Verði ævinlega velkomnar í heimsókn norður. Varðandi ljósin þá er Krista að selja þau já en aðallega í minni gerðinni. Kemur með snúru og kló og er snúran um 2 m. Hægt að hafa samband á facebook síðu Krista Design 🙂 endilega læka á síðurnar okkar og Volcano Design, alltaf eitthvað nýtt að frétta. Takk Soffía

  4. Jenný
    09.10.2014 at 11:24

    Nú getum við öfundað þær fyrir norðan

  5. Kolbrún
    09.10.2014 at 14:27

    Nú bættist ein skyldan í viðbót við er maður heldur norður það er að segja bætist við ferð í jólahúsið,hlakka til að sjá.

  6. Harpa Hannibals
    09.10.2014 at 16:06

    Vá þvílík dásemd sem þessi búð er…. Verst að þurfa að fara norður yfir heiðar til þeirra. Vildi óska að þessi búð væri í “Borg óttans” En hlakka til að heimsækja þær norður…. :*

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *