…is standing alone!
En á von á því að vera pakkað niður á hverri stundu 
Það er því seinasti séns að skoða þetta í nærmynd…
og þá er bara að kíkka á myndirnar:
…ég setti stórt snjókorn á toppinn, sem að ég keypti í jólahúsinu. Þetta er ekki toppur en þar sem tréð er gervitré þá bara vafði ég greininni til þess að festa snjókornið…
…tréð okkar er sígræna tréð frá skátunum og stendur alltaf fyrir sínu…
…eins og sést á þessari mynd þá erum við með kertaseríu sem að ég keypti í Blómavali fyrir 4 eða 5 árum. Þá kostaði kassinn 499kr en ég sá að þær kostuðu um 3000kr núna. Nú svo skulum við hafa það alveg á hreinu að þegar ég segji kertaseríu þá eru þetta auðvitað kertaseríur og ég held að þær séu 4 á trénu núna. Þar að auki er ég með venjulega seríu með grænni snúru og við látum þær perur liggja á greinunum, inn á millli. Til þess að hafa þetta á hreinu (aftur!) þá eru þetta líka tvær seríur sem að liggja á greinunum, rúmlega 100 perur
og nei, nei, nei – ég er ekkert ýkt!
…þessir sveppir finnast mér algert æði, og uglurnar bættust við í fyrra…
….þegar að horft er á tréð þá virkar það kannski bara hvítt og allt með eins skrauti, en það er alls konar sem að kúrir á greinunum…
…t.d. þessi sætu zink-hús sem ég keypti nú í nóvember í Köbens…
…lítil fiðrildi og gamall engill frá því á jólatrénu hjá mömmu og pabba…
…svo er auðvitað í uppáhaldi það sem að krakkarnir hafa búið til. Eins og græna kúlan sem að heimasætan gerði fyrstu jólin sín í leikskólanum…
…og jólahengið sem litli kallinn kom með heim núna í desember…
…og jólatréð sem að daman kom með heim þegar hún var 3ja ára…
…síðan hefur daman mín verið mjög ötul að perla undanfarið og það hefur bæst jafnóðum á tréð – eins og gluggi…
…snjókorn…
…og lítill kanínustrákur, og takið eftir, með nesti sér við hlið…
…hérna eru síðan dásamleg krútt sem að ég keypti líka í Köben og setti á pakkana til krakkana í ár…
…síðan er hér smá saga, aldrei þessu vant (líður ykkur kannski eins og þið séuð föst í slideshow-sýningu hjá einhverjum sem segir endalausar sögur?
– en þegar að ég var lítil stelpa þá var stóra systir mín farin að vinna úti. Hún var mjög gjörn á að færa mér einn og einn strump þegar að hún kom heim úr vinnunni. En þegar hún gaf mér svarta strumpinn (snapparann) þá faldi ég hann, og hún gaf mér nokkra en þeir hurfu alltaf jafn óðum. Ég var eitthvað skelkuð við hann. Síðan fékk ég smá pakka frá systur minni núna um jólinn og ég faldi hann – sjáið þið???
…jebbs, ég fékk risa strumpasnappara sem felur sig núna inn í trénu…
…kramarhúsið er frá Púkó og Smart…
…svo eru fallegar jólakúlur…
…og litlu sveppirnir sem hengu á sumum pökkunum núna í ár…
…og Bloomingville-hreindýrin…
…og hlutir frá yndislegum vinum…
…síðan sést tréð hér þegar slökkt er á ljósunum…
…og þið sjáið vonandi að þó að tréð virki einsleitt þá er það fyllt af minjagripum og hlutum sem að skipta máli, þetta er fjölskyldutré…
…sem sé – eitt lítið jólatré – stendur sennilegast alls ekkert eitt því að það er fullt af alls konar góssi, og einum strumpi, og er víst ekkert svo lítið… 
..og svona að lokum smá vítt skot af stofunni og borðstofu, því að ég sýni þetta sjaldnast saman 
þegar að ég horfi á þessa mynd þá er ég enn ánægðari með gardínurnar mínar í stofunni af því að mér finnst þær alveg gera stofuna helmingi meira kósý !
Er ekki annars allir í stuði?
Eru ekki annars einhverjir þarna úti að lesa? 
Mjög fallrgt hjá þér. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir mig.
kv Svava
Það er nú meira sem þú getur kjaftað um þetta Köbensjólaskraut. Piff segi ég enn og aftur PIFF!!!!!!!!! Nei ég er ekkert abbó, ekki vitundaragnarögn.
Úbersætt jólatré með öllu þessu sæta jólaskrauti, elska jólaskraut með sögu (á soldið af því sjálf jú sí!!!) Elsta mitt er orðið 54 ára og ég elska það mest af öllu.
Svala (S&G)
Dásamlega fallegt tré hjá þér Soffía mín! Mér finnst svona tré, full af minningum vera lang-fallegustu jólatréin!
Gleðilegt nýtt ár..
Það var markt að lesa og markt að skoða núna þar sem það er greinilega of langt síðan ég kíkti við síðast..
Kveðja Ása
Yndislegt Jólatré með fallegu jólaskrauti, sérstaklega skrautið sem börnin bjuggu til
…og jeminn mig vantar svona kertajólaseríur!!
Mjög fallegt jólatré – í mínum stíl alveg
Sjálf er ég með á mínu tréi svona hvítar kertaljósaseríur sem ég bara gæti ekki verið án. Inn á milli hef ég líka svona glærar 
Undurfagurt, nema hvað?
Kv. IS
Ég er mikið á móti gervitrjám….. EN eftir að ég hef verið að skoða bloggið þitt þá er ég bara ekki viss lengur. Það er eitthvað svo allt á sínum stað…þá meina ég greinarnar, skrautið er dásamlegt…finnst undanfarin ár vera erfitt að fá fallegt lifandi tré
Gleðlegt ár
Kv.Krissa
ó svo fallegt
tréið okkar er líka svona fjölskyldutré með skrauti héðan og þaðan
og kertaseríum (sem já kostuðuð ekki hálfan handlegg þegar þær voru keyptar eins og í dag 
kveðja,
Halla
Skemmtilegur póstur og takk fyrir skemmtilegt blogg á árinu! þú hvetur mann áfram í bloggskrifunum og dúlleríinu heima við