Meira og meira, meira í dag en í gær…

…því að ég kláraði ekki að sýna ykkur Rúmfó-dótið í gær.

Svo nú, áfram með smérið…

09-IMG_3671

…hilluna sýndi ég ykkur í gær. En ég ætlaði henni að fara inn í skrifstofu til þess að geyma alls konar föndurdót/málningu og þess háttar.  En svo var hún bara svo sæt að hún nauðlenti í eldhúsinu og fer ekki þaðan í bráð…

02-2014-10-01-175438

…en hún er líka sérlega dásamleg, dýptin passar alveg fyrir litlu bollana og annað lítið og krúttað = gleði gleði gleði…

03-2014-10-01-175446

…en ég er aldrei lengi til friðs.  Greip fram washi-tape sem ég átti úr Púkó & Smart, og klippti niður…

04-2014-10-01-180603

…og þá varð hún enn sætari, ekki satt?

06-2014-10-01-182542

…og gerir gæfumuninn.  Eins væri hægt að setja flottan texta, ef þið ætlið að geyma eitthvað spes í hillunum…

07-2014-10-01-182537

…og gaman að raða í hana, og á…

08-2014-10-01-182553

…krúttlí smúttlí…

10-2014-10-02-182848

…svo má geyma teipið svona sem skraut, inni á milli sem maður notar þau…

12-2014-10-02-182910

…sama má segja um rörin…

13-2014-10-02-182917

…og auðvitað litlu diskana, þar að auki þá sjáið þið að efri hlutinn af “fræga” tveggja hæða bakkanum þarna undir kertaluktinni (sjá hér)…

14-2014-10-02-182923

…inni í stofu sjáið þið líka smátterí þarna í baksýn…

16-2014-10-02-185703

…nei sko – það er bara öll hjörðin mætt, ekki nema von að mig dreymi hreindýr allar nætur – og daga…

17-2014-10-02-185715

…og svo þarna, ef þið rýnið vel…

18-2014-10-02-185720

…þá er það þessi, sem mér finnst dásemd með hreindýrapúðanum!

Þeir eru líka svo stórir og flottir, og litirnir eru alveg að heilla mig.  Þeir eru nefnilega svo mildir sem er einmitt það sem ég fíla, en samt “afgerandi” – hmmm….spurning hvort að ég sé farin að ofhugsa svona púða eitthvað?…

19-2014-10-02-185724

…ekki sammála?

1-2014-10-02-185749

…þessi var nú líka frekar góður með sig!

Eiginmaðurinn stynur hins vegar þungann, fórnar höndum til himins og segir: meiri púðar, MEIRI púðar!?!
Ég reyni að útskýra að ég þjáist af púðablæti, og hreindýrablæti og, og , og…

En hann skilur ekki neitt, en róaðist þó við þegar ég sagði að það yrði í það minnsta mjúkt að drukkna í púðum, ég meina þetta gæti verið verra, ég gæti verið með eitthvað skelfilegt blæti/hobbý, eins og t.d. kallinn sem safnaði bara naflakuski, eða sá sem safnaði afklippum af tánöglunum á sér (ég sleppi því af tillitsemi að link-a inn á þessa snillinga)!

Sko, bara setja hlutina í rétt samhengi, og þá er sko bara fínt að vera krónískur púðasafnari og allir glaðir 🙂

20-2014-10-02-190005

..en sáuð þið líka fuglana?

Ég er kannski líka með fuglablæti, en hey – aftur, ekki naflakusksafnari!

21-2014-10-02-190018

…ég tók hjartað af kertaluktinni og festi í staðinn einn bíbbann á…

22-2014-10-02-190333

…allir saman nú: awwwwww…

23-2014-10-02-190342

…og hinir fengu að “setjast” í greinarnar mínar…

24-2014-10-02-190531

…krútturassarnir á þeim…

25-2014-10-02-190543

…þannig breyttist eldhúsglugginn, enn einu sinni, hvað er eiginlega málið!

26-2014-10-02-190737

Annars segi ég bara góða helgi, góða skemmtun í Rúmfó – þið sem eruð á leiðinni þangað (og eftir Skreytum Hús-hópnum að dæma þá eru það nokkrar!) og hafið það svo, svo gott um helgina!

❤Knúsar á línuna ❤

27-2014-10-02-190849

ps. like-hnappurinn er ótrúlega skemmtilegur 🙂

13 comments for “Meira og meira, meira í dag en í gær…

  1. SVala
    03.10.2014 at 08:32

    Þessi fuglakrúttrassar eru nú aldeilis!!!! Þarf svona til að trylla kettina 😉 Hvar fást þessir krúttarar?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.10.2014 at 08:38

      Þetta er allt Rúmfó-góss, eins og áður sagði – einhver í innkaupadeildinni er að safna rokkstigun 😉

  2. Kolbrún
    03.10.2014 at 09:27

    Ju þetta er æðislegt allt saman. RL fer að setja mann á hausinn, púðarnir og hillan eru hrein dásemd Og þú getur bara verið róleg með blætin þín það njóta allir á heimilinu hjá þér góðs af mjúkum púðum og teppum ekki satt?
    Góða helgi

  3. Berglind
    03.10.2014 at 09:28

    Vá þvílík fegurd allt saman, þú ert náttúrlega snillingur í að raða saman, love love love !
    það er greinilega vel hægt að tapa sér í rúmfó ………

    knús á móti xx

  4. Berglind Á
    03.10.2014 at 10:35

    Dúddamía hvað ég er glöð að sjá fleiri með púðablæti en mig 😉 .. og í raun finnst mér eins og ég geti full réttlætt það að safna púðum eftir þennan lestur! Takk. haha.
    Ekkert smá fallegur eldhúsglugginn þinn! Ég horfi einmitt mjög mikið á hvernig eldhús eru og er það annað hobbý… enda fátt skemmtilegra en að elda og baka í rúmgóðu og fallegu eldhúsi.
    knús í hús. ♥

  5. Berglind Kristinsdóttir
    03.10.2014 at 11:46

    Bölvaði því mikið í gær að ég skyldi búa í Hveragerði og þyrfti að keyra yfir heiðina til að komast í Rúmfó en þegar augun voru við það að lokast þegar ég lá í rúminu og nóttin ein beið mín þá mundi ég allt í einu eftir því að Rúmfó er auðvitað á Selfossi, ég glaðvaknaði, guðslifandi fegin að sleppa heiðinni og er leið minni haldið á Selfoss á eftir, vona bara að þetta góss sé til þar líka 🙂

  6. Margrét Helga
    03.10.2014 at 14:29

    Geggjað hjá þér eins og alltaf! Hrikalega sætir minifuglapúðarnir, þessir upphengjanlegu…eru þeir ekki annars með einhverri fyllingu? Þá hljóta þetta að vera púðar 😀 Mér finnast þeir sérstaklega flottir í greininni þinni…fuglar og trjágreinar passar bara saman 🙂
    Sá reyndar einhverja svona trjápúða líka í Bykobæklingnum sem kom í póstkassann hjá mér í gær, ásamt hinum guðdómlega RL-design bæklingi 🙂 Svo var einhver annar púði líka (er með teflonhúðaðan gullfiskaheila þannig að ég man ekki hvernig hann var nema hvað mér fannst hann flottur 😉 )

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.10.2014 at 16:44

      Sko, fuglarnir eru reyndar svona keramik (gler) og mynd báðum meginn. Sérlega dásamlegir að mínu mati 🙂
      Fór einmitt í Byko í fyrradag og það var rosa mikið af fallegri vöru komin þar líka!

      • Margrét Helga
        03.10.2014 at 19:24

        Já ok! Sýndist þeir vera úr einhverju svona mjúku…þegar ég fer svo að skoða myndirnar betur þá sé ég að það glampar á þá 🙂

  7. marianna
    03.10.2014 at 14:34

    Er uglupúðinn líka úr rúmfó og fást allir þessir púðar ennþá?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.10.2014 at 16:43

      Allir púðarnir úr Rúmfó, og eru nýkonir í búðirnar 🙂

  8. Berglind Kristinsdóttir
    03.10.2014 at 21:41

    ohhh fór í Rúmfó á Selfossi í dag og þetta var ekki næstum því allt til…þarf greinilega að gera mér ferð í bæinn og verða mér úti um þessar dásemdir

  9. 05.10.2014 at 19:39

    Þetta kemur sérlega vel út hjá þér að vanda, mér finnst hillan æðisleg í eldhúsinu og fuglarnir líka 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *