Ský, ský…

…ég elska þig!

Það er ekki oft á Íslandinu góðu sem maður óskar sér skýja, en þannig var það nú samt hjá mér!

Þið sáuð eflaust, eins og allir á landinu, flotta bæklingin sem kom frá Söstrene Grenes núna í byrjun mánaðar (sjá hér).

Þar var allt smekkfullt af alls konar bjútífúl, en það sem stökk á mig var á myndinni hérna fyrir neðan!

Fullscreen capture 24.9.2014 155634

…júbb. auðvitað féll ég fyrir korktöfluskýjinu.  Það er kannski ekkert skrítið, enda harmonerar það algjörlega við heimasmíðuðu Ribba-skýin sem eru inni hjá litla manninum (sjá hér)…

2014-09-24-135145

…þessi ský komu sem sé í sendingunni sem kom fyrst í mánuðinum, og allir slepptu sér yfir og réðust inn í Söstrene (sjá hér – nei djók).

En ég ákvað að hinkra með því að sýna ykkur þetta því að öll skýin kláruðust, en lítill fugl hvíslaði því að mér að þau væru væntanleg aftur i dag – húrra…

2014-09-24-135230

…en ég get aldrei verið til friðs, og þar sem ég ákvað að byrja á að hafa skýið mitt inni hjá litla manninum, þá ákvað ég að mála bara aðra hliðina.

Ekki kantana, því ég vill geta snúið því mið og haft það “orginal” ef ég vill 😉

2014-09-24-140157

…nú síðan átti ég svo mikið af fínum myndum frá því í sumar, sem ég fékk útprentaðar hjá Prentagram, þannig að mér fannst kjörið að leyfa litla manninum að endurupplifa sumarfríið að einhverju leiti þarna inni hjá sér…


2014-09-24-151413

…og útkoman var þessi hérna…

2014-09-24-153454

…ég notaði sem sé með litla límmiða, úr Söstrene líka…

2014-09-24-140247

…og lét þá “rigna” niður úr skýinu á hilluna fyrir neðan.

Skýið sem stendur á trjágreininni, er hins vegar tréský frá því að við bjuggum til Ribba-skýin (hvað eru mörg ský í því)…

2014-09-24-153504

…myndirnar voru svo bara festar upp með silfurteiknibólum, og sýna m.a. ævintýri okkar í Köben…

2014-09-24-153513

…og mynd af litla manninum fyrir utan kastalann sinn (sem hann fann á Akranesi og sló eign sinni á)…

2014-09-24-153533

…síðan eru auðvitað lögreglustjörnur, því að aðþvíbara 🙂

2014-09-24-153538

…en mér fannst koma ansi skemmtilegir litir með litlu límmiðunum, og gaman að hafa þá bara svona alls konar og glaðlega.  Það er víst nóg af regndropum utandyra ef við erum að leita að þeim…

2014-09-24-153552

…skýið festi ég upp með svona límfestingu úr Bauhaus, en ég þarf að finna eitthvað betra því að hún þoldi ekki lengi við.  Hugsanleg bara að setja tvær svoleiðis eða jafnvel bara að útbúa einfalt gat beint í gegnum korkinn…

2014-09-24-153558

…svo þarf aðeins að bæta við og uglan fékk að setjast á greinina líka…

2014-09-24-153634

…og að lokum setti ég að gamni OMM-stafaborðann (fæst hér og hér) þarna á.  Daman mín var nú fljót að benda mér á að þetta væri kolrangt og að það vantaði Ð-ið, en það má fiffa með smá tilfæringum…

2014-09-24-153829

…en þetta er skemmtilegt að vera með svona korktöflur því að það er svo auðvelt að breyta á þeim, og festa á þær teikningar eða eitthvað af öllum þessum smámiðum sem litli maðurinn virðist alltaf vera að ramba um með…

2014-09-24-153931

…og svo, eins og áður sagði, þá passar þetta svona líka vel við skýin þarna hinum megin í herberginu…

2014-09-24-155024

…og allt í lagi að gista í tjaldi, þrátt fyrir að nokkrir hvítir skýjabólstrar séu á himni, ekki satt?

2014-09-24-155109

…í hillunni stendur síðan enn eitt perlulistaverkið frá stóru systur…

2014-09-24-155148

…og lítill, eldgamall kollur fékk að taka við hlutverki náttborð tímabundið…

2014-09-24-155212

…og mjúkadeildin bíður þolinmóð eftir að litli maðurinn snúi heim úr leikskólanum…

2014-09-24-155216

…og d bíður eftir að verða að ð, svo litli stafsetningargúrú-inn minn geti hætt að hnussa yfir þessu öllu 🙂

2014-09-24-155309

…sem sé, allt með kyrrum kjörum.

Skýin komin aftur í Söstrene í dag en á morgun, þá held ég að ég reyni að sýna ykkur eitthvað sem rímar við beindýr og söngla ❤

2014-09-24-153949

11 comments for “Ský, ský…

  1. Margrét Helga
    25.09.2014 at 08:27

    Vá!! Geggjað!!

  2. Vaka
    25.09.2014 at 09:08

    Gott að byrja daginn á svona fegurð 🙂

  3. Sunna
    25.09.2014 at 09:25

    Ekkert smá flott barnaherbergi 🙂

  4. Heida
    25.09.2014 at 10:30

    Oh, það harmorerar allt svo vel saman, dásamlegt strákaherbergi.

  5. Aðalheiður Hreiðarsdóttir
    25.09.2014 at 18:59

    frábært skýjafar hjá drengnum það verður ekki annað sagt 😉

  6. Ægir
    25.09.2014 at 23:10

    Brjálæðislega flott hjá þér!

  7. Jovana Stefansdottir
    26.09.2014 at 08:45

    Frábær hugmynd!

  8. Elín
    26.09.2014 at 12:29

    Frábær hugmynd.
    Er alveg fallin fyrir litnum á veggnum. Manstu nokkuð með hverju þú málaðir hann? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.09.2014 at 12:55

      Númerið á litinum er TVT V168 Pashmina – frá Slippfélaginu.
      Sérð meira um málið hér:
      http://www.skreytumhus.is/?p=23583

      • Elín
        26.09.2014 at 13:44

        takk æðislega

  9. Magga
    26.09.2014 at 22:16

    Hvernig málningu notaðirðu á korkskýið ? Er að velta því fyrir mér hvort ég geti notað lakk sem ég á til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *