…
er yndisleg lítil búð sem er staðsett í litlum bílskúr í Kópavogi. Búðarkonan sem þar er við völd er elskan hún Svala, ein af þessum dásamlegu konum sem ég hef kynnst síðan ég fór að skrifa þetta blogg mitt. Búðin er stútfull af alls konar fallegu góssi, sem að hentar í alls konar skreyterí og góðar hugmyndir. T.d. hef ég notað vörur þaðan og gert kerti, gestabækur, myndir í ramma, eggin fyrir páskana, skrautkrukkur og margt þar fram eftir götunum….
…þrátt fyrir að búðin heitir Skrapp og Gaman, þá finnst mér æðislegt að fara þarna og skoða og finna alls konar gersemar sem að síðan verða mér innblástur að hinum og þessum verkefnum. Ég er nefnilega alls ekki slrappari, kann mest lítið í þeim listum – en efniviðurinn sem þarna er að finna er til margs nýtilegur…
…”blúndupappír notaður í krukkur – væri líka flottur utan um kerti,,,
…þessi gatari sem ég fékk í S&G er í algeru uppáhaldi hjá mér, enda æðislegt að geta útbúið alls konar fiðrildi, bara mismunandi eftir því hvernig pappír maður notar…
…páskaeggin viðfrægu…
…hér er síðan notast við svona skrautdýr til þess að skreyta lítið zinkhús…
…þegar að ég fór þarna um daginn var ýmislegt sem að datt ofan í poka, og enn hefur mér ekki tekist að finna tíma til þess að vinna úr öllu þessu dýrindis góssi, en koma tímar og koma ráð verkefni…
…en til þess að byrja með – þá skreytti ég pínu smá nokkur kerti, bara svona til að hita mig upp…
…alls konar fallegir límmiðar og skrauterí…
…en þá er komið að erinda dagsins. Það er opið hús í Skrapphöllinni núna í kvöld, best að gefa henni Svölu orðið:
Kæru skrappvinir.
Það gleður mig að tilkynna ykkur að næstkomandi fimmtudag þ. 29. nóvember verður OPIÐ HÚS hjá Skrapp og gaman að Þinghólsbraut 38, kl. 18-21!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Snillingarnir Anna Sigga www.skrapparinn.is og Soffía Dögg www.skreytumhus.isverða á staðnum og sýna okkur hvað þær hafa skapað úr vörum frá Skrapp og gaman og verða viðskiptavinum innan handar við val á föndurvörum. Þessir snillingar eru löngu orðnar landsþekktar og reyndar víðar um heiminn fyrir ævintýraleg smekklegheit og sniðugar lausnir á öllu sem skreytingum við kemur. Jólin eru að sjálfsögðu þeirra uppáhalds árstími til að sleppa sköpunargleðinni lausri og það verður enginn svikinn af því að kíkja á þær og þeirra verk.
Um kvöldið verður lágmark 20% afsláttur af ÖLLUM vörum verslunarinnar og eins og það sé nú ekki nógu skemmtilegt, þá ætlum við að draga út nafn eins heppins viðskiptavinar þetta kvöld og fær hann senda fallega gjöf frá okkur.
Góðgæti verður á boðstólum því það verður nú að hafa krafta í kögglum svona þegar aðventan með öllum sínum önnum gengur í garð.
Mikið þætti mér nú indælt að sjá ykkur kíkka við 🙂
Komið og skoðið góssið og vonandi get ég verið til gagns og gamans og ykkur innan handar!
Hlakka til þess að sjá ykkur, í kvöld kl 18!
Þú gætir einnig haft áhuga á:
oohh já skúrinn er æðislegur… veðrur gaman hjá ykkur í kvöld 🙂
Væri til í að kíkja en er því miður svo lengi í skólanum. Þarf einhvertíman að kíkja við tækifæri.
Kv.Hjördís
Hans í koti kona þessi kerti eru dásamleg,búð sem maður þarf klárlega að tralla sér í
Sjoppfríður