It´s mine, my own…

…my precious 🙂
Loksins, loksins, LOKSINS!
Sko það er ekki eins og ég þjáist verulega af hreindýraskorti, alls ekki.  En hins vegar get ég vel játað að ég hef þjáðst af hreindýraöfund.  Þannig er mál með vexti að mér fannst allir, og amma þeirra, eiga svona gammel-looking-loðin-hreindýra-krútt.
Svipuð og voru í seinasta óskalistanum mínum.  Hins vegar finnst mér alltaf gaman að gera hluti á budgeti, og því rak ég upp óp þegar ég fann svona litla, loðna, hreindýrahausa í Tiger fyrir helgi.  En það voru bara hausar.  Ég vildi meira!  Ég vildi líka búkinn 🙂
Síðan var ég svo “heppin” að leggjast í þessa viðbjóðspest í seinustu viku (já ég veit – það má hrósa svona frábærri tímasetningu síðar) og þar sem ég lá í hálfgerði meðvitundarleysisþynnku í rúminu þá fór ég að hugsa um bambahausana í Tiger………eins og maður gerir þegar maður er að drepast úr kvefi.  Tók því símann og hringdi, þið getið ímyndað ykkur þegar að grey afgreiðslukonan í Tiger svaraði og rödd, svipuð og Svarthöfði með hæsi sagði: “Eigið þið nokkuð svona loðin hreindýr?”
Konan hinkraði og sagði svo: “já, við vorum einmitt að fá svoleiðis”
“Waaaaaaaa***hóst hóst hóst**íalvöru*hóstsnýthóst*?”
Þannig að skemmst er frá því að segja að ég fékk þessa yndislegu dömu til þess að taka blessuð dýrin til hlés fyrir mig á meðan ég reyndi að ná aftur heilsu og rænu.  Það fyndna er síðan að á Facebook síðar sama dag bárust mér þessi skilaboð frá yndinu henni Öddu, sem er með bloggið Heima:
í Tiger núna! litlu loðnu hreindýrin eru komin aftur! jey
Maður er aldeilis heppin að vera komin með útsendara sem hugsa fallega til manns, og fyrir mann, út um víðan völl.  Hjartans þakkir elsku Adda.
Síðan er náttúrulega annað mál að sækja um meiri kvóta til hreindýraveiðakaupa hjá bóndanum 🙂
Litla kirkjan mín er líka komin á borðið, en þessi hefur fylgt mér síðan að ég man eftir mér.  Móðirsystir mín, sem ég heiti eftir, gaf mér þessa þegar ég var bara smá snuð.  Hún var svona ekta gammel, á svona plastsnjógrunni með litlum trjám.  En snjógrunnurinn skemmdist því miður með árunum og hún stendur núna ein og óstudd.  En mér þykir alveg ofsalega vænt um hana 🙂
…það fyndna er síðan að ég fæ svona Monicu-heilkennið, eins og í þættinum þegar að hún fékk dúkkuhúsið og Phoebe kom með alla hlutina/fígúrunar sem að pössuðu ekki við húsið 🙂  Því að ég á svoldið erfitt með að stærðin á hreindýrunum passi ekki aaaaaaaaalveg við stærðina á húsunum……..ekki það að ég sé neitt klikkuð.  Neineineineineineineineinei 🙂
…en hér er sem sé heildin, eins og hún er í dag.  Árás risahreindýranna á litla þorpið 🙂
og eins og þið sjáið þá dugði ekkert minna en hreindýrahjörð!
…hvað er annars að frétta af ykkur?
Náðuð þið í loðin hreindýr?
Langar ykkur að sjá jólatréð almennilega strax, eða bara um jólin?
….p.s. það voru tvö öðruvísi hreindýr sem villtust hingað heim, en ég þori varla að segja frá því 😉

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “It´s mine, my own…

  1. Anonymous
    18.12.2012 at 08:23

    Hey!!!! Hvar fékkstu hreindýrið sem stendur hjá jólatrénu (heilsárstrénu í þínu tilviki hohohohoho)?????? Er sko líka með hreindýrapest jú sí.
    Kveðja, Svala (S&G)
    P.s. til hamingju með að vera að hressast krúttið þitt.

  2. 18.12.2012 at 08:44

    Ó til hamingju með krúttin þín öll og góðan bata áfram, glataður tími til að veikjast, svo sannarlega! Nema hvað, ég held ég þurfi að líta við í Tiger í dag því þegar ég eignaðist mitt loðna hreindýr þar í fyrra (eða dádýr er það ekki? af því að þau eru doppótt með hvíta bringu..?) þá voru ekki til svona liggjandi og mér finnst mitt standandi dýr hálf einmana…
    Æðislegar uppstillingar hjá þér Dossa eins og alltaf, BARA gaman að skoða 🙂

  3. Anonymous
    18.12.2012 at 08:46

    Hreindýrin eru sæt og fín EN minns langar í kirkjuna fallegu!! En sú gersemi….
    Afi minn átti svona kirkju (með spiladós í – er ekki spiladós í þinni??) og var búinn að lofa mér henni þar sem að ég sat alltaf dolfallin yfir henni en svo kalkaði karlgreyið og gaf systurdætrum mínum hana!!
    Ljótt að vera abbó út í saklaus börnin en ég viðurkenni það nú samt – mig langar í þessa kirkju!!!

    Jóakveðjur,
    Lára Antonía

  4. Anonymous
    18.12.2012 at 09:04

    Alltaf jafn flott hjá þér. Þú hlýtur að vera komin á mála hjá Tiger.
    Muuuuu
    Kveðja
    Kristín Sig.

  5. Anonymous
    18.12.2012 at 09:14

    Ég slæddist einmitt inn í Tiger í fyrradag og þar voru þessi fallegu loðnu krútt sem báðu mig svooo fallega að taka minnsta kosti tvö með mér heim…. og auðvitað gat ég ekki annað en orðið við þeirri bón 😉

  6. Anonymous
    18.12.2012 at 10:10

    Jeminn hvað þau eru flott og sæt , verð að eignast svona!!! hvað fékkstu stóra hreindýrið??? við tréið? það er guðdómlegt 😀 vává

    kv. Mary

  7. 18.12.2012 at 16:58

    Eg hef rett misst af thessu…sa nebbla hreindyrahausana sem mer fannst eitthvad ekki nogu spennandi. A for minni til Boston i gaer tha kippti eg med Hus og Hibyli i frihofninni til ad lesa a leidinni….viti menn thar varst thu! Svakalega spennandi og eg rak up anaegjuhrop…. Bara rosalega flott eins og alltaf.
    KV. Brynja

  8. 18.12.2012 at 17:10

    ég var nú svo heppin að ég eignaðist svona hreindýr í fyrra… 🙂

  9. Anonymous
    18.12.2012 at 23:45

    Til hamingju með hreindýra-hjörðina þína og já…líka batnandi heilsu. Held að hreindýrin hafi hjálpað þar til 🙂

    kv. Bogga

    p.s. Gott að vita að fleiri heimili en mitt eru umvafin svona loð-krúttum 🙂

  10. Anonymous
    26.10.2013 at 01:04

    Sæl! Þetta er allt svo yndislega fallegt.. hver elskar ekki jólin 😀 hvar færðu samt þessi yndislegu hús og þessi krúttlegu tré?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *