….er það ekki bara kjörið?!?
Þetta voru það vinsælir póstar (sjá hér og hér) að það er um að gera að kíkja aftur inn á Bland.is og kanna hvort að þar leynist ekki einhverjir fjársjóðir…
…svarið er strax: júbbs! Ef þið smellið á myndirnar þá eiga þær að leiða ykkur beint inn á blandauglýsinguna…
Sjáið þið t.d. þennan hérna, ahhh hversu fallegur yrði þessi t.d. í eldhúsi eða borðstofu í einhverjum fallegum lit!!
(þessi virðist því miður seldur og hlekkurinn farinn)
…þessar gömlu hurðar bjóða upp á að verða fyrirtaksrúmgaflar, eða eitthvað annað sneddú DIY…
…þessi hérna rúmgafl yrði líka fyrirtaks rúmgafl 🙂
Sé hann nú alveg fyrir mér í öðrum lit…
…annars eldhússkenkur, þeir eru nokkrar drop dead gordjöss þarna inni…
(þessi virðist seldur 🙁 )
…sjáið bara útskurðinn á honum…
…þessi kommóða – er ansi hrifin af hversu spes hún er!
Svo gæti hún líka orðið skemmtilegur kertaarinn, ef hún er ekki of djúp…
…þetta flotta sett kostar bara 2000kr, I like it…
…ok þessi er ekki ekta gammel, en hann er ekta fínn…
…þessi veggskápur – málaður og “gamlaður” og þá eru komin með geggjaðann veggskáp í eldhúsið…
…annars skenkur sem getur orðið flottur með málningu, eða jafnvel breytt í kertaarinn…
….töff í unglingaherbergið…
…ef þú ert með hátt amerískt rúm þá er þetta frekar flott náttborð – meira segja hnúðarnir eru flottir…
…enn einn rúmgaflinn sem er bara perfektó eins og hann er…
…frekar töff klukka – ekta á náttborð unglingsins sem á erfitt með að vakna 😉
…kökurdiskur, á fæti, með glerkúpul…
…sé fyrir mér 2-3 orkídeur saman í þessari skál…
…þessi dulítið grúví, hann er meira að segja á snúningsfæti…
…ohhh…ég þarf svona ruggustól, svo þarf ég ameríska verönd og sitja þar og rugga mér – með haglabyssuna mína 😉
…þessir eru alltaf flottir!
Bara ekki setjast berrassaður í hann – muhhahahaha…
…Iittala glös eru alltaf klassík…
…þessum vantar bara smá kristalla og greinar og þá er hún næstum eins og mín…
…borðstofuborð sem gæti verið gaman að leika með…
…eins þetta gamla skrifborð – fallegir fætur…
…náttborð og rúmgafl – ansi hreint fínt bara…
…annað borðstofuborð – skemmtilega rustic…
…já sæll, sumir hafa átt meira af Festivo kertastjökum en aðrir…
…er alltaf sérlega veik fyrir svona fugladiskum – sem má líka alltaf spreyja…
…þessir eru líka ansi hreint flottir, ommnommnomm…
…og þessar, geggjaðar í stelpuherbergi.
Eða mest fansí þvotthúsin 🙂
…ég held að þessi hérna gæti orðið alveg hreint draumur!
Fyrir 15þús – það er bara grín!
Úúúúúúú…margt hrikalega flott þarna!! Vildi að ég hefði pláss fyrir eitthvað af þessu 🙂
VVááa… Margt flott þarna, bara að það kostaði ekki hönd og fót að flytja hlutin út á land (n.b. hönd og fót sem ég má ekki missa)….
Skemmtilegur póstur þó!!