Nr.6…

…varð fyrir valinu 🙂
Á laugardag þá birti ég mynd inni á Facebook sem var nokkurs konar jóladagatal, 
eða niður talning í desember,  
Á myndinni eru 10 lítil brot af myndum og þið fenguð tækifæri til þess að velja hvað þið viljið sjá fyrst.  Eins og áður sagði, þá voru flestir spenntir fyrir nr 6.  Hér síðan tréð í heild sinni…
…ég verð að segja að ég er alveg ferlega skotin í þessu tré sem að stendur í herbergi dömunnar… 

…ég keypti þetta núna í seinustu viku í Pier á Smáratorgi, og það kostaði 2990kr.
Alveg hreint svakalega krúttað með Bamba, íkornum, uglum og sveppum – hversu ég-legt er það eiginlega? 

…og fleiri nærmyndir…
…annars er bara örlítið aukaskrauterí í herberginu… 

…einn jólasveinn á borði…

…og litla Betlehemhúsið er komið á náttborðið… 


…og ég setti ljósaseríu í himnasængina, til þess að fá aðeins ævintýralegri blæ… 

…svona er þetta stelpuherbergi í dag!

Þetta er nú ekki alltaf svona að við séum búin að setja upp jólin þetta snemma, en eins og málin standa þá er staðan svona í stofunni hjá mér, og er það ástæðan fyrir því að ég náði ekki að setja inn póst á föstudaginn…
En segið mér nú, hvað langar ykkur að sjá næst?
Endilega veljið númer 🙂
Hvernig lýst ykkur á tréð, á að fá sér svona?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Nr.6…

  1. Anonymous
    19.11.2012 at 08:59

    nr. 20

  2. 19.11.2012 at 09:03

    æðislegt tré 🙂

    ég vel nr.5

  3. 19.11.2012 at 09:24

    Geggjað tré, ég væri sko til í svona 🙂

    Ég vel nr 8

  4. Anonymous
    19.11.2012 at 09:38

    Krúttsen 🙂 Ég vel fimmuna, ðeinkjúplís!!!!
    Svala (S&G)

  5. Anonymous
    19.11.2012 at 09:44

    Jeminn hvað þetta er flott hjá þér, mig langar að sjá nr. 8. og svo langar mig svo að sjá jólatréið í nærmynd það er gegggggjaaað, kv.Berglind

  6. Anonymous
    19.11.2012 at 10:07

    Vá ég verð að eignast svona tré með íkornum og bamba. Sýna næst númer 4. Orðið mjög jóló hjá ykkur er jólasteikin ekki örugglega á hægri eldun – lágum hita 😉
    Kv. Auður.

  7. Anonymous
    19.11.2012 at 10:56

    Ofsalega fallegt tré 🙂
    ég er spennt fyrir að sjá nr 5 næst 🙂
    kveðja,
    Halla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *