…mér finnst alltaf jafn gaman að skoða önnur heimilisblogg.
Hér er frábært blogg sem ég ákvað kynna fyrir ykkur sem heitir Dearest Someday og ég verð að segja að mér finnast ofsalega falleg barnaherbergin hjá þeim.
Yndislegt stelpuherbergi…
…p.s. ég gæti ekki elskað bambabangsann á rúminu meira!
…myndagrúbbur eins og þær gerast bestar. Óreglulegar og alls konar, big like frá mér,
t.d. væri einfalt að gera svona fiðrilda þyrpingu á vegginn með því að nota svona skrapp-gatara eins og fæst í www.skrappoggaman.is …
…mér finnst skemmtilegt hvað herbergið virðist vera “random”, svona eins og hlutirnir séu bara fengnir héðan og þaðan og látnir smella síðan fallega saman.
…yndislegur litur á stólnum og gæran gerir gæfumuninn 🙂
…síðan er það alveg málið að setja svona smáatriði á stólinn, gerir ótrúlega mikið…
…yndisleg ró yfir þessu…
…þetta lítur út eins og alvöru herbergi, ef þið skiljið hvað ég meina. Það er dót í herberginum bara svona hitt og þetta, en samt er þetta líka töff…
…krúttulegur íkorni…
…elska rebbageymsluboxið á gólfinu…
…geggjaður púði, og rúmteppið er æðislegt í svona gauraherbergi…
…bangsagrúbbur, bæta gleðja og kæta 🙂
Photo credit: All photos from http://www.dearestsomeday.com/
Svakalega flott og hlýleg herbergi, veit samt ekki alveg með að vera með kanínu og búr í barnaherberginu og teppi á gólfum líka,sennilega mjög snyrtileg kanína þar á ferð 🙂 Hvaða lit heldur þú að sé verið að nota í þessum herbergjum, mjög hlílegur og flottur litur – væri til í svona lit hjá mér. Er hann svipaður og myntugrái þinn eða kannski ljósari en það?
Ofsalega flott herbergi. Eitthvað svo raunveruleg, persónuleg og flott 🙂 Mér finnst grái liturinn á veggjunum alveg geggjaður! Takk fyrir mig 😀
Kv. IS
*bráðn* hvað þetta er fallegt
sko skil ekkert í þessu reyndi tvizar að senda skilaboð hingað á Ipadinn 🙁
En þetta er allt æði, nema teppin á gólfinu 😀 segji bara eins og ein ætli sé sniðugt að hafa kanínubúr í herberginu ? ? 🙂 sjálfsagt ekkert verra en hamstrar sem vaka allar nætur 😀
kveðja Anna Sigga.