Nr…………….

…8 vann kosninguna!  En ég ákvað að vera drottning að mínu eigins bloggi, og bara sýna ykkur nr.3 –  MUHAHAHAHAHA 🙂  Er ég ekki grimm og vond?
Reyndar er ástæðan fyrir því að ég er svona vond sú, að á mynd nr 8 sést nr 3 alveg, þannig að þá er ekkert gaman að sýna nr 3 – jú sí?  Ég var ekki bara eins og drottning að velja rekkjunauta….
…fannst þetta vera svona viðeigandi videoklippa fyrst að það er búið að loka fyrir síðuna mína, í það minnsta í vinnunni hjá bóndanum, af því að hún flokkast sem porn.  Því er það við hæfi að sýna nokkra rassa og hafa bara gaman af því 🙂
Talandi um að velja sér, má ég kynna ykkur fyrir nýjasta “viðhaldinu”…
…og já – hann er jafn fallegur og hann lítur út fyrir að vera.  Dásamlegur!
Hvar í ósköpunum skyldi ég koma þessari dásemd fyrir?
Í horninu á stofunni minni, þar stendur þessi elska stoltur og við horfum á jólatréð speglast í honum…
Hornið áður…
..og hornið núna á eftir:
…í vasanum eru síðan Coryllus-greinar, og uppáhalds ljósaseríunar mínar, hvítar með glærri snúru.  Mér finnast þær alltaf vera svo flottar – sést svo lítið í þær þegar maður skreytir með þeim.
Litlu pappastjörnurnar eru gamlar úr Pottery Barn.  Ég setti bara seríuna á greinarnar og síðan stakk ég nokkrum perum inn í pappastjörnu þar sem það hentaði, einfalt og fallegt…
…hvítar jólakúlur hanga líka á greinunum…
…ouwwwwww, sjáið þið jólasokkinn sem speglast þarna, svona lítill og sætr!
…er þetta ekki bara nokkuð fallegt?
…en svona til þess að þið fyrirgefið mér að sýna ekki nr.8 í dag – þá fáið þið hérna að sjá nr.8 í heild sinni, og þið sjáið hvernig nr. 3 sést í bakgrunni 🙂
Allir sáttir við mig?
Sáttar við spegilinn?
Við stjörnurnar?
Vona að þið eigið yndislega helgi krúttin mín!
*knúsar*

7 comments for “Nr…………….

  1. Anonymous
    23.11.2012 at 08:16

    Gordjöss! Hvar fékkstu þennan undursamlega spegil?

    Kv, Gulla

  2. Anonymous
    23.11.2012 at 08:28

    Þetta er dásamlegt!!!! Allt saman dásamlegt. Ég segi nú líka það sama og Gulla, hvar fékkstu þennan spegil (ekki segja í GH fyrir 500 kall, þá kem ég og ulla á þig!!!)
    Kveðja, Svala (S&G)

  3. Anonymous
    23.11.2012 at 09:22

    Spegillinn er geggjaður!
    Kv. Kristín Sig.

  4. Anonymous
    23.11.2012 at 09:35

    Geggjaður spegill! Ótrúlega jól og kósí hjá þér.

    Kv.Hjördís

  5. 23.11.2012 at 14:24

    geggjaður spegill…. og vá hvað það er jólalegt og kósý hjá ykkur 🙂

  6. Anonymous
    24.11.2012 at 13:42

    Vá, hann er æði! Hvar fékkstu þennan geggjaða spegil??

    knús,
    Helena

  7. Anonymous
    27.11.2012 at 11:39

    Hvar færðu hvítar seríur með glærum snúrum??
    Ég finn bara með grænni snúru! :/

    Kv. Helga B

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *