Jólagjöfin mín í ár…

…er víst metin til fjár – enda kosta flestir hlutir peninga 🙂
En hér kemur svona “gamni-út-í-loftið-óskalistar”, þið vitið svona sem að skiptir engu máli hvað hlutirnir kosta á, þetta er bara það sem mér langar í og hana nú…

1. Trjábolavasar – Ilva – eru til í tveimur stærðum og eru eitthvað svo skemmtilega fönkí.  Reyndar gæti ég líka hugsað mér að spreyja þá í einhverjum öðrum lit.
2-3.  Hægindastólar – Ilva – þar sem mér langar í nýtt sófasett, þá langar mig alveg óheyrilega mikið í svona hægindastóla með því.  Mér finnst þessi númer 2 alveg rosalega flottur ( hann er með svona Shakespeare-myndum á) og hann er það breiður að tveir fullorðnir geta setið hlið við hlið, þannig að ég sé alveg fyrir mér að sitja með krílin mín og lesa fyrir þau.  Hins vegar er ég hrædd um að verða kannski leið á honum með tímanum og mér finnst líka þessi nr. 3 alveg ofsalega fallegur og klassískur.
4. Sófasett – Ikea – þessi er yndislega þæginlegur og líka kósý.  Við erum búim að fara ca. milljón sinnum og setjast í hann og prufa 🙂
5.  Glerbox – Púkó og Smart – þetta er á tveimur hæðum og mér finnst þau svo flott.  Veit að svipuð fást líka í Tekk og Heima-húsinu.
6.JOY stafir – MyConceptStore – mér finnast þessir vera svo flottir.  Það er líka til LIVE og LOVE og fleiri.  Big like og hver vill ekki smá gleði?
7.  Hreindýr – My ConceptStore – neiiiiii í alvöru, fleiri hreindýr?  Já!  Mér finnst þessi vera æði, og það eiga allir svona nema minns *frekjukastilokiðoghættaðstappaniðurfótum*
8. Kerti – MyStuff frá Þórdísi – það er mikið af “eftirlíkingum”, en mér finnast þessi kerti hennar alveg yndislega falleg.  Punktur og basta (hvað er eiginlega basta? Ahhhhhh – sjá hér).
9. Borðstofuborð – Ilva – þetta borð er dýrðlegt.  Það er rustic, nýtist frábærlega þar sem að fæturnir eru undir miðju borðinu og svo er til langur bekkur við það – mewanna!
10. Bambalampi – MyConceptStore – Bambi og lampi, þarf ég að segja meira? 🙂
1. Ponsjó – Andrea Boutique – mér finnst þessi alveg ferlega flott.  Svart og grátt passar við allt og þannig að bara já takk 🙂
2.  Skór – Friis & Company – ok, þessir eru ekki alveg tíbískir ég, meira að segja frekar ólíkir mér.  En þeir eru svo töff og koma í gráu líka.
3.  Bolur og pils – Andrea Boutique – aftur bara svooooo flott.  Það mætti halda að ég skoðaði engar aðrar síður en þetta bara talaði til mín 🙂
Ég fékk líka svo flottan klút frá þeim í haust sem ég er búin að nota alveg endalaust þannig að: I want more 😉
Svipaður og klúturinn minn
Mildir mjúkir litir, elska svona síða klúta.
5. Veski – Friis & Company – bara geggjað veski.  Skvísulegt og dömulegt í senn, hver vill ekki svoleiðis?
6.  Leggings – Volcano – mér finnast þessar alveg ferlega flottar og systir mín sver að þetta séu þæginlegustu leggings í heimi, og ekki lýgur hún! 😉
Þið geti smellt á feitletruðu stafina til þess að komast á síðurnar sem að selja þessa hluti 🙂
Hvað er annars á óskalistanum ykkar?
Gerið þið óskalista?
Er eitthvað sem ég gleymi? Eitthvað möst fyrir þessi jól?  
Fótanuddtæki!  Spliff, donk og gengju?
Það væri nú gaman ef að þið bloggarar mynduð útbúa líka óskalista 🙂
*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Jólagjöfin mín í ár…

  1. Anonymous
    14.12.2012 at 13:37

    Soffía !! 😀 hahahhaahah

    Spliff, donk og gengju? já það er nebbilega það 😀

    takk fyrir hlátur dagsins í dag 🙂

    kveðja Anna Sigga.

  2. Anonymous
    14.12.2012 at 23:20

    Var að fá bambann minn í dag frá angelatmytable.com – alveg eins og þessir í MYconceptstore og ég er ástfangin af honum! svooo sætur.

  3. Anonymous
    16.12.2012 at 19:00

    Sæl og takk fyrir skemmtilegt blogg ! Get ekki orða bundist varðandi kertin með myndunum á , en þau voru búin að vera í gangi í nokkur ár á Skandinavísku interior bloggunum áður en þau fóru að sjást hér. Eru hennar kerti þá ekki alveg eins “eftirlíkingar “?
    Best kveðjur,
    Halldóra

  4. 17.12.2012 at 01:11

    Sæl Halldóra, og takk fyrir kommentið. Að sjálfsögðu á Þórdís ekkert upprunalegu hugmyndina af því að setja mynd á kerti. En hins vegar má segja að hún startaði þessu #trendi# í þetta sinn hér á landi. Þess vegna talaði ég um “eftirlíkingar” og setti það mjög varlega innan sviga. Rétt eins og að Sigga og Tímó störtuðu “löng keðja með kúlu” trendinu aftur 🙂

    Kær kveðja
    Soffia

  5. 17.12.2012 at 20:02

    Flottur listi og hringklútarnir eru frekar fabulous!

  6. 17.12.2012 at 23:01

    Skemmtilegir óskalistar 🙂 Mér finnst stóllinn nr 3 alveg gvöööðdómlegur 🙂 Hinn er kósí, en sammála með að fá kannski leið á honum.

    Ég gerði í den tid óskalista en uppá síðkastið hef ég bara ekki gefið mér tíma í það, því miður, því það er ossa gaman 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *