…og ég bara næ þessu ekki! Hvernig stendur á að það er komin helgi eina ferðina enn?
Er þetta ekki einhver hönnunargalli á vikuskipulaginu?
Ég hef svo sem lítinn og óspennandi póst handa ykkur í dag, bara smá breytingar á arinhillunni, aldrei þessu vant 🙂
…gamli góði stjakinn, sem fékk að kenna á spreybrúsanum hér forðum daga, fékk að koma út að leika!
…arnininn var skreyttur með viðardrumbum hér forðum daga…
…og ég fékk poka með svo flottum drumbum í poka í Ikea…
…og þannig að ég “fóðraði” arininn að innan með fleiri drumbum.
Viðaráferðin er eitthvað sem að ég elska alveg hreint, er svo falleg.
…kósýheit par exelans…
…síðan er ég sérlega kát með lyklana mína risastóru sem dvelja undir glerkuflinum…
…og þannig er heildarsvipurinn þegar kveikt er upp!
Þá segi ég bara góða helgi elskurnar mínar, njótið þess að kúra inni í þessu “huggulega” veðri sem er í dag. Kveikjum á kertum, náum okkur í teppi og góða bók 🙂
*Knúsar til ykkar allra, og takk fyrir öll skemmtilegu kommentin þessa vikuna!
enginn búinn að pósta 😀
hmm en hvar fékkstu þessa lykla? Mig langar bara í einn til að setja í ramma en sama hvar ég leita að lyklum…. þeir eru of nýmóðins eða of litlir :/
Ég þarf bara leita betur 🙂
En ætla gera eins og þú segir kósa mig uppí sófa með teppi … kemst ekki í vinnuna 😀
Eigðu góða helgi með þínu fólki og flotta stöffi 😉 kveiktu bara ekki í… … of mörg kerti geta bara verið hættuleg.
kv AS
vá hvað það er kósý að skoða svona myndir á köldum morgni eins og í dag!
hlakka til að komast heim í kvöld og kveikja á kertum 🙂
góða helgi
Hér verður kúrt í sofanum , prjónað og horft á góða þætti með kertum og kósýheit. Allavegana þar til Vikingurinn þarf að fara í sjúkraþjálfun. Arinhillan þin er alltaf jafn falleg og skemmtileg.
þú ert við að gera útaf við mig! 😉
Vidurinn i arninum er aedisleg….Must copy…
Kv. Brynja
Truflaður arinni- elska líka viðaráferð. 😉
Kveðja Andrea
Ég skal eignast svona arinn í framtíðinni…. gerist ekki meira kósý.
kv úr DE þar sem jólaskraut flæðir um allar búðir, á fullt í fangi með að standast freistingar á þessu stigi 😉
Svandís
Hvar færðu svona hringlótta drumba =)
Er svo mikið að leita að svona í aðventukransinn en finn enga! 🙁
Ekki búast við svari hvar lyklarnir voru keyptir…ég spurði 3x um hreindýrahornin en fékk engin svör 🙁 ef fólk vill ekki upplýsa hvar hlutirnir eru keyptir er allt í lagi að segja það bara,ekki hunsa mann,það er dónaskapur 🙁 ….svona lyklar fást td í Púkó og Smart
Já sæl frú mín!
Það er aldrei, ef þú kíkir til baka – bæði inn á fyrri pósta og á Facebook, þá er ég búin að láta vita t.d. 1.nóv að hornin fást í Línunni. Það er einfalt að kíkja bara til baka inn í gamla póstinn til að sjá svona svör – og ég reyni að svara öllum.
Ég var ekki búin að ná að svara fyrirspurnum í dag – þurfti að vinna og svoleiðis dónaskapur – en eins og sagði í póstinum þá fengust viðardrumbarnir í Ikea.
Lyklarnir eru úr heildsölunni sem að ég vinn í, en jú fást m.a. í Púkó og Smart.
Hjartans þakkir til ykkar fyrir ykkar fallegu og skemmtilegu komment, þið eruð yndi!
kv. Soffia dóni sem hunsar fólk!
Alltaf svo auðvelt að vera nafnlaus dóni á netinu…
Annars er þetta ótrúlega kósý hjá þér eins og við var að búast. Kíki hér inn alla daga 🙂
Kveðja Guðrún H.
Ekki finnst mér vera dónaskapur að láta skoðun sína í ljós,sérstaklega ef sannleikur er sagður.
Ég er ekki með þig á facebook svo að ég sá aldrei neitt þar.
Ekki taka þessu með svona miklu drama…stundum þarf maður að heyra líka í þeim sem eru ekki ánægðir…ég fíla vel það sem þú ert að gera og hef látið þig vita af því en mér fannst bara dónaskapur að svara mér ekkert þegar ég spurði þig í þrígang hvar þessi horn fengjust en fékk aldrei svar tilbaka.
Auðvitað hefði ég átt að bíða með að pósta þessu og halda bara áfram að spyrja þig,kannski nokkra daga í viðbót,kannski hefðir þú svarað að lokum….en þú varst nokkuð fljót að svara þessu”skítkasti”mínu…merkilegt!
Takk annars fyrir skemmtilegt blogg 🙂
Það er afar misjafnt hvenær ég er við tölvuna og næ að svara kommentum, stundum – eins og núna er bara innan við klst síðan þú settir inn komment og ég er að svara.
Hins vegar finnst mér leiðinlegt þegar á mig er borið að ég sé dónaleg og hunsi fólk, sér í lagi þegar að ég svaraði þér:
hér
http://dossag.blogspot.com/2012/10/me-allt-hornum-mer_26.html
Dossa G sagði…
Hornin eru frá Broste og fást í Línunni. Þið getið örugglega hringt og fengið verðið á þeim þar 🙂
Takk fyrir öll kommentin!
1. nóvember 2012 00:59
og hér:
Dossa G sagði…
Hreindýrahornin fást í Línunni.
María, spítan er svört þarna á stólunum, af því að fólk er með lappirnar þarna. Svona til þess að hlífa henni væntanlega.
Kristín, sorry með sjoppið – en samt ekki 😉
Auður *knúúúúúúúús
1. nóvember 2012 01:01
http://dossag.blogspot.com/2012/10/no1.html
en reyndar ekki hér:
http://dossag.blogspot.com/2012/10/rir-pinu-litlir.html
Því ég var búin að setja svör inn í tvo fyrri pósta.
Ég þurfti að nálgast upplýsingar um hvar hornin fengust til þess að geta póstað þeim inn, og setti inn svör um leið og ég hafði þau.
Þannig að þú hefðir líka getað litið inn í póstana sem þú settir spurningarnar inn í, því þar voru svörin.
Mig langar því endilega að biðja þig að líta inn í þessa eldri pósta og sjá að ég var fyrir löngu búin að svara, tvisvar sinnum.
Ekkert drama, ég bara var búin að svara og það er sannleikur! Oks?
Þetta er mjöööög skrítið….ég skoðaði mín komment þrjú vel og vandlega,aftur og aftur,áður en ég setti þetta fram. Ég athugaði þetta aftur og aftur hvort þú værir búin að svara mér eða annarri sem spyr þig líka sömu spurningu og ég en ég sá hvergi svar frá þér og ég athugaði þetta aftur núna áður en ég skifaði þennan póst og ég sé ekki neitt frá þér,hvergi!!!
Ég myndi aaaaaaldrei setja neitt svona fram nema skoða málið vel áður…..annað hvort er ég svona mikill klaufi að sjá þetta ekki eða þetta er ekki þarna….afhverju sé ég ekkert frá þér,ég fór alveg niður í bloggið þitt þar sem þú sýndir fyrstu myndirnar af hornunum,ég sé allar mínar spurningar á þremur stöðum og það sem aðrir skrifa en hvergi sé ég neitt svar frá þér með þessi horn…þetta finnst mér sérstakt!!
Jaaaaa nú veit ég ekki neitt!
Með allt á hornum mér-pósturinn er með 11 komment sem ég sé, og No.1 er með 10.komment.
Kíkti á þetta úr tölvunni, úr Chrome og Explorer, og úr Ipad og alls staðar sé ég það sama.
En þú skilur kannski núna að manni getur sárnað þegar maður leggur sig fram við að svara öllum en fær svo svona “skítkast” 🙂 enda er ég bara mannleg.
En þú veist þá alla veganna núna að hornin eru frá Broste og fást í Línunni, og endilega Like-aðu á Facebook því að það er svo auðvelt að senda inn spurningar þar, og jafnvel skilaboð ef það er eitthvað sem þú ert að spá í! 🙂
Sæl og takk fyrir svarið =)
Ég sá þetta með Ikea en ég hélt að það væri fyrir kubbana sem eru í pokanum =)
ÉG hefði kannski átt að útskýra hvaða kubbar =D Ég er að meina þessa sem eru undir kertunum =) Er þetta bara úr garðinum heima eða er hægt að kaupa svona út í búð ?
kv.
Kolbrún
Hæ Kolbrún mín,
kubbarnir eru bara hjemmelavet 🙂
Þú sérð meira um það hér:
http://dossag.blogspot.com/2011/08/mess-with-me.html
og líka hér:
http://dossag.blogspot.com/2012/01/kerti-og-stubbar.html
Veit ekki til þess að það sé hægt að kaupa svona út í búð, enda er þetta einfalt DIY-verkefni 🙂
Kær kveðja
Soffia
Takk ungfrú yndisleg =)
Ég veit ekki hvar hugmyndaflugið mitt væri án þín!
Þarf að fara að ræna trjám úr görðum hjá fólki núna =D nei grín =D
Takk samt fyrir aðstoðina eeeeelska að kíkja hér inn og skoða allar hugmyndirnar þínar og snilldar útfærslur á auðveldum hlutum =)
Ja það var nú lítið 🙂
Lítið hint, það er oft hægt að finna fína lurka í Sorpu, ef þú keyrir kasjúal fram hjá garðúrganginum. Síðan er heill haugur sem liggur hist og her og sumrin. Svo er hægt að tala við skógræktina 😉
Takk fyrir hrósið, þú ert barasta yndisleg beint til baka!
*knús
Svo dásamlega fallegt allt hjá þér eins og vanalega! 😉
Vonandi í framtíðinni fæ ég mér svona arin**
Fékk hugmynd þegar ég skoðaði IKEA.is og datt í hug hvort væri ekki flott að setja svona inn í arininn á bak við kertin:
http://www.ikea.is/products/18793
Takk fyrir mig, kíki hér oft á dag! Kata 🙂
Bjútí hjá þér,ég tékkaði á commentum og ég sé allt frá þér. Öll svör í ipad og öðrum vélum á heimilinu? Skrýtið ps er mjög spennt að fara að sjá jóla jóla 🙂 Vala Sig