…því að allir eru að bíða eftir 24 des. Eftir því sem ég eldist finnst mér tíminn alltaf líða hraðar og hraðar, sér í lagi eftir að maður eignast börnin sín því að þau eldast einhvern veginn svo ofsalega hratt. En eins hratt og tíminn flýgur áfram, þá fer hann síðan helmingi hraðar í desember. Eða það hlýtur bara að vera því að ég var að uppgvöta að í dag er 10.des og ég steingleymdi að sýna ykkur dagatalakertið okkar.
Haldið þið ekki bara að ég hafi sjoppað það í Köbensinu?
Og haldið þið ekki bara að á því sé hreindýr?
Haldið þið ekki bara að það séu fleiri en eitt hreindýr á því 😉
..alls konar bjútífúl hreindýr…
…en einhversstaðar þurfa þau að standa, og þá kom gamli góði Ikea-stjakinn sterkur inn…
…örlítið fix-teip undir, sem er eins konar kennaratyggjó…
…síðan notaði ég bara einfalda litla “greinilengju” sem að ég átti inni í geymslu, sniðugar svona vír lengjur því að það er lítið mál að klippa þær niður og víra þær svo saman aftur…
…síðan rúllaði ég bara lengjunni og bjó til lítinn “krans” en skildi samt smá hala eftir neðan úr…
…síðan smeygði ég kransinum utan um kertið, en dró halann niður fyrir og lét hann síðan mynda annan krans utan um neðri hluta stjakans…
…síðan var bara dregið fram sitt hvað sem til var, hvítar stjörnur, könglar auðvitað, smá mosi og zinkspjald, og la voila, smá vegis einföld kertastkreyting komin…
…þar sem lengjan er úr vír, þá er hún bara beygð og teygð til þess að festa stjörnurnar og annað…
…eruð þið með dagatalakerti?
Er ekki bara sætt svona kerti með hreindýrum?
vá þetta er sætasta jóladagatalakerti sem ég hef séð!
Hrikalega flott kerti. Já minnir mig á að taka mitt dagatalskerti úr umbúðunum;)
Kv.Hjördis
Verð að vera sammála Gauju 🙂 og það sem meira er ég hefði ekki tímt að kveikja á því 😀 hahaha
kv AS