Eitthvað gagnlegt…

…því eftir að hafa opnað hug og hjarta í pósti gærdagsins, og hafa fengið svo mikið fallegum orðum, hugsunum og kveðjum frá ykkur, þá koma hér tvö lítil og sæt DIY.

Afar einfalt og ósköp skemmtilegt – og laust við drama – sjúkkit 🙂

14-2014-09-11-115050

…svona stjakar fást í þeim Góða og öllum helstu nytjamörkuðum landsins.  Þeir eru ósköp fallegir svona, en bara pössuðu ekki hérna hjá mér.  En þar sem þeir eru sérlega massífir og þungir, þá ákvað ég að gera eitthvað í málunum, enda á ég varla nema rétt um milljón kertastjaka þannig að mér veitti nú ekki af tveimur til viðbótar…

15-2014-09-11-115051

…ég málaði þá einfaldlega með svörtu kalkmálningunni, frá Föndru og ég notaði líka í rammagerðina um daginn (sjá hér)…

16-2014-09-11-115242

…ég notaði bara venjulegan pensil og alveg svarta málningu…

17-2014-09-11-115255

…þeir þorna og verða mjög fallega mattir og svona skemmtilega grófir…

18-2014-09-11-121557

…síðan er bara að velja þá málningu sem að hentar þínu heimili, og ég notaði við ljósa gráa litinn sem heitir Parisian Grey

2014-09-11-114025

…ég strýk bara lét með pensilnum frá hægri til vinstri, eða öfugt, og þá fer þetta svona gróft á – og engin þörf á að fara yfir með sandpappír.  Þetta kemur svona út bara með penslinum…

20-2014-09-20-123815

…þetta er look-ið sem að hentar mér, þannig að ég er mjög ánægð með þá á eldhúsborðinu…

22-2014-09-20-123830

…og ég verð líka að segja að stundum er gaman að mála en ekki spreyja, því að þeir virka svona eldri og meira rustic við það…

21-2014-09-20-123823

…svartur skín í gegn…

23-2014-09-20-123833

…og þegar þeir eru komnir á borðið, la voila!

24-2014-09-26-185333

C´est le Parisian kertosstjakos ❤

26-2014-09-26-190448

Seinna DIY-ið eruð þið væntanlega búnar að sjá, en það var í nýjasta Home Magazine sem kom út í síðustu viku…

1497691_610669442375948_8746509365675169359_n

…og elsku Raffi fékk að sitja fyrir á myndinni ❤

Stormur ræfillinn var geymdur í bæli á meðan – hann hefur verið bannaður úr myndatökum hjá ljósmyndurum eftir að hann merkti tösku hjá ljósmyndara H&H hérna um árið 😉

07-Fullscreen capture 3.10.2014 164758

…og þar tók ég eina hurð sem ég átti af gömlum skáp…

1-2012-05-28-192237

…og málaði hana með hvítri kalkmálningu…

2-2012-05-29-134017

sagaði niður lista og bætti við, og bjó þannig til litla franska glugga sem að hentuðu fyrir Instagram myndir…

02-2014-09-02-163348

…ég notaði í raun sölu aðferð við að mála rammann, eins og kertastjakana hér fyrir ofan, eða gætti þess bara að beita penslinum létt og að láta málninguna ekki þekja alveg.  Þannig fékkst svona grófur/gamall fílingur og núna stendur þessi elska bara í stofunni og gleður mig…

05-2014-09-30-190124

…enn og aftur takk fyrir fallegu orðin og skilaboðin sem ég fékk frá ykkur í gær.

Þetta átti alls ekki að hljóma eins og uppgjafapóstur, eða ég-er-hætt-póstur, það var bara að mig langaði að heyra hvernig þið voruð að upplifa bloggið.  Hvort þið væruð orðnar leiðar/þreyttar á þessu öllu, eða hvort mér tækist ennþá að halda áhuga ykkar.

Miðað við öll þessi andlegu knús sem ég fékk frá ykkur, þá tel ég að þið séuð sáttar, og fyrir það er ég þakklát!

En til öryggis segi ég það aftur, takk og knús ❤

06-2014-10-01-091254

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Eitthvað gagnlegt…

  1. Gurrý
    08.10.2014 at 08:29

    Þar sem þú kætir mig með skreytinga- og endurröðunarkunnáttu þinni á hverjum degi langar mig að forvitnast aðeins um þetta að mála, kalka eða spreyja kopar. Ég á heilan haug af svona kopardóti sem ég er svo innilega ekki að nenna að pússa. Hvernig helst málningin á þessu? Ég sé bara fyrir mér að það megi ekki anda á þetta þá renni málningin af eða það koma strik í hana. Ég á til dæmis yndislegt fuglapar sem ég er eiginlega með í felum því það er orðið svo ljótt – og nú kveiktirðu alveg í mér að mála það bara í sætum lit og skreyta með því! Er best að fá þessa kalkliti sem þú ert með sjálf í þessu bloggi eða með hverju mælirðu?

    Þinn mjög svo einlægur aðdáandi sem hlakkar til á hverjum degi að kíkja hvort eitthvað nýtt og spennandi er komið á bloggið þitt 🙂

  2. Jenný
    08.10.2014 at 08:41

    Takk fyrir, þú kemur endalaust með nýjar hugmyndir fyrir mig

  3. Ása
    08.10.2014 at 09:07

    Flott hjá þér. Ég er einmitt með kertastjaka sem ég hef hugsað mér að gera eitthvað svona við en langar að spyrja þig, hefurðu prófað að þurrmála* yfir annan lit á svona hlutum?

    *Með þurrmála meina ég: mála hlutinn venjulega, láta þorna og fara svo yfir með annan lit en nánast þurran pensil og busta það svo á (veit ekki hvort þetta skilst). þessi aðferð er mikið notuð t.d. í keramik-málun.

  4. Margrét Helga
    08.10.2014 at 12:41

    Ég fór til höfuðborgarinnar um daginn og spurði manninn minn hvort það væri eitthvað sem ég ætti að gera fyrir hann. Hann svaraði því til að ég ætti ekki að kaupa fleiri kertaílát, það væri til nóg af þeim á heimilinu 😉 Er samt sammála þér Soffía…maður á aldrei nóg af kertastjökum!

    En…flott kertastjaka DIY og auðvitað hitt líka…á bara ekki snjallsíma þannig að ég get ekki nýtt mér þetta instagram dæmi…

  5. Greta
    08.10.2014 at 16:35

    Hm.. hvar ætli mínir kertastjakar séu? Það er langt síðan ég tók þá úr umferð en ég sé að ég þarf að finna þá aftur 🙂
    Koma geðveikt flott út hjá þér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *