…og ég veit að það er bara september, en það hefur sko enginn vont af því að fá að sjá nokkrar fallegar jólamyndir!
Ef þið þjáist af jólaóþoli fyrir 1.des, þá fyrirgef ég ykkur alveg að sleppa að skoða póstinn 🙂
En við ætlum að skella okkur saman til Ammmeríku, þið megið fá ykkur í glas ef þið viljið, og við ætlum á ímyndunarinnkaupafyllerí – beint í Pottery Barn, næs…
…í alvöru!!
Ég fæ bara dásemdar nostalgíukast. Þetta finnst mér yndislegt…
…þetta minnir á marga vegu á fallegu húsin fást í Spennandi, sem þið ættuð endilega að kíkja á ef þið eigið það eftir…
…mér finnst þetta svo fallegt. Þetta minnir á jólaskraut frá Englandi um 1900, virkilega bjútífúlt!
…snjór og glmmier, og lítil tré…
…svo er það þetta – svo mikið gordjöss…
…en eins mikið og ég elska glimmerið og demantana hér fyrir ofan, þá finnast mér svona rustic tré alveg geggjuð.
Það er einmitt þetta balance sem þarf, salt og pipar, glimmer og gróft!
Það er ástæðan fyrir ofurást minni á könglum og berki…
…hér eru hins vegar tré úr skeljum, þetta gæti verið snilldar DIY fyrir krakkana. En það er oftast hægt að fá svona frauðkeilur í t.d. Föndru…
…og svo er bara að raða þessu fallega saman…
…gömul skíði. Elska þau (ogerallsekkertbúinaðsankaaðmérgömlumgersemum) og þetta finnst mér ferlega flott.
Eins getur verið flott að festa snaga á þau og nota sem snagabretti…
…geggjaður veggur!
Þarna sjáið þið líka hversu falleg skíðin eru, bara standandi upp við vegginn…
…ohhh þetta fellur undir glimmrandi fallegt…
…og aftur salt og pipar.
Blanda saman þessum glanstrjám, með berkinum, snjónum og svörtu hreindýrunum…
…og þarna bætast við gróf tré líka – alltaf að nota saman gróft og glans 🙂
…Síðan eru það þessar *dææææææs* mér finnst þær algjörlega gjöööðveikar.
Já takk – og tvær takk…
…sömuleiðis þessar! Sé þær líka fyrir mér inni í barnaherbergi, og kannski bara einn bangsi sitjandi í…
…og meira af því sama! Love it ❤
…og aftur – hugmynd sem gaman væri að útfæra heima hjá sér.
Þetta er svona skemmtilegt aðventudagatal, og það er alltaf gaman að gera svoleiðis sjálf/ur.
Hérna sjáið þið eitt sem ég gerði 2010 (smella hér)…
Síðan er eitt uppáhalds sem hún Kristín Vald gerði (smella hér)…
Allar myndir frá Pottery Barn
Það er sko ekkert of snemmt að jólast aðeins!! September að verða búinn og október handan við hornið. Svo kemur nóvember og svo barasta desember!! Tíminn líður miklu hraðar en maður gerir sér grein fyrir, þannig að það er bara fínt að fá smá hugmyndir (og úúúú-a og váááááá-ast aðeins yfir fegurðinni!). Þetta er á “Bucket list-anum” mínum…fara í jólaferðir til USA og Evrópu! 🙂
P.S. var að lesa í gegnum jóladagatalapóstana ykkar Kristínar…Snilldar hugmyndir hjá ykkur báðum. Mér finnst æði að nota dagatalið sem gæðastundaloforð og líka snilldarhugmynd að nota dagatalið eftir jól fyrir jólakortin. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki snilld að nota litlar klemmur í staðinn fyrir nagla á dagatalið. Þá er auðveldara að hengja jólakortin upp og hægt að leyfa börnunum að DIY-a klemmurnar..t.d. mála þær í skemmtilegum litum, setja glimmer á þær eða skreyta þær einhvernveginn 🙂 Bara hugmynd 😉
Yndislegar myndir og aldrei of snemmt fyrir jólin – löngu farin að hugsa um þau 🙂
Þetta er sko allt í lagi , ég byrjaði að hugsa um næstu jól síðastliðinn janúar þegar ég pantaði inn jólavörurnar fyrir Spennandi. Við mæðgurnar fengum tár í augun af gleði. Allt svo fallegt. Sendi þér kannski eina mynd fljótlega 🙂
Vá hvað þetta er yndislega fallegt,fæ alveg fiðring af tilhlökkun til jólanna og bíð spennt eftir að þú farir að “vetrarskreyta” með könglum hreindýrum og slíku fíneríi
JÓLA jóla elska að skoða þetta svo fallegt og gaman, væri gaman að skoða jólahurðaskraut þau eru svo falleg 🙂
Flott blogg skoða daglega 😉