…er mættur í hús, og þar með er enginn vafi (ekki að það hafi verið áður) á að haustið er svo sannarlega komið!
Því er ekki úr vegi að koma fyrir kósý púðum og teppum, nóg af kertum og fara að lauma fram einu og einu hreindýri…
…september var á margan hátt merkilegur fyrir bloggið. 4 ára afmælið rann upp, fylgjendur á Facebook fóru yfir 10þúsund (reyndar bara í gær), og það voru yfir 46þús ip-tölur sem komu inn á bloggið (og síðan skoðuð yfir 200.000 sinnum). Ótrúlegar tölur að mér finnst, og ég er ótrúlega þakklát ykkur öllum sem gefið ykkur tíma að kíkja við. Vona að ég standi undir væntingum…
En áfram yfir í haustið og pælingar því tengdu. Ég er reyndar alltaf með teppi og púða (enda með púðamaníu á háu stigi) þannig að breytingin er ekki stórvægileg…
…ég veit ekki hvort ég var búin að sýna ykkur, en skemillinn er sem sé líka geymsla, og þar eru teppin sem að krakkarnir eru að nota – algjörlega ómissandi að vera með stað til þess að pota þessu á…
…en ég setti aftur fram uppáhalds loðnu teppin mín, og breytti aðeins í púðum…
…og blessuð hreindýrin mín eru komin úr sumarhýðinu. Þau voru sem sé í smá afslöppun rétt yfir “heitustu” mánuðina…
…sjáið bara hvað þau eru glöð.
Ég held að þetta fremsta brosi meira segja 🙂
…hmmmmm, minnið mig á að rífa fram straujárnið (næst þegar ég strauja perlið fyrir krakkana) og renna yfir púðana. Eins og sést á þessari mynd, þá eru þessir sko notaðir undir hausa og legið á þeim…
…ég tók síðan eina af góðu Script-körfunum mínum, úr Rúmfó, og braut saman teppin í þau. Handhægt og þægilegt…
…og að mínu mati bara ágætlega fallegt…
…nú vantar bara að fara að týna inn könglana (eeeeeelska köngla)…
…og halda áfram að “leika” sér með skreytingarnar.
Þarna setti ég t.d. vasa ofan í stóru skálina. Þannig gat ég set greinar í kringum, og smá mosa, og samt haft kerti án þess að eldhætta sé…
…og ég er svo hrifin af mosa, greinum og var ég búin að minnast á könglana.
Þessi náttúru element eru svo falleg með hvítum kertu og gefa smá rustic fíling með…
…já – og eins og þið sjáið þá snúa öll hreindýrin í átt að sjónvarpinu. En þau voru bara eitthvað spennt yfir því sem við vorum að horfa á, enda allir þættir að byrja aftur og svona…
..annars er allt með kyrrum kjörum…
…og svo er það þegar dimma dekur – þá verður allt svo mikið fallegra…
…því kertaljósið virðist draga fram það besta…
…og mýkir alla stemminguna – og það elska ég líka!
Er síðan að undirbúa póst sem sýnir ykkur alls konar flott teppi og púða, héðan og þaðan – stay tuned…
Yndislegur haustpóstur frá þér mín kæra 🙂 Hrikalega kósí stemmning.
Og ekki hafa áhyggjur af að standa ekki undir væntingum. Þú gerir það alltaf!! 🙂 Haltu bara áfram að skrifa um það sem þú vilt og þú hefur áhuga á að skrifa um, þannig að bloggið sé eitthvað sem þér finnst gaman að gera, ekki hugsa hvort þetta falli í kramið hjá lesendum. Mér finnst þú alltaf skrifa frá hjartanu um það sem þér finnst fallegt og sniðugt, og húmorinn þinn og hnyttnin eru æðisleg. Það eru alltaf einhverjir sem eru fúlir og fíla ekkert en það er þeirra vandamál. Haltu áfram að vera þú, það er enginn sem gerir það betur!!
Já og til hamingju með alla áfangana…10.000 fylgjendurna og allt bara!
Haustknús í hús!
Dásamlegt hjá þér og innilega til lukku með þessa áfanga þú ert vel að þessu kominn og ekkert skrýtið við þessar tölur þar sem bloggið þitt er svo skemmtilegt.
Kveðja
Vala
Svo fallegt. Bloggið og þú stendur alltaf undir væntíngum….