…elskurnar mínar! Sjúbbbííí, það má nú segja að vetrarskreytingar verði alls ráðandi á næstunni! Hvers vegna? Af því að ég er bara svona klikk 🙂
Þetta er uppáhalds árstíminn minn sem að framundan er, og ég vonast til þess að geta deilt þessu með ykkur og vonandi smitað ykkur smá af skreytigleði og jólavetrarstemmingu.
Ég hef einhvern tímann minnst á ást mína á glerkrukkum, og hreindýrum og ýmsu þess háttar. Ekki satt? Síðan um daginn sendi hún sálusystir mín mér mynd og það skipti engum togum, ég varð bara að byrja strax – enda séð ýmsar útfærslur af þessu í gegnum tíðina…
http://www.romantichome.blogspot.com/ |
Hvað þarf í þetta?
Fyrst af öllu þarf krukku, vasa eða annað glært ílát…
…ég skundaði síðað bara út og klippti smá grein af einu trénu í jurassic garðinum mínum…
…síðan voru til þessi dásamlegu hreindýr, jú ég lýg ekki, Bambi litli og pabbi hans ( mamman hefur ekki sést síðan að Disney teiknimyndin var frumsýnd 1940ogeitthvað – langt húsmæðraorlof?)…
…síðan fer allt saman í krukkuna…
…besti vinurinn í nóvember og desember er poki af gervisnjó, fæst t.d. í Blómavali og alls staðar.
En til þess að gervisnjórinn standist gæðapróf, þá þarf að eiga svona glimmer! Ahhhhhhh, glimmer – elsk´ann 🙂 Þessi glimmer er fallegastur að mínu mati, hvítur á lit og sindrar eins og alvöru snjór…
..síðan sáldraru bara snjó yfir skreytinguna…
…gott er að bleyta aðeins dýrin, eða það sem þú vilt nota, og þá festist snjórinn á hlutinum og helst líka þegar að vatnið þornar…
…og svo þegar að búið er að glimra þá gerist þetta,
lítið snjóglimmerkraftaverk!
Sjáið þið muninn?
Snjórinn “lifnar” við og verður svoooo endalaust fallegur…
…síðan, af því að ég heimsótti Danaveldi, þá fór ég auðvitað í Bahne!
Þar fékk ég þessi líka yndislegu kertaglös sem að heilluðu mig alveg upp úr skónum, og ég var meira að segja í háum stígvélum…
…þrjú glös, hvert öðru fallegra…
…í tveimur stærðum…
…og auðvitað keypti ég mér poka af könglum í Bilka – gera það ekki allir þegar þeir fara útlendis?
…og þegar allt er samankomið, þá er útkoman svona:
…setti lítinn íkorna í minni krukkuna…
…og svo stærri krukkan…
…og kertaglösin komin á sinn stað…
…setti síðan smá snjó yfir bakkann og dreifði nokkrum könglum á milli kertastjakanna…
…en glösin er falleg, ekki satt?
…mér finnst vera sniðugt við svona skreytingar, er að krakkarnir hafa svo gaman af þeim!
Þeim finnst svo gaman að sjá dýrin og litli kallinn varð t.d. mjög spenntur fyrir þessu öllu…
…og smá yfirlit yfir allann bakkann!
…og svo í rökkurró…
…þá nýtur fegurð glasanna sín enn betur…
…og það besta við að skreyta í bakka, það er svo auðvelt að kippa þeim af borðinu þegar að það þarf að leggja á borð eða nota borðið í eitthvað annað = win/win 🙂
Spilun eða bilun?
Á að stökkva inn í barnaherbergi og stela smáfígúrum og nota í skreytingar?
T.d. gæti Spiderman verið alveg dásamlega sætur í krukku með smá glimmer á hausnum! 🙂
Ef einhverjar ákveða að gera svona þá megið þið alveg deila með mér myndunum,
mér þætti það bara æði!
p.s. hverjar ööööööölska kertaglösin mín! Eru þau ekki bjútífúlust í heimi?
Þessi kertaglös eru gordjöss 🙂
Kolla
Ég öööööölllllska þetta bara frá a-ö, ekki bara kertaglösin!!! Gaman að sjá að það eru til fleiri jólasjúklingar en ég 🙂 Þú ert æði!
Kv Hrafnhildur
Þetta er gordjöss hjá þér og þú algjör æðibiti, ég verð að eignast svona krukkur á fæti það er algjört möst, hvar fékkst þú þínar?
Kv. Kristjana
Mikið er þetta fallegt 😀
Kv. Þóra Björk
Krúttleg knús handa ykkur öllum 🙂
Kristjana, krukkurnar eru úr Púkó og Smart!
Jólahvað þetta er yndislegt……takk fyrir að gefa svona gleðisprengju inn í daginn.Ekki verra að minna á að styttist óðum í jólin og nú fer tíminn að líða á ógnarhraða.Eiðgu góðan dag.Kv Birgitta.
Dásamlegt alveg. En þessi kertaglös, hmmmmmmm, ég held að þú hafi keypt þau handa mér, var það ekki. Skilaðu þeim bara núna, þá verður ekkert vesen 😉
Kveðja, Svala (S%G)
Yndisleg skreyting. Mér finnst krukkurnar æðislegar, þær eru komnar a óskalistann minn.
Hvar færðu þennan snjó og glimmer ?
Kv. Inger Rós
Inger Rós, þú ættir að geta fengið bæði snjóinn og glimmerinn í Blómaval, Garðheimum eða öðrum Föndurbúðum 🙂
Þetta er geggjað! Þetta er nefnilega ekki of hátíðlegt, það er einhver nostalgía í þessu og snjórinn gerir þetta svo flott. En eins gott að maður hnerri ekki hressilega á bakkann. 🙂
Krúsirnar eru auðvitað algjör nauðsyn að eiga. Veit ekki hvort þetta yrði eins flott í gömlum krukkum undan rauðkáli.
Kveðja
Kristín Sig.
vá þetta er æði… svo þegar líður nær jólum er hægt að setja jólasveina með
Yndislegt.
Kv. María
Ertu að grínast í mér?! Djísus… Þú ert svo mikill snillingur!
kv. Berglind
en hreindýrahornin hér á undan,hvaðan eru þau??
Mér finnst þetta svooooo flott og er að kafna úr öfund yfir kertaglösunum,þau eru alveg hreint dásamlega falleg.
Kv Sigga Dóra
Rosa flott!!
Glös og íkornar komið á innkaupalistann fyrir Köbenferðina í desember 😉
Æðisleg hugmynd og kemur alveg sjúklega vel út, glimmerið gerir gæfumuninn!
Æði æði æði það verður ekki annað sagt. Ég gerði svipað með hreindýri í fyrra fyrir jólin en þá notaði ég glerkúpulinn minn og spreyjaði jólasnjó og glimmer ofan á kúpulinn. Ég þarf greinileg að senda bóndan upp á loft til að ná í fleiri hreindýr sem þar eiga vetursetu og ég þarf líka að fjárfesta í fleiri krukkum að er algjört möst. Kertaglösin eru bara dásamleg. Ég er að skreppa til Stokkhólms núna í nóvember og það mætti segja mér að ég kæmi kannski heim með smáááá skraut
Jedúddamía hvað þetta er allt saman fallegt,vetrarlegt og kósí !
Klikkað flott hjá þér! Kertaglösin eru æði. Oh, hve ég hlakka til jóla. Kv. Natacha
Dossa mín, ertu að grínast hvað þetta er flott, algjörlega fullkomið!
Takk fyrir gott ráð með að bleyta dýrin svo snjórinn tolli, sniðgut 🙂
Dásemdar tími framundan, njóttu hans vel og innilega!
Kær kveðja,
Kikka
Þetta er æææði! þvílíkur innblástur sem maður fær með því að skoða síðuna þína!
Mig langar svo hriiikalega í svona bamba eða hreindýr, hvar fæst það?
(langar líka sjúklega í íkornana, en engin DK ferð á þessum bæ á næstunni) 😉
Svona Bambar og hreindýr fást m.a. í Toys R Us, þetta er bara dóterý sko 😉
Takk alveg yndislega fyrir öll skemmtilegu kommentin, þið eruð dásemd!
Þetta er sérlega fallegt og jólalegt, og mjög skemmtilegt að skoða síðuna þína sem ég geri oft ;)Sigrún