Glefsur frá jólum…

Stundum þarf bara að bæta við smá grænu til þess að fá meiri jólóstemmingu…
…hvítt og grænt og könglar = uppáhalds…
…fallegu aðventutölurnar voru settar á stjaka við hliðina á krukkununum… 

…ég gafst upp fyrir “pressunni” og fékk mér fallegu House Doctor hreindýrin og bætti þeim við á bakkann á stofuborðinu…

…og þau eru nú ansi hreint falleg…

…og spegillinn minn elskulegur stendur enn fyrir sínu… 

…og séð frá stofu og inn í eldhúsið…

…upp á skáp stendur stjarnan mín fína frá RL-inu, ásamt trébökkum sem ég fann í Blómavalinu í Grafarholti hjá henni Betu minni…

…og sjáið þið hverjir eru þarna líka?

…ójá, þessi krútt voru að flytja hingað heim á nesið alla leið að norðan, frá Háaloftinu hennar Fröken Blómfríðar, tveir litlir bambabræður…

…eru þeir ekki bara dásamlegir, þessi krútt!

…það bættist við yndislegt jólaskraut, engillinn og tréð vinstra megin er frá heimasætunni, en engillinn og tréð hægra megin var að koma frá litla manninum núna – lof it só möts! 

Nú ef við kíkkum aðeins útfyrir húsið, þá er búið að skreyta lítillega þar, en því miður voru þessar myndir teknar áður en þessi pínulitli jólasnjór skreytti útivið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu…
…ég fékk fallegan könglakrans í Blómaval, ásamt lengju með snjókornum og hreindýrum…

…það vantar nú jólasnjóinn á þessar myndir… 

..ég festi nokkur epli í trén fyrir utan, bæði til skrauts og líka fyrir fuglana…

…fest upp með einföldum blómavír…

…og notaði sama krans og í fyrra, nema ég lagði hann á borðið í þetta sinn og setti síðan nokkrar viðarlurka ofan í hann, bæði til skrauts og líka til að festa hann niður, og svo auðvitað luktir með kertum í – því fátt er fallegra en kertaljósið…

…þið verðið bara að ímynda ykkur smá snjó þarna í kringum 🙂 

…og þannig er inngangurinn við húsið þessi jólin…
…ekki bara nokkuð kósý? 

Síðan er hér smá myndasyrpa frá jóladagsbrunch-inum okkar, sem er orðin hefð hjá okkur litlu famelíunni…

Eins gott að sýna smá jóló á meðan tækifæri gefst 🙂
Ég skal reyna að taka nokkrar myndir af jólatrénu og skrautinu þar ef einhver hefur áhuga!  
Hefur einhver áhuga?
Er ekki annars einhver þarna úti? 

8 comments for “Glefsur frá jólum…

  1. Anonymous
    28.12.2012 at 08:17

    ÉG, ÉG hef áhuga!!! 🙂

    Verd nú ad segja ad mér finnst thetta jólaskraut frá börnunum thínum alger gersemi, thvílíkt saett. Og vá hvad litlu bambabraedurnir eru mikil krútt.

    Hér ég DE er allt morandi í krúttudum hreindýrum og fjárfesti ég í tveimur gullfallegum sem eru búin ad vera hjá mér sídan í nóvember…. held ég kenni thér um ad thau hafi “dottid” í innkaupakörfuna mína 😉 Er varla ad tíma ad pakka theim nidur eftir jól… má thad????

    Takk annars fyrir yndislega pósta Soffía mín, bíd spennt á hverjum degi ad sjá hvad thú kemur med. Og thegar ég er búin ad drekka thad í mig fer ég á linkana thína á adrar sídur sem eru líka stórkostlegar.

    Lúv
    Svandís

  2. Anonymous
    28.12.2012 at 10:23

    Flott.. Ég kíkji hér við á hverjum virkum degi og er alltaf jafn heilluð, þú ert bara snillingur.
    Kv Ása

  3. Anonymous
    28.12.2012 at 13:09

    Sæl Soffía
    Ég kíki við hér daglega og get endalaust dáðst af fínheitunum hjá þér allt svo fallegt sem þú gerir,og jú litlu bambarnir eru æði og ég væri allveg til í að skoða tréið þitt betur
    kveðja Guðríður

  4. Anonymous
    28.12.2012 at 22:37

    úúú, mikið er þetta flott hjá þér! 🙂 ég er líka með jólafetish fyrir svona hvítu hahahah 😀

    langaði að spyrja, þessi House Doctor hreindýr (sem eru geggjuð btw), manstu nokkuð hvað þau kosta? ég sé að þau eru alveg nauðsynleg í safnið hjá mér 😉

    með kveðju
    Sigurlaug

  5. 29.12.2012 at 00:28

    Svo ótrúlega notalegt allt hjá þér, gaman að sjá hvernig þú skreyttir innganginn og úti (viðarlurkarnir á kransinum eru snilld á Íslandi!)

  6. 29.12.2012 at 14:54

    Thu ert svo mikil inspirasjon elskan…..Takk

  7. 31.12.2012 at 09:39

    Þetta er svo fallegt hjá þér og myndin sem er úr stofunni inn í eldhúsið.. váts.. Þetta er bara picture perfect..

    Elska að skoða bloggið þitt og þú hefur gefið mér innblástur og hvatningu til að hefja mitt eigið blogg 🙂

  8. Anonymous
    31.12.2012 at 12:11

    BIG LIKE á þig dossa 😀 Alltaf gaman að skoða og fór hratt yfir árið hjá þér á fésinu og sá eitt og annað sem ég hef greinilega ekki skoðað nógu vel 🙂

    Til hamingju með hvítu bambana, voru þeir hvítir ?? Maður er jú ekki vanur að sjá þá hvíta 😀

    bestu nýjárskveðjur Anna Sigga norðlingur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *