…er mætt á svæðið!
En sú mynd er tekin á “nýja” borðinu í eldhúsinu, sem er í fyrsta sinn jólaskreytt hjá okkur…
..áður en ég setti upp jólin þá var veggurinn svona, en ég færði klukkuna yfir svörtu hilluna, í það minnsta núna í bili…
…krans númer 4 stendur enn á eyjunni, sennilegast vegna þess að hann var sá seinasti sem gerður var…
…ég setti hurðina/gluggann sem áður var í stofunni ofan á borðið, og setti líka Family Rules-skiltið mitt (ég á enn nokkur sem byrja á SHARE til sölu ef einhver hefur áhuga)…
…þeir njóta sín vel á borðinu sveinarnir sem að ég keypti í sumar í Klakki í Vík í Mýrdal…
…litlu “hreindýrahornin” voru færð yfir á skrúfuna sem að klukkan hékk áður á,
þannig að það er einfalt mál að færa hana aftur til baka…
..síðan er smá börkur og könglar sem liggja bara á borðinu, ásamt glærri seríu…
…trén eru þau sömu og ég notaði til þess að skreyta jólaborðið í Fréttablaðinu, og þau eru í algeru uppáhaldi hjá mér. Verst að myndirnar koma því ekki til skila hversu dásamlega þau glitra (…
…hreindýrin voru keypt í Ilva, á konukvöldinu þeirra með 30% afslætti, og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var kát þegar ég sá hversu vel sveinarnir og hreinarnir fóru saman – húrra!
…því er heildarsýnin yfir eldhúsið svona núna…
…ég var áður búin að setja sama skrautið upp á borðinu á ganginum, því sama og þið sáuð í gær, en mér fannst þetta ekki ganga upp þar – fannst of mikið að gerast á borðinu…
…þannig að þið sjáið að stundum tvískreyti ég borðið, breyti síðan ef mér finnst þetta ekki ganga upp…
…og þannig var jólað á kalkaða borðinu jólin 2012 
æði eins og alltaf
En hvar fékkstu börkinn?
Dossa Dossa Dossa Dossa ….. þú ert nú alveg sko
Kveðja Edda
Ótrulega flott hjá þér;)
Kv.Hjördís
Flott og skemmtilegt…
Líka gaman að lesa síðasta “hús og híbýli”..
kv Ása
jiii hvað þessi hurð/gluggi er dásamlegur
og svo endalaust fallegt eldhúsið þitt !
Þetta er allt svo fallegt, af hverju vissi ég ekki af þessari síðu fyrr en nú, og nú er ég algjörlega háð
Mig langaði að athuga hvort þú ættir nokkuð ennþá “family rules” skilti?