Nr. 5….

…er næsti pósturinn af jóladagatalinu, eða kannski frekar “niðurtalningu í desember-talinu”.
Myndin sem vakti forvitni er þessi hér…
Hvar skyldi hún vera tekin?
Júbb, í hjónaherbergi hjúanna.  Það er nú ekki mikið af skrauti þar inni, nánast ekki neitt.
…en ég átti þennan hérna krans, og hef átt í mörg ár.
Venjulega hefur hann staðið í stofunni en ég flutti hann inn í svefnherbergi og hengdi upp á snagabrettið mitt þar…

…og þar hangir hann nú, ásamt tveimur englavængjum og skírnarkjólnum mínum (sem er líka skírnarkjóllinn sem litli kallinn var skírður í…

…vængirnir voru keyptir í Köben áður en unga daman fæddist, sem sé fyrir rúmum 7 árum og hafa fylgt okkur í gegnum árin, sem skraut í fyrsta herberginu hennar…
….og líka sem “props” í myndatökum þegar að hún var lítil 🙂
…kjóllinn á mömmunni og líka á litla kallinum…

…og sama með kransinn, hann hefur hangið í eldhúsinu og í stofunni, sem segir manni bara að það er um að gera að færa hlutina til.  Það er gaman að breyta til en nota bara það sem maður á til…

…til þess að hengja upp kransinn, þá tók ég stóra perlufesti sem að ég átti til, og tók hana tvöfalda utan um kransinn til þess að festa hann upp.  Einföld leið til þess að skreyta hann í raun pínu í leiðinni, 
og gera hann svona “dömulegri”.  
Aftur, bara notað það sem til var hérna heima en hugsað út fyrir kassann 🙂 

..krossinn sem hangir þarna er líka orðinn frekar gamall, en ég fékk hann um fermingu frá kaþólskum presti sem starfaði í klaustrinu í Hafnarfirði.  
Presturinn kom nefnilega stundum í heimsókn heim til pabba í gamla daga.  Mér er það alltaf minnisstætt þegar að hann kom einu sinni í heimsókn, og það var fegurðarsamkeppni í sjónvarpinu.  Munið í þá daga sem fólk horfði á svoleiðis 😉  Gelgjan ég lá í sófanum með sæng yfir mér og í stuttermabol, kom þá blessaður presturinn óvænt og settist inn í stofu og sat ALLA keppnina.  Unglingagelgjusprengjan gat náttúrulega ómögulega staðið upp og labbað inn í herbergi á brókinni fyrir framan prestinn, og lá ég því soðin undir sæng allan tímann.  Paaahhhh, en ég get ekki annað en brosað og munað eftir þessu í hvert sinn og ég sé krossinn 🙂
…þetta fallega hjarta fékk ég síðan frá yndislegu vinum okkar á Akureyri, og mér þykir svo vænt um það…

…og svona er þá gluggi nr.5!
Það heyrist lítið í ykkur, er ég að drepa ykkur úr leiðindunum með gluggunum? 🙂 

Þið eruð kannski ekkert komnar í stuð fyrir jólaglugga? 

8 comments for “Nr. 5….

  1. Anonymous
    20.11.2012 at 08:30

    Aaaaaaaaa vissi að þetta væri einhver Dossufegurðarsprengja! Nei, þú ert sko ekki að drepa neinn úr leiðindum, aldrei of snemma byrjað að huga að jólum.
    Svala (S&G)

  2. 20.11.2012 at 09:07

    flottur krans 🙂
    hlakka til að sjða næsta glugga

  3. Anonymous
    20.11.2012 at 09:35

    Þú ert sko ekki að drepa mig;) Ég bíð spennt eftir næsta glugga;)

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    20.11.2012 at 09:43

    Hahahahaha ég frussaði næstum út úr mér morgunkaffinu yfir þessari skemmtilegu frásögn af prestsheimsókninni,greyið stelpan alveg sveitt undir sænginni.Ef þetta kemur fyrir aftur,þá legg ég til að þú vefjir sænginni utan um neðripartinn á þér eins og pilsi,og labbir svo tignarlega í burtu
    En svona í alvöru ,æðislegur krans og er sko í svaka stuði fyrir alls konar jólaskreytingar !
    Kv.Sigga Dóra

  5. Anonymous
    20.11.2012 at 09:58

    Svo gaman af svona fullorðins jóladagatali 😉 ég er amk mjög spennt og síðan þín er sú fyrsta sem ég opna á morgnana 😉
    Gat ekki annað en flissað af prestsögunni og gelgjunni 😉
    Bíð spennt eftir næsta glugga 🙂
    kv.
    Halla

  6. Anonymous
    20.11.2012 at 10:42

    Elska þetta blogg og fylgist vel með því. Mikið af fallegum hugmyndum sem maður hefur fengið hjá þér?
    Hef samt eina eða kannski tvær spurningar handa þér: 😉

    Hvar færðu alla þessa bókstafi, mér finnst ég hvergi sjá svona stafi, nema í Tiger en það eru bara örfáir til þar. Er reyndar á Akureyri en ég finn bara ekkert.

    Svo annað, talandi um glugga, hvernig skreytir þú gluggana þína, ertu með seríur eða einhver ljós eða hvað gerir þú fallegt við gluggana þína?

    kv. dyggur lesandi

  7. Anonymous
    20.11.2012 at 13:45

    Ekki var þetta nokkuð kaþólski presturnn upp á Húbbahól í Hafnarfirði ? Fórum alltaf reglulega í heimsókn til hans að fá karamellur. En alltaf gaman að skoða hjá þér 🙂
    kv. Krissa

  8. Anonymous
    20.11.2012 at 14:26

    Ég var búin að horfa úr mér augun, en gat ekki séð hvað þetta væri. Núna er ég standandi hissa að hafa ekki séð neitt! Frábær mynd og skemmtilegt þetta með gluggana.
    Kv. Sigrún

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *