…8 vann kosninguna! En ég ákvað að vera drottning að mínu eigins bloggi, og bara sýna ykkur nr.3 – MUHAHAHAHAHA
Er ég ekki grimm og vond?
Reyndar er ástæðan fyrir því að ég er svona vond sú, að á mynd nr 8 sést nr 3 alveg, þannig að þá er ekkert gaman að sýna nr 3 – jú sí? Ég var ekki bara eins og drottning að velja rekkjunauta….
…fannst þetta vera svona viðeigandi videoklippa fyrst að það er búið að loka fyrir síðuna mína, í það minnsta í vinnunni hjá bóndanum, af því að hún flokkast sem porn. Því er það við hæfi að sýna nokkra rassa og hafa bara gaman af því 
Talandi um að velja sér, má ég kynna ykkur fyrir nýjasta “viðhaldinu”…
…og já – hann er jafn fallegur og hann lítur út fyrir að vera. Dásamlegur!
Hvar í ósköpunum skyldi ég koma þessari dásemd fyrir?
Í horninu á stofunni minni, þar stendur þessi elska stoltur og við horfum á jólatréð speglast í honum…
Hornið áður…
..og hornið núna á eftir:
…í vasanum eru síðan Coryllus-greinar, og uppáhalds ljósaseríunar mínar, hvítar með glærri snúru. Mér finnast þær alltaf vera svo flottar – sést svo lítið í þær þegar maður skreytir með þeim.
Litlu pappastjörnurnar eru gamlar úr Pottery Barn. Ég setti bara seríuna á greinarnar og síðan stakk ég nokkrum perum inn í pappastjörnu þar sem það hentaði, einfalt og fallegt…
…hvítar jólakúlur hanga líka á greinunum…
…ouwwwwww, sjáið þið jólasokkinn sem speglast þarna, svona lítill og sætr!
…er þetta ekki bara nokkuð fallegt?
…en svona til þess að þið fyrirgefið mér að sýna ekki nr.8 í dag – þá fáið þið hérna að sjá nr.8 í heild sinni, og þið sjáið hvernig nr. 3 sést í bakgrunni 
Allir sáttir við mig?
Sáttar við spegilinn?
Við stjörnurnar?
Vona að þið eigið yndislega helgi krúttin mín!
*knúsar*
Gordjöss! Hvar fékkstu þennan undursamlega spegil?
Kv, Gulla
Þetta er dásamlegt!!!! Allt saman dásamlegt. Ég segi nú líka það sama og Gulla, hvar fékkstu þennan spegil (ekki segja í GH fyrir 500 kall, þá kem ég og ulla á þig!!!)
Kveðja, Svala (S&G)
Spegillinn er geggjaður!
Kv. Kristín Sig.
Geggjaður spegill! Ótrúlega jól og kósí hjá þér.
Kv.Hjördís
geggjaður spegill…. og vá hvað það er jólalegt og kósý hjá ykkur
Vá, hann er æði! Hvar fékkstu þennan geggjaða spegil??
knús,
Helena
Hvar færðu hvítar seríur með glærum snúrum??
Ég finn bara með grænni snúru! :/
Kv. Helga B