Blóm og bjútí…

…það er ekki ofsögum sagt að ég er fagurkeri!

Ég elska fallega hluti, og þegar ég sé eitthvað sem heillar mig upp úr skónum, þá er lítill álfur sem á heima í maganum, eða hausnum, eða hvar sem svona fegurðarálfar búa, sem að syngur og dansar og tryllist af gleði! 🙂

22-2014-10-01-161036

Ég er ekki einu sinni að grínast, þetta gerist þegar ég sé fallega hluti, þetta gerist ef ég heyri fallega tónlist – já, nú veit ég orðið, ég er afskaplega hrifnæm!

Þess vegna get ég sagt ykkur að ég átti góðan dag í gær, hvers vegna?

 Ég skal bara sýna ykkur það, komiði…

01-IMG_3670

…heyrðu, 100 rokkstig fyrir innkaupadeildina í Rúmfó, sem er að gera góða hluti um þessar mundir (eins og reyndar oft áður).
Stafaflóran er öll mætt á svæðið, seglar, stafir, kubbar, límmiðar og alles.
Þessi hilla hérna fyrir neðan – ég elska hana ♥

02-IMG_3671

…stórir vegglímmiðar – 995kr – hellú!

03-IMG_3672

…Þessir púðar – þeir eru rustic og flottir – í fjórum litum!

04-IMG_3673

…þessir vasar, og kertastjakar í stíl…

06-IMG_3675

…agalega krúttlegir hvítir bakar – 1295kr, þetta var allt svona…

07-IMG_3676

…995kr – nóg til þess að æra óstöðuga…

08-IMG_3677

…geymslubækur…

09-IMG_3680
…teppi – kúrulegt og töff…

12-IMG_3686

…looooooðin teppi…

13-IMG_3689

…og ég er ekki að grínast, ég stakk símanum ofan í kassa sem var með jólavörum – og náði mynd af þessum…

14-IMG_3691

…allir saman nú: pommpomm…

15-IMG_3692

…kannski datt ein svona ofan í körfuna, og kannski fer hún upp í stelpuherberginu – snilld…

17-IMG_3696

…heyrðu – svo sveif ég um á gleðiskýji.
Búin í Rúmfó, og allt fallegt þar.  Náði að vísu að lenda ansi vel á milli, með því að fara og kaupa í matinn, sem mér finnst svo leiðinlegt – en við verðum víst að borða *dæææs*!

Síðan náði ég mér þvílíkt vel á strik aftur með því að fara og fá mér blóm.
Sjáið þið þessar…

18-IMG_3698

…og þessar!!!
Þetta er svo fallegt, ohhh ég fékk bara í hnén…

19-IMG_3701

…það eru nefnilega að skella á “Blómabúðadagar” núna næstu dagana!
2. – 5. október, og eru til þess að hvetja fólk til þess að kíkja inn í blómbúðina “sína” og skoða allt það skemmtilega sem að þær hafa upp á að bjóða.  Þar sem ég er nú blómskreytir þá stendur þetta mér nærri, og ég vil endilega hvetja ykkur til að kíkja – það verða tilboð, sýningar og alls konar fegurð…

20-2014-10-01-160226

…og þar sem ég er eins og krakki í dótabúð þegar það kemur að blómum – þá fékk ég mér rósir og gerberur og liljur og krysa…

21-01.10

…í Rúmfó fann ég þessa hérna 5 saman í pakka og mér finnst endalaust gaman að raða saman í svona litla vasa, alls konar mismunandi blómum.  Svo einföld leið til þess að búa til fallega “skreytingu”…

23-2014-10-01-161312

…og þessir fannst mér sérlega sætir…

24-2014-10-01-161318

…ég stóðst heldur ekki harmonikkuvasana…

25-2014-10-01-173436

…og fékk mér aðra týpu líka…

26-2014-10-01-173922

…og fékk mér einn kertastjaka í stíl…

27-2014-10-01-173945

…og þennan, og er enn að hugsa um gráu týpuna…

28-2014-10-01-174008

…sjáið bara hvað hann er fínn og sætr…

29-2014-10-01-174015

…og hvað það þarf lítið af blómum til þess að poppa upp rými og gefa lit…

30-2014-10-01-174026

…litlir vasar eru nefnilega snilld, það má pota þeim alls staðar…

31-2014-10-01-174153

…og þetta harmonerar allt svona líka vel saman…

32-2014-10-01-182747

…að setja svona blóm í vasa, það gleður mig bara endalaust…

33-2014-10-01-183554

…tjaaa í vasa, eða bara flöskur sem eru til…

34-2014-10-01-183908

…hvernig er það – kannist þið við svona innri fegurðargleðiálf sem syngur og kætist? 🙂
Eða er ég bara skrítin?  Ekki svara þessu!!!!

…síðan á morgun, þá ætla ég að sýna ykkur þessa…

35-2014-10-01-175438
…og vil endilega nota tækifærið og minna ykkur á þetta aftur 🙂

image002

9 comments for “Blóm og bjútí…

  1. Margrét Helga
    02.10.2014 at 08:33

    Oh….langarinn minn er alveg á yfirsnúning núna!! Veistu hvað þú ert að gera mér, kona???!!!!! 😉

    En já..þú ert samt yndi frá a-ö og mér finnst æði að sjá alla þessa fegurð, bæði í RL og heima hjá þér 🙂
    Takk fyrir póstinn!

  2. Margrét J.
    02.10.2014 at 08:52

    Svakalega fallegt …. Maður má alveg taka þig til fyrirmyndar með blómin það leggst svo á sálina að sjá öll laufin falla búhú.. 🙁 Ég fór samt i rúmfó á Akureyri í gær og sá ekkert af þessu dýrindis góssi. Annars hefði ég örugglega keypt svona 12 svona vasa svo það er kannski bara ágætt… 😀

  3. Sigrún Þrastar
    02.10.2014 at 09:07

    Svona gleðiálfar leynast held ég hjá ansi mörgum! Svo þú ert langt frá því að vera skrýtin. 😉 mitt kitl fór alveg á fullt við að lesa þennan póst… Fullt af ahhh og úhh!
    Spurning að láta undan langaranum?

  4. Gurrý
    02.10.2014 at 09:14

    Oh *highfive* fyrir RL vöruhúsi!! – eins gott að það verði ekki allt búið þegar ég kemst í borgina á morgun 🙂 . Ég prófaði annars um daginn að kaupa rósabúnt og skipta því á nokkra staði og vá hvað það var fallegt að vera með blóm á nokkrum stöðum í staðinn fyrir að hafa ALLT á borðstofuborðinu, ætla að gera það oftar 🙂

  5. Greta
    02.10.2014 at 09:27

    Farin út í blómabúð. Hér bíða nokkrir litlir sætir vasar eftir blómum 🙂
    Kannski ég kíki í RL í leiðinni.

  6. Gulla
    02.10.2014 at 10:30

    ohh, hefði átt að fara í RL í gær. Var að spá í það 🙂 Það var líka ýmislegt fallegt komið í Byko. Litlir hreindýra og uglubakkar og diskar með trjám.svooo fallegt. Mig bráðvantaði það einmitt 😉

    Hvar verslarðu þessi fallegu blóm?

  7. Ása
    02.10.2014 at 12:04

    HHJJÚÚÚÚKK….. að rúmfó er ekki nálægt mér, ég færi á hausinn…
    Ég er í Pollíönu-leik og reyni að brosa í gegn um tárinn… Buhu buhu
    Þetta er annars æði

  8. Guðríður Guðnadóttir
    02.10.2014 at 14:45

    Yndis, Yndis og aftur yndis!
    kannast svo við þennan álf 😉 Hann býr líka í mér.

    keep on the good work og hææfæf fyrir RL vöruhúsi.

  9. Edda Björk
    05.10.2014 at 22:53

    þú ert krútt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *