Reyndu aftur, og svo aftur…

…og aftur! 🙂

Hvar skyldi ég við ykkur seinast, jaaaa hérna

2014-09-14-165528

…og skv. langflestum þá var svarta platan fallegust!…

2014-09-11-144603

…ég er sko alveg sammála ykkur, en hins vegar er ég lítið fyrir að útbúa mér daglegt verkefni við að þurrka af þessum skenk.

Ég meina, halló, hafið þið séð hvað ég set mikið af punti á skenkinn??

Þegar maður er með svartar borðplötur, þá þarf stöðugt að vera að þurrka af, trúið mér – ég er með litlu kommóðuna á ganginum og það þarf að tuska hana til á hverjum degi ef vel á að fara!

Þannig að þið getið séð mig fyrir ykkur í kasti, stappandi niður fótunum og segjandi: neineineinei við tuskum…

2014-09-02-141314

…þetta eru sem sé litirnir sem að ég átti og hafði að velja úr…

2014-09-11-114025

…og þar sem þessi ljósgrái var dottinn út eftir seinustu “kosningu” þá var bara að prufa sig áfram.

Fallega gammel blár, svartur (aftur) og brúnn (eins og var notaður á rammann í gær) sem er furðu líkir brúna litinum mínum (sjá hér).

Svo megið þið líka dáðst að hugviti mínu að nota lok af ís undir málninguna – hohoho…

2014-09-15-144313

…prufaði smá bláann, notaði blautann svamp til þess að setja málninguna á.

Huuuuh, nóbb!  Mér fannst eins og hvítur og blár pony hestur væri fluttur inn í eldhúsið…

2014-09-15-144727

…sjáið þið bara!

Það vantar bara að stilla upp á bakið á honum…

whitetootsie-babyyumyum

…bætti í smá svörtum!

Nóbbs, dirty pony bastard 🙂

2014-09-15-144723

…ekki það að ég hafi planað að láta þetta líta svona út.

Ég var bara að prufa að dekkja aðeins bláa litinn…

2014-09-15-144729

…þannig að farið var yfir í brúna litinn góða og þá fór allt að breytast til betri vegar…

2014-09-15-151048

…þessir tveir voru samt frekar þreyttir á þessu veseni á mér, sögðust ekki sjá neinn mun – en ég er mjög vön svoleiðis svörum frá karlpeninginum hérna heima 😉

2014-09-15-151131

…en sem sé, þessi fannst mér dálítið skemmtilegur, smá svona blár tónn sem gægðist í gegn en passaði alveg við litatóninn á vegginum…

2014-09-15-151612

…bara rétt svona smá…

2014-09-15-153656

…fór síðan aðeins með sandpappír, og þá kom hvíti tóninn í gegn, og smá svartur.

Það fannst mér skemmtilegt!

Það er líka það sem er svo gott við kalkið – það er svo gaman að vinna með það í svona mublum og láta þær líta út fyrir að vera aðeins eldri en þær eru…

2014-09-15-164714

…Raffinn minn mættur til þess að kanna hvers vegna ég var svona lengi að þvælast þarna – og ef þið kíkið á borðið, þá sjáið þið allt það sem ég var að brasa í líka…

2014-09-15-164748

…þegar ég var búin að finna litinn sem ég fílaði – hvað gerði ég þá!

Þetta hérna…

2014-09-15-183217

Af hverju?

Út af þessu hérna, sem ég sýndi ykkur um daginn…

h5_r6_kitchen_1

…því tók ég bökunarpappír og blýant, og útbjó svona fína “uppskrift” til þess að kilppa eftir…

2014-09-15-205128

…sendi bóndann í Bauhaus eftir marmaralímfilmu.

Fékk skilaboð frá honum með þessari mynd – þar sem hann spurði hvort ég vildi dekkri eða ljósari.

Svarið var ljósari 🙂

10707284_622468841207492_426455826_o (1)

…síðan var þessu skellt á, smá svona fíníseringar og dúllerí…

2014-09-15-215231

…og þetta varð útkoman…

2014-09-16-170513

…ég mæli með þessari græju, sem kunningi minn sem er með svona filmufyrirtæki, gaf mér fyrir margt löngu síðan og ég var að finna á nýjan leik.

Þetta er snilld þegar að maður setur filmurnar á og strýkur yfir…

2014-09-16-170455

…og ég verð að segja að ég er nokk sátt við þetta.

Fæ það besta af báðu, smá svart og smávegis marmara – þó hann sé bara í þykjustunni…

2014-09-16-170507

…þessi póstur er náttúrulega orðin svo langur að allir eru löngu farnir eða sofnaðir….í það minnsta hættir að lesa 🙂

2014-09-16-170531

…sen þetta finnst mér líka svona fallegt, og fyrir eina filmu borgaði ég 990kr…

2014-09-16-170607

…náði brúninni nokkuð vel – asskoti erfiður þessi bogi sko…

2014-09-16-170917

…og áferðin á filmunni er skemmtileg og gott að þurrka af henni – sést ekkert á henni, þarf nánast aldrei að þurrka af lengur – húrra!

2014-09-16-170920

…og svarta brúnin harmónerar svona vel við eldhúsinnréttinguna, sjáið bara hvað þær tala vel saman!

2014-09-16-171003

…og ég ætla að sýna ykkur meira af hlutunum á borðinu síðar!

Auðvitað geri ég það, ég er alltaf að sýna ykkur eitthvað – hvort sem ykkur líkar betur eða verr – muhahahaha 😀

2014-09-16-170850

Hvað finnst ykkur?

Gerði ég rétt, eða eruð þið enn að syrgja svörtu plötuna?

2014-09-16-191210

38 comments for “Reyndu aftur, og svo aftur…

  1. Berglind
    17.09.2014 at 08:17

    AUÐVITAÐ! 🙂 þetta er æði!
    Bauhaus er auðvitað bara snilld, verst hvað það er langt í burtu.. lengst upp í sveit! 😉

    • Birna Sigurdardòttir
      17.09.2014 at 12:56

      Ædi, tù ert snillingur 🙂

  2. Ása
    17.09.2014 at 08:28

    *Snildin ein*
    Enn vakandi og enn að lesa enda mjög skemmtilegur póstur…
    Hlakka til að sjá meira!

  3. Margrét Milla
    17.09.2014 at 08:48

    Mér líður alltaf eins og ég sé að fara í skyndipróf þegar ég kommenta hjá þér og titrandi taldi ég með puttunum hvað plús átta gerði þrettán 🙂
    En þetta er náttúrulega snilld og ég elska Bauhaus sama hvað hver segir, það yrði sorglegt að missa þá úr landi.
    Ef ég hefði brot af þinni hugvitssemi og úthaldi!

  4. Anna Steinunn
    17.09.2014 at 09:18

    Segi enn og aftur að ég beinlínis elska síðuna þína og bloggið og skenkurinn er dásamlegur. 🙂
    Þér er alveg óhætt að skrifa og skrifa því við þreytumst aldrei á að lesa 🙂

  5. Fjóla M. Róberts
    17.09.2014 at 09:23

    Mig langar að ættleiða þig 😀 snillingur

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.09.2014 at 18:46

      Mamma!!! 🙂

  6. Gauja
    17.09.2014 at 09:24

    Mjög flott

  7. Berglind
    17.09.2014 at 09:29

    Fullkomið !!! 😀

  8. Hildur Rut
    17.09.2014 at 09:47

    Kemur mjög vel út 🙂 og þetta veitir mér þvílíkan innblástur! Því verð ég að spyrja, hver eru málin á filmunni?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.09.2014 at 18:46

      Þær koma í tveimur stærðum, þessi er minni og er 40cm x 2m 🙂

  9. Berglind M
    17.09.2014 at 09:54

    Fullkominn !!
    Þreytist aldrei við að lesa póstinn frá þér =) er alltaf jafn glöð þegar ég skrolla neðar og neðar og …… 😉 eins og ein sagði fyrir ofan þá dáist ég líka af hugvitsemi þínu og úthaldi :Þ

  10. Bryndís
    17.09.2014 at 10:10

    Algjört æði 🙂

  11. Margrét Helga
    17.09.2014 at 10:31

    Þarf að játa á mig glæp! Klukkan orðin 10:28 og ég fyrst núna að kíkja á síðuna þína. Þetta er yfirleitt mitt fyrsta verk á morgnana (eftir að ég er búin að henda börnunum í skólabílinn). Biðst forláts…

    En þvílík gargandi snilld sem þessi skenkur er orðinn!! Vá! Þessi marmarafilma er bara flott á skenknum og svarta borðbrúnin setur algjörlega punktinn yfir i-ið!

    En hvað las ég fyrir ofan…er einhver hætta á að Bauhaus sé að hætta???????!!!!!! Það má ekki gerast!!

  12. Anonymous
    17.09.2014 at 11:07

    Æði, snillingurinn sem þú ert kona 🙂

  13. Perla
    17.09.2014 at 11:32

    Vá hvað þetta er flott! og ekki skemmir hvað þú ert skemmtilegur penni ekki séns að sofna við lesturinn á þessum pistlum hjá þér 🙂

    En hvað las ég hér í kommenti fyrir ofan.. er BAUHAUS að hætta???? :O

  14. Kristjana Axelsdóttir
    17.09.2014 at 12:02

    Verð alveg að viðurkenna að ég sakna svörtu plötunnar…..er ekki mikið fyrir marmara…en þetta kemur vel út engu að síður.

  15. Svala
    17.09.2014 at 12:53

    Þetta er æði!! 🙂

  16. Friða D
    17.09.2014 at 12:55

    Snilld
    Og alltaf gaman að lesa bloggið þitt 🙂

  17. Harpa Hannibals
    17.09.2014 at 13:34

    Snilld þessi filma sem þú nældir þér í 🙂 á örugglega eftir að prófa hana sjálf. Gaman að fylgjast með blogginu þínu. Og hlakka til að halda því áfram 😀

  18. Greta
    17.09.2014 at 14:06

    Þessi marmarafilma er akkúrat málið!
    Ótrúlega vel heppnuð breyting hjá þér.

  19. Kolbrún
    17.09.2014 at 15:15

    Þetta er æði skyldi vera hægt að nota svona í glugga vantar nefnilega renning í glugga svo ekkert sjáist í gegn.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.09.2014 at 18:45

      Örugglega ef þú vilt að ekkert sjáist inn 🙂

  20. Erla
    17.09.2014 at 15:19

    Big læk !!! 🙂

  21. Anna sigga
    17.09.2014 at 17:14

    🙂 já hún bara breytti aftur!

    En ja mjög flott 😉

    Kv as

  22. Margrét J.
    17.09.2014 at 18:59

    Húrra fyrir þér! mjög flott

  23. Hildigunnur
    17.09.2014 at 21:48

    Gargandi snilld !!!

  24. Sigga Harpa
    17.09.2014 at 22:07

    Geggjað flottur svona. Big like..

  25. Ragna Lóa
    18.09.2014 at 11:29

    Hrikalega flott hjá þér.. !! 🙂
    Ein sp.. veist þú hvernig það er að mála borðplötuna á matarborðinu með svona kalk málingu.. Ætli það þurfi að lakka einhvað yfir ? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.09.2014 at 20:39

      Ég myndi alltaf fara yfir það með svona vaxi, eða lakki. Síðan fer það svoldið eftir hvernig borðplata þetta er, eða sko hversu mikið mæðir á henni. Kalkið getur verið töluvert viðkvæmt og það þarf að setja eitthvað sem verndar það 🙂

  26. Elva Björk
    18.09.2014 at 21:51

    Vá kemur mjög skemmtilega út en ég var hrifnust samt af svörtu plötunni;) Langar að benda á hvað ég nota til að fara yfir kalkmálinguna á borðplötur. Það er hálfmatt parketlakk frá Slippfélaginu. Það er mjög þunnt og gefur skemmtilega EKKI lakk áferð ef einhver skilur hvað ég meina;)

  27. Þuríður
    30.10.2014 at 21:07

    Ég syrgi ekki svörtu plötuna (finnst svartur litur ekkert spes) en mér fannst ljósgrái koma mjög vel út og einnig kemur filman mjög vel út

  28. Anonymous
    26.04.2016 at 22:16

    Ótrúlega flott!
    mætti ég spyrja hvar þú fékkst krukkurnar undir múlsíið og skeiðarnar? ótrúlega flott!

  29. Guðmunda
    26.07.2016 at 20:08

    Sæl !
    veistu hvort að það sé hægt að kaupa filmurnar í metra tali mig vantar a fataskápa sem eru 2.30 a lengd og rúllurnar í Bauhaus eru 2,1 kv Guðmunda

  30. 06.07.2018 at 01:14

    I often visit your site and have noticed that you don’t update it often. More frequent updates
    will give your site higher rank & authority in google.

    I know that writing articles takes a lot of time, but
    you can always help yourself with miftolo’s
    tools which will shorten the time of creating an article to a few seconds.

  31. 18.08.2018 at 08:10

    I have noticed you don’t monetize your website, don’t waste your
    traffic, you can earn additional bucks every month.

    You can use the best adsense alternative for any type of website (they approve all websites), for more details
    simply search in gooogle: boorfe’s tips monetize your website

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *