…eða bloggara, eða bara almenn pæling.
Í fjögur ár hef ég bloggað á netinu, opinberað heimilið að mestu leyti og mig upp að vissu marki. Við búum á litlu landi og ég átti aldrei von á því að sá fjöldi sem kemur hingað inn núorðið, myndi nokkru sinni koma í heimsókn.
Eins og svo margir, þá hef ég fylgst með Young House Love í mörg ár, og ég varð mjög hissa þegar ég las um ákvörðun þeirra um að stoppa að blogga (tímabundið vonandi) og bíð frétta af því hvort og hvenær þau snúa aftur. Þetta vakti mig samt til umhugsunnar um bloggið mitt, og hvernig það er og kemur ykkur fyrir sjónir.
Ég hef alltaf skrifað frá hjartanu, skrifað um það sem heillar mig og kætir.
Ég hef gerst persónuleg, upp að vissu marki, en reyni þó að gæta þess að opinbera ekki alla fjölskyldumeðlimi um of.
Þegar að dóttir mín byrjaði í skóla, þá dró ég úr “persónulegum” póstum um hana – sýndi bara frá skreytingum í afmælunum, og nokkrar ljósmyndir. Áður hafði ég sýnt frá hinu og þessu, eins og vinkonuafmæli, en ég vildi ekki gera þetta lengur. Eins tala ég ekki um fjölskyldumeðlimi með nafni, þó það sé ekki erfitt að finna svoleiðis upplýsingar út, heldur tala ég með húsbandið/eiginmanninn, dömuna og litla manninn. Þetta er svona til þess að halda þeim aðeins frá, gefa þeim meira “prívat”.
Þrátt fyrir að tala um hitt og þetta, þá er að sjálfsögðu ekki nema brot af lífinu sem að ratar hingað inn. Nánast allar breytingar sem verða innanhúss kom hingað inn, en hins vegar bara brot af lífinu sjálfu.
Ég hef lesið gagnrýni á mig, og á bloggið, að það sé alltaf eins, að ég sé alltaf bara að spreyja hitt og þetta, og þess háttar. Að mestu leyti þá læt ég þetta sem vind um eyru þjóta, og held áfram að marsera eftir minni trommu. Þó ég verði auðvitað að viðurkenna að það er alltaf smá broddur sem situr eftir þegar að einhver stingur, það er bara mannlegt.
Ég upplifi mig ekki sem “mainstream”, ég verð að viðurkenna að mér finnst oft eins og ég sé óttalega mikill einmanna sauður sem að hefur villst frá hjörðinni. Að ég sé ekki ein af “klíkunni”. Samt finnst mér ég hafa afrekað svolítið merkilegt á þessum tíma, og það er að hafa safnað að mér þeim hóp lesenda sem ég “á”.
Að hópur kvenna (því þetta er að mestu leyti konur) séu að sameinast um áhugamálið sitt, sem er fegrun heimilis en þó hver með sínum brag, og að hvetja hvor aðra til dáða. Veita ráðleggingar og hjálpast að, þetta finnst mér vera alveg ótrúlega skemmtilegt og bara dásamlegt.
Skreytum Hús-hópurinn sem hefur orðið til inni á Facebook er svakalega öflug og skemmtileg eining, og endalaust gaman að fylgjast með ykkur öllum þar. Ég velti því stundum fyrir mér hvort að ég sé ekki bara orðin “óþörf” þar sem að svona margar sniðugar konur eru komnar fram og deila með okkur hinum því sem þær bralla.
Ég held í það minnsta áfram að brasa, eins og ég hef gert undan farin ár, og framundan er hitt og þetta spennandi sem við ætlum að gera hérna innanhús. Í það minnsta vona ég að ykkur eigi eftir að finnast gaman að fylgjast með 🙂 Ég held áfram að sýna ykkur þá hluti sem mér finnast fallegir, að dáðst að hinu og þessu, og bara almennt að vera ég.
Ég held áfram að gera þetta á meðan það gleður mig, því ég held að það sé enginn sem er neyddur hingað inn – í það minnsta yrði ég mjög hissa ef svo væri, og endilega látið mig vita ef einhver er að neyða ykkur að lesa bloggið – mamma hætt´essu strax!
Ég hef nokkrum sinnum spurt hvað þið viljið sjá meira af, minna af og þess háttar. Oftast er sagt DIY-verkefni og fyrir/eftir, og ég ætla að sýna ykkur svoleiðis áfram. En ég geri þetta svona eftir því sem að andinn blæs mér í brjóst, það hefur virkað langbest fyrir mig í fortíðinni og vonandi heldur áfram að virka þannig um ókomna tíð.
Finnst ykkur þetta of persónulegt, ekki nógu persónulegt, of einsleitt?
Takk fyrir að lesa og þið megið alveg láta heyra í ykkur hérna fyrir neðan, ef þið hafið einhverjar hugsanir og pælingar varðandi bloggið eða mig.
ykkar
Soffia/Dossa
Elsku Soofía.
Mér finnst svo endalaust gaman og yndislegt að skoða bloggið þitt og myndirnar sem þú setur inn, þær kveikja hjá manni endalausar hugmyndir og langanir til að gera ýmislegt. Heimili þitt virkar eins og ævintýraveröld miðað við myndirnar 🙂
Endilega haltu áfram á sömu braut, finnst líka yndislegt hvað þú ert einlæg og persónuleg í blogginu þínu.
Kær kveðja og kærar þakkir 🙂
Lauga
Dossa þú ert frábær, ég kíki inn á bloggið þitt daglega og fæ alltaf skemmtilegar hugmyndir 🙂
Þú ert bara æði og bloggið þitt er æðis, kem hingað á hverjum degi 🙂
Kæra Soffía
Hingað kíki ég í heimsókn daglega og dáðst að því sem þú ert að vinna að hverju sinni. Takk fyrir frábær skrif og ennþà fallegri myndir. Þú gefur lífinu lit og Meira en það!
Úff…í smá stund hélt ég að þú ætlaðir að koma með sömu tilkynningu og Young House Love en sem betur fer var það nú ekki. Ég byrjaði einmitt að fylgjast með blogginu þeirra í gegnum þessa síðu og fannst/finnst þau æði, en skil vel að þetta hafi verið orðið svolítið mikið enda var þetta þeirra aðalvinna ef ég hef skilið þau rétt.
En…hættu að hlusta á þessar neikvæðniraddir um að þú gerir ekkert annað en að spreyja og eitthvað svoleiðis. Einhverra hluta vegna ertu með alla þessa fylgjendur og ég get lofað þér því að það er ekki bara af því að mamma þín er að snúa upp á hendurnar á öllu þessu fólki…hún hefði þá ekki tíma til neins annars, alltaf að fara í einhverjar ferðir út á land (því það er náttúrulega hellingur af dreifbýlistúttum sem lesa bloggið þitt) og svoleiðis.
Ef ég tala bara út frá mér, þar sem ég get auðvitað ekki talað fyrir alla(r) hina(r) sem fylgjast með blogginu þínu, þá finnst mér frábært að koma hingað inn og fá hugmyndir og skoða allar þær geggjuðu hugmyndir sem þú færð en ég efast um að ég myndi koma svona oft hingað inn ef þú værir ekki svona skemmtilegur penni. Það er náttúrulega fullt af hugmyndum á Pinterest og alls staðar annars staðar, en þar vantar húmorinn og þinn yndislega persónuleika sem skín í gegnum skrifin þín.
Já og ekki láta þér detta í hug að þú sért óþörf í Skreytum-Hús hópnum á fésinu…í mínum huga ert þú Mafíósinn sem heldur Skreytum Hús mafíunni saman. Hinn eini sanni Don…eða Donna…sem kannski skýrir áhuga þinn á Maríustyttum…er hún ekki kölluð Madonna?? Það er svoooo greinilega stytting á MafíuDonna sem er Soffía. Og til að löggan fari ekki að rannsaka þessa starfsemi þá breyttirðu gælunafninu þínu í Dossa :p En nei, nú er ég farin að rugla…En það sem ég vildi segja að ég persónulega kíki alltaf eftir því (ef að það er einhver að spyrja um breytiráð, röðunarráð eða eitthvað svoleiðis) hvort að þú sért búin að kommenta þar sem ég hef bullandi trú á því sem þú segir og hugmyndum þínum.
Haltu áfram nákvæmlega eins og þú ert því þú ert algjörlega frábær!!!
Knús úr sveitinni
Elska bloggið þitt. Les það á hverjum degi.
Kæra mín.
Mér finnst svo gaman að koma hér við á hverjum degi til að lesa þín góðu skrif og skoða fallegu myndirnar þínar. Það eru margar hugmyndir sem ég hef fengið að “láni” hjá þér. Ótrúlega margt sem þú hefur kennt mér og líka ýmislegt sem ég hef verið að gera svipað og séð að ég er ekki “alveg ein í heiminum”… :Þú verður aldrei óþörf sama hvað aðrir eru að gera!
Ég les þetta reglulega og sé alltaf eitthvað sem gleður mig. Takk fyrir að leyfa mér að njóta með þér ég hlakka til að fylgjast áfram með þér og gangi þér vel .Kv Kristín
Ég er nú svona laumulesari, kíki en skil ekki eftir mig spor 😉 En ákvað að gera það núna svo að þú sjáir hverjir eru að koma hérna inn. Haltu bara áfram að gera það sem þú vilt. Ég kem reglulega hingað inn og þú hefur alveg opnað augu mín fyrir ýmsu sem ég get gert hérna heima hjá mér þó við séum með ólíkan stíl. það er bara gaman að fá að njóta ímyndunaraflsins þíns 🙂 Og svo finnst mér líka gaman að skoða blogg sem þú skoðar og fá enn fleiri hugmyndir.
Bk. Vilborg
Þú ert ekki villuráfandi rolla heldur ert þú forrystusauður! 😉 Hafðu bloggið þitt nákvæmlega eins og þú hefur haft það, ég kíki á það daglega.
Kæra Soffía mér finnst bloggið þitt æðislegt og eins og þú segir svona passlega persónulegt lætur ekki of mikið uppi en leyfir okkur samt að skyggnast aðeins inn í þinn heim. Hugmyndirnar sem ég hef fengið út frá þinni síðu eru endalaust margar og alltaf eithvað nýtt að sjá. Þú hefðir ekki þennan stóra hóp sem fylgir þér ef þetta væri alltaf sama tuggan svo endilega hristu þessar raddir af þér og haltu ótrauð áfram. Þú ert svo langt frá því að vera óþörf. Takk enn og aftur fyrir frábæra síðu.
Elsku Dossa mín, þú veist hvað ég elska þig og bloggið þitt mikið. Ekki láta þér detta í hug að þú sért of-eitthvað eða óþörf. Það eru nú nokkrir (eða nokkrar) sem reyna að vera þú en það kemst enginn með tærnar þar sem þú ert með hælana (eða spraybrúsann) <3 KNÚSSSSSSSS
Takk fyrir að deila með okkur því sem þú ert að gera, það er virkilega gaman að lesa bloggið þitt. Þú segir svo skemmtilega frá og gefur af þér, hafðu ekki áhyggjur af gagnrýni ef hún er ekki uppbyggileg þá er það barasta öfund sem rekur fólk áfram. Það er alltaf gott að fá feedback hvort að lesendum líki það sem maður gerir og allir fylgjendur síðunnar hljóta að vera nokkuð góð vísbending 🙂
Mér finnst bloggið þitt æðislegt og kem inn á hverjum degi. Ég fæ alltaf nýjar og nýjar hugmyndir og er alltaf að sjá eitthvað fallegt hjá þér! Alls ekki hætta að skrifa 🙂
Sæl Soffía 🙂 fylgist með á hverjum einasta degi og finnst yndislegt að geta fylgst með öllum þeim frábæru hugmyndum sem þú færð og framkvæmir . Ekki vera að hlusta á eitthvað neikvætt það eru örugglega bara ein eða tvær en við hinar (hin) erum svo miklu miklu fleiri sem fynnst þú bara frábær eins og þú ert og bloggið þitt æði segi bara enn og aftur takk fyrir allt það frábæra efni sem þú setur hér inn 🙂
Hæ Soffía. Ég held ég hafi nú aldrei kommentað áður, en fannst ég verða að gera það núna. Ég kem alltaf inn á bloggið þitt, örugglega daglega, þrátt fyrir að við séum með gjörólíkan smekk. Mér finnst bara svo gaman að sjá hvað þú ert hugmyndarík og sniðug, hvort sem það sé með spreybrúsa eða án.
Þannig að. Ef ég væri þú myndi ég halda áfram á nákvæmlega sömu braut. Gefa fólkinu mínu tækifæri á að njóta smá einkalífsverndar en halda áfram að sýna okkur hvað þú gerir margt fallegt fyrir þau.
Sæl. Haltu þínu striki og ekki hlusta á neinar neikvæðisraddir. Bloggið þitt er frábært eins og það er. Les á hverjum degi. Finnst ótrúlegt hvað þú ert dugleg að setja alltaf nýtt efni inn og halda því áhugaverðu.
Hæ Soffía, ég er kannski enginn top commenter en ég kommenta jú oft og hef lesið bloggið þitt frá A-Ö. Ég fann bloggið þitt fyrir kannski tveimur árum síðan að kvöldi til í gegnum google og það sama kvöld og fram á nótt las ég hverja EINUSTU færslu sem þú hafðir skrifað frá því bloggið var stofnað og það var eins og að enda góða bók þegar ég var búin að lesa seinasta póstinn!!
Að mínu mati átt þú fallegasta heimili sem ég hef séð þó ég hafi nú aldrei komið þar inn “in the flesh” 😉 og tvímælalaust heldurðu úti skemmtilegasta bloggi á Íslandi í dag. Engin spurning. Þú ert bæði afbragðsgóður penni og hver póstur gefur fegurð í hjartað og svo margar ótrúlega góðar hugmyndir hafa komið frá þér.
Þú átt stóran og dyggan lesendahóp sem ELSKAR það sem þú ert að gera og það er ástæða fyrir því. 🙂
Mér finnst fullkomlega skiljanlegt að þú viljir ekki opinbera líf þitt 100 % , enda er það ekki eitthvað sem mér finnst að fólk eigi að gera hvorki á facebook eða á bloggsíðum. Smá innsýn er þó eitthvað sem allir hafa gaman af enda áttu fallega og hamingjusama fjölskyldu.
Skreytum hús grúbban væri ekki til nema það væri fyrir þig. Þar eru margar klárar konur (og karlar) með góð ráð og frábærar hugmyndir en þar inni ert þú líka ómetanleg sem og hér.
Og varðandi þessar neikvæðnisraddir… Það þarf ekki alltaf að finna upp fjandans hjólið. Það sem VIÐ höfum gaman af er að sjá fegurðina fæðast í jafnvel hinum einföldustu hlutum. Hvort sem það er smá sprey, glæný uppröðun eða heilt herbergi sem fær make-over, það skiptir ekki máli. We love it.
Í stuttu máli.. haltu áfram að vera samkvæm sjálfri þér og gera þína góðu hluti. Þú gerir daginn skemmtilegri!!
Bestu kveðjur að norðan 🙂
Nei, nei neiiiiii þú mátt aldrei hætta, er orðin háð því að kíkja á bloggið þitt. Þú er bara svo hrikalega skemmtilegur penni með frábærar hugmyndir og fallegar myndir. Alveg eins og ein nafna mín sagði svo skemmtilega hér fyrir ofan að þá ert þú bara hin eina sanna MafíuDonna sem heldur grúppunni saman, þú ert límið, þú ert…. hmmm já þú skilur. Það sem mér finnst skemmtilegast er einmitt hvað þú ert mikill snillingur þegar kemur að því að breyta hlutum og endurnýta, og ENGINN er betri en þú í að handfjatla spraybrúsann!
Ég elska bloggið þitt, þú ert svo fyndin og skemmtileg og klár og veitir manni svo mikið af hugmyndum 🙂
Þú ert yndi og dagurinn skemmtilegri þegar maður les bloggið þitt
Kæra Soffía,
Þú ert alveg á réttri hillu.. svooo gaman að kíkja við hjá þér fá hugmyndir og fréttir af því sem er að koma inn nýtt í búðunum í kringum okkur og líka út í hinum stóra heimi. Búin að fylgjast með blogginu þínu nánast frá byrjun og finnst alltaf skemmtilegt að kíkja á þig 🙂 Takk kærlega fyrir framtakið 🙂 bestu kveðjur Ingunn
Ekki hætta að blogga, les þetta daglega þó að ég kommenti sjaldan, finnst þú frábær eins og þú ert.
Finnst alltaf kósý og heimilislegt að kíkja hingað inn.
Love it 🙂
Ég elska þetta blogg 🙂
Ég fíla endurbæturnar á gamla “draslinu” og allar hugmyndirnar sem þú færð, þú hefur oftar en einu sinni veitt mér innblástur til að fegra mitt heimili, takk fyrir það 🙂
Elsku besta Dossa skreytingasystir,
það er dásamlegt að kíkja í blogginnlit til þín á hverjum degi með góðan kaffibolla í hönd, fylgjast með hvað er um að vera hjá þér og þinni fjölskyldu í hversdagslífinu þó að það þurfi ekki að vera neitt meira persónulegra en þú hefur það í dag. Gaman að sjá hvað þú ert að bralla með því að breyta, bæta og fegra þitt fallega heimili.
Skreytum hús síðan er mömmubloggið og afkvæmið er svo Skreytum hús hópurinn á facebook þar sem aðrir skreytarar koma saman og deila sínum hugmyndum, visku og ráðum.
Vonandi fæ ég að fylgjast áfram með Dossu skreytingasystur ; )
Kveðja Magga
Mér finnst mjög gaman að fylgjast með blogginu þínu og fá góðar hugmyndir. Ég er með svipaðan smekk og þú hefur oft veitt mér innblátur. Þannig endilega haltu áfram á sömu braut 🙂
Dásamlegt blogg í máli og myndum og þú ert alltaf að breyta og bæta 🙂 Ég fæ aldrei leið á því að kíkja hingað inn enda er bloggið þitt endalaus uppspretta hugmynda 🙂 Haltu áfram að vera þú sjálf og deila með okkur þína fallega heimili. Takk fyrir mig!
Sæl Soffía
Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei lesið Younghouselove fyrr en þú bentir núna á það. Ég byrjaði á að lesa færsluna þeirra þar sem þau tilkynna að þau séu hætt, svona til að sjá hvað kom þér á þennan stað 🙂
Það er enginn sem getur verið allra, það er alveg ljóst, hvorki í kjötheimum né í netheimum og ætli maður sér að vera í netheimum þar sem mun fleiri raddir hljóma er eins gott að vera með þykkan skráp því það er oft þannig að leiðindaraddirnar hljóma hærra en hinar.
Það að eiga orðið 10.000 aðdáendur eða “viðlíkjendur” á 4 árum er afrek. Það er flott og það eru ekki margir sem geta leikið það eftir. Bara það eitt ætti að segja þér að þú sért að gera eitthvað rétt og hafir verið að gera eitthvað rétt.
Hvað mér finnst, af því að þú spyrð nú að því, þá myndi ég taka mið af því sem YHL sagði og virðist hafa verið sneið til þeirra í kommentunum, að hafa auglýsingar og spons uppi á borðum. Vera heiðarleg þannig að það leiki enginn vafi á því að þegar eða ef þú ert styrkt um hluti eða bloggar um stað að lesendurnir þínir viti það. Þannig held ég að þú getir haldið traustinu sem þú hefur áfram. Lesendurnir efast þá aldrei um það sem þeir eru að lesa og vita hvar þeir hafa þig.
Hvað varðar persónur og leikendur 🙂
Það sem snýr að þér og fjölskyldunni þinni þá finnst mér ofsalega gaman að húsbandinu og litla manninum ásamt dömunni. Ég skil vel að þú reynir að halda þeim fyrir utan sviðsljósið og ég myndi gera það áfram. Ég held að lesendur (alla vega ég) séu ekki að lesa bloggið upp til agna vegna þeirra heldur vegna þín og þess sem þú ert að gera.
Ég hef sagt það áður í kommenti til þín og segi þér það bara einu sinni enn að ég tel að lykillinn að velgengninni snúist um ódýrar lausnir og fallegt heimili. Þú nærð til fjöldans af því að hann getur gert það sem þú ert að gera án þess að þurfa lán í banka.
Stundum ertu að gera eitthvað sem við getum ekki leikið eftir af því að hlutirnir eru úr þeim Góða en það er líka allt í lagi, það kennir okkur að nýta og endurvinna sem er bara jákvætt.
Ég myndi sakna þess ef þú hyrfir úr bloggheimunum. Þetta er eina bloggið sem ég les daglega (og les reyndar yfirhöfuð). Þú ert orsökin fyrir notalegu heimili hjá mér og endalausum ferðum í Góða.
Ég sendi þér hlýja strauma og smá efni í þykkari skráp.
ÞÚ ROKKAR!
lúv, Lilja
Ég kíki hingað inn daglega og hef fengið margar hugmyndir hér, vona að þú haldir áfram með bloggið. Annars er ég bara alveg sammála síðasta ræðumanni (Lilju) og sendi þér líka hlýja strauma og meira efni í skrápinn.
Sæl Soffía. Skrifin þín eru falleg og það skýn út úr þeim svo mikil hlýja og einlægni. Þú gefur mér svo margar og fallegar hugmyndir og fyrir þín skrif og myndir er ég farinn að leita að allkonar dóti í búðum og á mörkuðum og fann í dag litla kertalugt sem leit illa út en fékk hana á 500 kr , búin að þrífa hana, taka glerið úr henni og ætla að spreyja hana gylta á lit ( í fyrsta skipti sem ég geri svona nokkuð) keypti 2 glærar svansskálar sem mér vantar hugmyndir fyrir, þökk sé þínum fallegu hugmyndum, ekki hætta að skrifa og sýna okkur þínar hugmyndir.Reindu að láta neihvæðar raddir fram hjá þér fara,
Kæra Soffía
Haltu áfram þínu striki og láttu ekki einhverja neikvæðnispúka út í bæ hafa áhrif á það sem þú ert að gera. Ég kíki hér inn annað slagið og hef alltaf jafn gamað að.
Hafðu kæra þökk fyrir.
Haltu áfram að blogga, ég les það á hverju degi og finnst það æðislegt 🙂
Frábært blogg – kíki oft hér inn en aldrei kommentað.
Bestu þakkir fyrir að deila þessu með okkur hinum.
Ég kíki á bloggið þitt á hverjum degi – það er orðið hluti af mínum degi. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera. Eins og Lilja sagði hér að ofan þá kemur þú oft með ódýrar lausnir sem við hin getum nýtt til að gera fallegra í kringum okkur. Mér þætti gaman að sjá fleiri sem gætu haldið út bloggi eins og þú og sett inn færslur fimm daga vikunnar eða oftar. Það er meira en að segja það 😉
Ég hef alltaf haft áhuga á að skoða heimilisblogg og blöð og bloggið þitt kveikti áhugann hjá mér á að byrja að blogga sjálf (aðallega fyrir sjálfa mig). Ég lít á þetta sem nýja áhugamálið mitt!
Takk fyrir frábæra pósta Dossa og haltu áfram að gleðja okkur hin 😉
Kær kveðja,
Vilborg
Í eigingirni minni ætla ég rétt að vona að þú farir nú ekki að apa það upp eftir “Young House Love” að hætta að blogga!! Finnst bloggið þitt frábært og þú skemmtilegur penni. Rauk næstum því á þig í IKEA í sumar, en ákvað svo að leyfa þér að vera í friði eins og öðrum stórstjörnum. TAKK fyrir mig 😀
Elsku besta Soffía
Það er ómetanlegt að fà að fylgjast með þvi sem þu ert að gera 🙂 og ég er algjörlega háð blogginu þínu ! Eg er svo samàla ollu sem hefur verið skrifað hér à undan og endilega haltu àfram à sömu braut. Ég fyllist alltaf löngun til að fara að gera nýja skemmtilega og ævintýralega hluti þegar ég er búin að lesa frà þér bloggið, skoða myndir og hugmyndir frà þér 🙂
Takk fyrir að vera eins og þú ert og ég hlakka til að halda àfram að fylgjast með þér og geta leitað til þín !
Kær kveðja Maria
Kæra Soffía,
Að kíkja á bloggið þitt er fyrir löngu orðinn hluti af minni morgunrútinu og vona ég að þú haldir áfram að koma með frábær blogg 🙂 Ég hef fylgst með blogginu þínu í langan tíma og finnst það bara verða betra og betra! Elska öll þessi DIY, fyrir&eftir og skemmtilegu innlitin þín í verslanir landsins. Haltu áfram að vera svona einlæg og yndisleg 🙂
Þúsund þakkir fyrir yndislegt blogg! Ég held að ég sé búin að lesa allar færslurnar en er bara nýlega farin að “þora” að skilja eftir skilaboð.
Ekki hlusta á nokkrar neikvæðar raddir, lestu öll skilaboðin hér að ofan sem eru greinilega skrifuð af þínum dyggu lesendum sem kunna að meta skrifin.
Bestu kveðjur,
Greta
P.S ég hef mætt þér á förnum vegi og var næstum búin að heilsa þér 😉
Þú átt eitt flottasta heimili sem ég hef “séð”.
Ég hef mikla ánægju af blogginu þínu því það er svo mannlegt, það sem þú breytir og bætir eru allt hlutir sem við hinar getum líka gert, þú ert ein af okkur. Þú mátt mín vegna spreyja enn meira eða hvað annað sem þér dettur í huga að gera, ég held áfram að fylgjast með svo lengi sem þú leyfir okkur það.
PS
Ekki hlusta á þessar örfáu illgjörnu öfundarraddir heldur á okkur fylgjendur sem fá bæði ánægju og innblástur af blogginu þínu
kveðja
annar forfallinn DIYisti og safnari
Ég elska bloggið þitt og skoða það á hverjum degi 🙂
Verð að bæta við. Ég vildi að Hús og Híbýli tækju þig aðeins til fyrirmyndar. Þinn still er miklu áhugaverðari en þessi endalausi “design still” er orðin svo leið á honum, alltaf það sama. Vantar allan hlýleika! Þú ættir að fá pláss í blaðinu til að brjóta það aðeins upp. Bara tillaga! 😉
ég verð að styðja þessa tillögu hennar nöfnu minnar þarna 😀 Þú átt að fá stórt pláss í H&H 😉
Mér finnst þetta bara allt saman huggulegt, er ekki alltaf sammála en það er svo skemmtilegt…….og að sjá annan vinkil á hinu og þessu. Ég kíki reglulega hér inn og hef gaman af. Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum.
Það sést langar leiðir að þú ert að gera það sem þú gerir af fullkominni einlægni og það hefur þú fram yfir marga aðra bloggara. Þeim sem finnst þú alltaf vera að gera bara sömu hlutina og spreyja, þeir hafa bara ekki nógu mikinn áhuga á þessu, þannig er það bara. Ég segi að heimilið er langt ferli og það er aldrei tilbúið, þá væri það orðið að safni og það viljum við ekki 🙂
Er búin að fylgjast með frá upphafi og alltaf jafn gaman. Carry on ! 🙂
Elsku Soffía.
Nú varð ég að skilja eftir mig skref á netinu. Það er nærri því ólýsanleg tilfinning sem ég fæ þegar ég les færslurnar frá þér en ég get svo sem reynt að útskýra mál mitt frekar :
Mig langar undantekningalaust að rjúka heim úr vinnu og kveikja á kertum og gera meira kósý í kringum mig og mína nánustu.
Hjarta mitt stækkar um nokkur númer vegna þess að það sem kemur frá þér í orðum og hvað þá í myndum er svo fallegt.
Þú ert svo mörgum fyrirmynd í því að gera heiminn og heimili okkar fegurri.
Keep on going girl 😉
Sæl Soffía.
Mér finnst gaman að lesa bloggið þitt, vildi óska að ég hefði þína útsjónarsemi og gaman að lýta aðeins inn í þinn heim. Ég er á þeirri skoðun að fólk á að gera það sem veitir því ánægju í lífinu. Ég er mjög ánægð í mínu starfi og það er alltaf gaman að fara í vinnuna og finnst mér það forréttindi, sem allir ættu að hafa. þú hefur yndi af skrifunum og finnst gaman að deila með okkur lesendum.
Þú værir ekki með yfir 10 þúsund fylgjendur nema af því að lesendum finnst gaman að lesa bloggið þitt.
Endilega haltu áfram að deila með okkur 🙂
Bestu kveðjur til þín.
Ég fór án gríns að gráta þegar YHL parið mitt ákvað að fara í pásu, þó ég skilji þau vel því vá ó vá hvað sumt fólk var ljótt í kommentkerfinu hjá þeim og svo er það bara stundum að “something gotta give”. Benita Larsson ákvað líka að hætta en heldur út instagram síðu sem er gaman að fylgjast með. en maður minn hvað maður tengist miklum böndum við manneskjur sem maður hefur aldrei hitt en finnst eins og það séu vinir mans…
Þegar/Ef (vonandi aldrei samt) þú ákveður að hætta þá mun ég líka pottþétt fara að gráta! 😉 en ég skal líka skilja það að þetta tekur tíma og orku og eflaust ekki endalaust hægt að halda áfram og finnast þetta æði sjálfri. Þannig að farðu bara á eigin hraða, ef þig langar að fækka póstum þá gerir þú það.. því við erum hér því við hrifumst af þér og með þér inn í þennan skemmtilega DIY heim með dass af skreytingar gleði.
Er svo sammála mörgum sem á undan skrifa.. er búin að lesa nokkur komment og verð að segja að mig vantar “like” takka undir gestakommentin svo ég geti tekið undir þau 😉
Knús í hús!
(vá þetta átti ekki að vera svona langt)
Hæ Soffía, haltu bara þínu striki og skrifaðu eins mikið eða lítið og þú vilt. Það er æðislega gaman að lesa bloggið þitt, þú ert svo frjó og skemmtileg og heimilið yndislega fallegt.
Bestu kveðjur frá rigningunni í London, Þóra x
Ég kommenta nú ekki oft en smelli stundum læki af og til. Bloggið þitt er skemmtilegt og einlægt og fullt af hugmyndum fyrir okkur hinar. Kíki oft á sömu færslurnar og myndirnar og deili gjarnan með mínum vinum einhverju skemmtilegu af síðunni þinni 🙂
Ég elska bloggið þitt nákvæmlega eins og það er. Held ég hafi aldrei kommentað hér inni, en kem í heimsókn nánast á hverjum degi. Ef ég missi daga úr ligg ég yfir öllu sem birst hefur síðan ég kíkti síðast. Síðan þín gefur mér mikinn innblástur, þú hefur gefið mér fjöldann allan af frábærum hugmyndum. Takk fyrir mig, og haltu áfram á sömu braut 🙂
Ég elska bloggið þitt 🙂
Finnst gaman að lesa það sem þú skrifar og skoða myndir. Það kom mér á óvart að einhver ” stingi ” – en fólk getur verið svo óvægið sama hver á í hlut, það er eins og sumir bara nærist á því að vera leiðinlegir við aðra. Èg kíki ekki á hverjum degi – en síðan þín er svo sannarlega ofarlega í netrúntinum mínum 🙂
Satt að segja finnst mér bloggið þitt eitt af fáum svona bloggum hér á landi sem er ekki einsleitt. Það er einlægt, fyndið og fullt af hugmyndum en ekki bara copy paste af linkum af einhverjum húsum út í heimi. Vinsældir gefa oft af sér öfund og ég held að það sé kannski málið með “klíkuna” sem þú talar um. Haltu bara áfram ef þig langar því þetta er þitt blogg og þú átt bara að hafa það eins og þú vilt.
Kveðja
Fylgjaandi frá byrjun
Elska að lesa bloggin þín, þau eru á favorites listanum í tölvunni 🙂 Góða hirðis bloggin og Diy eru í uppáhaldi og fyrir og eftir póstarnir. Leita líka reglulega á síðunni eftir hugmyndum ❤️