…og þrettándinn kominn og farinn! Ég verð að segja að ég hef næstum aldrei verið jafn tilbúin að pakka niður jólaskrautinu eins og nú 🙂 Sem skrifast væntanlega á þá staðreynd að jólatréð er búið að standa í stofunni skreytt síðan 13. nóvember, eða rúmum mánuði lengur en vaninn er á þessu heimili.
Ástæðuna fyrir því hafið þið væntanlega séð í hátíðablaði Húsa og Híbýla en þar voru sýndar jólamyndir heiman frá mér sem teknar voru 16.nóv. Þannig að það má segja að jólin hafi komið snemma árið 2012. Hins vegar fannst mér ég missa aðeins af stemmingunni sem að kemur við að setja þetta upp í rólegheitum, saknaði þess að gera þetta á mínum hraða, sem er þó nokkuð mikill hraði ;)…
…jólin voru haldin hjá tengdaforeldrum mínum, rétt eins og seinustu 17 ár…
…og eins og eftir pöntun þá kyngdi niður smá jólasnjó dagana eftir jól, pöntuninni hefur sem sé aðeins seinkað – bað um snjóinn á Þorlák, en maður kvartar ekki…
…fallegu börnin mín fengu m.a. fallegar yfirhafnir í jólagjöf og það bauð upp á tækifæri að mynda þau í þeim. Daman er í geggjaðri kápu frá Púkó og Smart og gaurinn er í úlpu og með´ðí frá Next…
…og þau voru bara alsæl með nýju dressin sín, enda óhult frá jólakettinum enn eitt árið..
…æji yndin mín eru svo góð saman – oftast 😉
..ungfrúin góða fékk líka þetta gordjöss sængurverasett frá H&M, og voru bæði hún, og móðir hennar sérlega sælar með þessi krúttheit…
..við hjúin fengu síðan þennan æðislega kertastjaka, líka frá Púkó og Smart – þetta er að verða drykkjuleikur, þið megið fá ykkur einn sjúss, eða bara einn súkkulaðimola í hvert sinn og ég skrifa Púkó og Smart 🙂 Eða í framtíðinni, þegar ég skrifa P&S, þá er það alls ekki póstur og sími, ok?
…úúú hvað ég á eftir að skreyta þennan á marga vegu árið allt um kring…
…síðan var ég svo heppin að elskulegur eiginmaðurinn fékk þessa fallegu Marimekko Iittala skál frá vinnunni, sem að smellpassaði við þessa líka fallegu stjörnu stjaka sem að ég fékk einmitt í, allir saman nú, Púkó og Smart….. 🙂
…og þetta varð svo fallegt svona allt saman…
…við héldum skyndijólakaffiboð, svona bara til þess að halda upp átinu á milli hátíðadaga…
…einhver spurði mig hvort að fallegu, gömlu bambarnir frá Háaloftinu væru alveg hvítir – þannig að hér sjást þeir aftur. Þeir eru sem sé ljósbrúnir að ofan, smá grænt í grasinu – en allir litir mjög ljósir…
…ég fékk síðan óvæntan, yndislegan pakka frá dásamlegri vinkonu minni. Hún er svo mikill engill þessi elska! Hún gaf mér þennan fallega stóra bamba, keyptur í Tekk fyrir jólin. Það voru líka til standandi bambar og ég var búin að klappa þeim öllum nokkrum sinnum. Núna get ég klappað mínum hvenær sem er, af því að ég á ´ann alveg sjálf 🙂
…við systkinin, makar og börn héldum saman áramót, ásamt foreldrum okkar, og fögnuðum 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Þetta er ansi stór hópur og hér sést lagt á borð fyrir 18 manns, heima hjá henni systur minni…
…hér er síðan spaghettýfamelían saman komin, til þess að kveðja 2012 og fagna 2013…
…og við litla fjölskyldan tókum okkar fyrstu fjölskyldumynd á nýju ári, þessi litlu kríli voru í fullu fjöri til kl 3 að nóttu, jeminn uppeldisleysið á einum bæ…
…loks mátti brjóta piparkökuhúsið…
….SMASSSSHHHH…. og kjamms, kjamms, namms, slurp…
…og svo ein jólagjöf til viðbótar, sjáið þið hana?
…flotti Life-púðinn minn, í stíl við Home-púðann sem ég átti fyrir, og keyptur í Púkó og Smart, skál!
..og svo kom að því, eftir 53 daga – að jólin voru tekin niður,
öllu hrúgað á borðstofuborðið og það gengið frá því í kassana…
…sjáumst eftir 11 mánuði…
..takk fyrir samveruna í ár…
…og ég verð að segja að það er auðvelt að sjá fegurðina í jóladótinu, jafnvel í hrúgum og komið ofan í kassa…
…en jólin eru yndisleg, svo mikið er víst!
Áttuð þið ekki yndisleg jól?
Var ekki yndislega gott að pakka þeim niður?
….eða fá jólin að vera aðeins lengur uppi hjá ykkur?
Jólin fengu að fara niður síðasta föstudag þar sem stutt er í barnið!
Var ekki alveg að nenna að eiga það eftir með nýfætt barn og alla í heimsókn =)
Vildi óska að P&S væri hér í eyjum! bara yndislegar vörur frá þeim þar!
Takk fyrir þennann skemmtilega póst =)
kv.
Kolbrún
Jólin fengu að fara niður í gær, eða næstum því allt. Komst að því að það hefur aðeins bæst í jólaskreytingaflóðið þannig að ég þarf að kaupa nýjan kassa undir afganginn hehe.
oohhh jólin eru yndisleg en mikið er nú gott að pakka þeim niður 🙂
Sérlega skemmtileg færsla og mikið af fallegum hlutum að vanda!
Þú ert greinilega mikill fagurkeri. Gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndir af fallegum heimilum og fólki 🙂