Þrír pínu litlir…

…vinir fengu að kúra í töskunni minni á leið heim frá Danmark.  
Svo þegar heim er komið, þá er ekki um annað að ræða en að koma þeim fyrir að ágætis stöðum 🙂
…ég var reyndar með einhverjar pælingar að setja þá inn til litla mannsins, nú eða dömunnar, en í bili þá fá þeir að eiga heima í eldhúsglugganum…

…nú fyrir áhugasama, þá fengust þessi krútt í Bilka, á skid og ingen ting, hohoho…. 

…og þá er öfugsnúna bæjarstæðið mitt svona útlítandi í dag…

…og af því að það er að koma nóv og ég er farin að jólavetrarskreyta þá tók ég græn epli og þess háttar í burtu, setti smá snjó í botninn á kertaluktinni og bara stórt kerti…

..þannig er þetta nú, breytti engu, nema að taka í burtu epli og sítrónur, og setja þess í stað kerti í lukt, og íkorna og snjó á stand – en samt lítur þetta allt öðruvísi út 🙂

…og munið, að þegar að það kemur að jólavetrarskreytingum, þá er snjópokinn besti vinur barnanna!
…á morgun: fyrsta jólaskreytingin, samt svona vetrar líka!
Svo auðveld að allir geta gert hana með lokuð augun – mæli samt frekar með opnum augum, það ber betri árangur 🙂
Hverjar er skotnar í íkornunum mínum?
Hverjar heyra lög með þessum í þessum pósti?
Hefðuð þið tekið þessa vini mína með frá DK, þeir eru afar hljóðlátir (miðað við þessa teiknuðu hér fyrir ofan)  og þurftu ekki að fara í einangrun í Hrísey – sem er kostur! 🙂
Spenntar fyrir jólavetrarskreytingum á morgun, eða of snemmt?
p.s. jájájá, ég veit að þetta er líka hálfgerð vetrarskreyting 😉

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Þrír pínu litlir…

  1. 31.10.2012 at 08:18

    Hehehe nei ég hefði líklega ekki tekið þá með en það er nú bara vegna þess að ég hefði ekki fattað það. Þeir eru voðalega sætir og alveg eitthvað sem ég myndi setja inn til litla Kára mins.

  2. Anonymous
    31.10.2012 at 08:47

    já, já, já …. jóla, jóla …. 😉
    takk Hugrún

  3. Anonymous
    31.10.2012 at 09:00

    Velkomin heim þú skreytióða kona :-)Edda

  4. Anonymous
    31.10.2012 at 09:01

    Hahahaha, einangrun í Hrísey. Einmitt það sem hefði staðið í mér. Hefði þess vegna ekki keypt þá. En mikið ósköp eru þeir mikil krútt. En snjórinn gerir þetta dálítið að jólaskreytingu. Eða kannski að það er smá rauður litur, eða blingið, eða allt þetta samspil. 🙂 Jólajóla er allt of snemmt en samt húrra fyrir því! Er til í að fara að sjá jólaskreytingar.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  5. 31.10.2012 at 09:30

    Já já já við viljum fransbrauð já eða “vetrar skreytingar” hömm hömm, er búin að bíða alveg síðan síðasta “vetur” eftir þessu hahaha
    Miljón þakkir á þig fyrir að vera til og vera AWSOME bloggari ;o)
    Risaþakkir
    Ásthildur Skessuskott

  6. Anonymous
    31.10.2012 at 09:59

    Endilega meira jóla…eða vetrar:) Aldrei of snemmt fyrir svoleiðis!

  7. Anonymous
    31.10.2012 at 10:40

    Jóla…jóla…jóla takk. Já og þeir eru algjör krútt.

  8. Anonymous
    31.10.2012 at 10:42

    Awww eeelska íkorna. Auðvitað áttirðu að taka þá heim og nei það er ekki of fljótt að jólast (bara ekki jólatré og Betlehem strax, en sveppir og snjór er í besta lagi í nóvember…eða lok okt 😉
    Kv. Auður.

  9. Anonymous
    31.10.2012 at 11:22

    Ohh…. Bilka. Þetta eru rosa krútt sem þú fannst þar og þeir koma skemmtilega út á öfuga bakkanum.

    Endilega sýndu okkur vetrarskreytingar.

    Kveðja María

  10. Anonymous
    31.10.2012 at 12:00

    Nehei ekkert of snemmt fyrir jóló ,er sjálf byrjuð að vetrar(jóla)skreyta smá og er alltaf með kveikt á jólailmkerti og skoða blogg með fallega jólaskreyttum heimilium 🙂
    Kveðja Sigga Dóra jólasveinka

  11. Anonymous
    31.10.2012 at 13:11

    Öss elska meira jóla ekki spurning. Þeir eru æði og svo elska ég þessi kertaglös/stjaka líka.
    Sjoppfríður

  12. 31.10.2012 at 16:59

    Ég hefði sko tekið þá með! Ég er að fara til Danmerkur í desember og skelli mér í Bilka og tjékka á þessum félögum… 😉

  13. Anonymous
    31.10.2012 at 23:03

    Æðislega krúttlegir 🙂 en mig langar til að spyrja þig hvar þú fékkst hreindýrahornin þín…ég er einmitt eins,elska dýrin og vill ekki alvöru horn en væri til í svona gerfi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *