…ég bæði sé og veit og skil 🙂
Reyndir aaaaallt, til þess að skreyta hjá þér,
raða á bakkana og svo framvegis…
Ég hef sagt það áður og segi það aftur, það er ekkert sem heitir að gera allt vel. Það virkar ekkert þannig, ekki í lífinu og ekki í DIY.
Þessi póstur er um mistök – húrra!
Þetta byrjaði á að ég dró fram fallegu Kalkmálninguna mína (fæst í Föndru) og var að mála hitt og þetta við eldhúsborðið. Get ekki gert neitt inni í bílskúr, hann er smekkfullur útaf einhverri kresí bílskúrssölu…
…en þar sem ég sat og málaði af miklum móð, og söng með útvarpinu hástöfum, var ég stöðugt að gjóa augunum á skenkinn minn.
Það er sko stórhættulegt að hleypa mér með málningu inn í húsið…
…hvað hvað haldið þið að hafi gerst?
Auðvitað bara þetta hérna…
…og skömmu síðar þetta hérna.
Hann varð fyrir svartri kalkmálningu…
…grey gamli kallinn minn skyldi ekkert í þessu veseni í mér, en hann liggur alltaf við fæturnar á mér. Líka þegar ég syng, en hann er reyndar orðinn heyrnarlaus þannig að það útskýrir kannski málið…
…en það er ohhh svo gott að láta strjúka sér og klappa…
…en ononono, hann varð eitthvað svo franskur þessi elska…
…síðan réðst ég á borðið með sandpappír, útaf – og það er þetta sem ég segi alltaf – ég get ekki verið til friðs…
…nahhhhh – var ekki nógu skotin!
Fannst þetta ekki vera að skila sér nógu vel, ekki nógu kát…
…þá ákvað ég að gera dulítið sem ég hef gert áður, með ágætis árangri (blúnduspreyjun) nema nota í þetta sinn málningu. Ég tók því útilöberinn minn, úr plasti og fæst í Rúmfó og Pier, og notaði hann sem “stensil”…
…notaði síðan bara eldhússvamp og gráa kalkmálningu, og dúmpaði þessu létt á…
…allir saman nú: oooooooooojjjjj :/ þetta var ekki að gera sig,
Ó nei!
Eiginmaðurinn var nýkominn heim á þessu stigi málsins og leit á spúsu sína með svona “hristi hausinn yfir þessari konu enn einu sinni því hún er aldrei til friðs”-svipnum sínum.
Síðan var þetta eins og í ER (Bráðavaktinni) þáttunum er hann tók löberinn og hljóp með hann inn á bað og reyndi að endurlífga hann.
CLEAR – CLEAR
Skemmst er frá því að segja að það tóks með því að skella honum í bleyti (löberinum, ekki eiginmanninum) og beita uppþvottabursta og Undra Penslasápu á hann.
Húrra, hann lifir (löberinn og eiginmaðurinn) 🙂
Spurning hvort að svamprúlla hefði gengið betur?
…þá varð að redda borðinu, fyrst löberinn er kominn í lag.
En borðið kona, borðið!
Ég tók svampinn sem ég notaði til þess að dúmpa skemmdarverkunum á borðið og bleytti hann aðeins, og strauk yfir alla borðplötuna…
…bíddu aðeins – er þetta bara skemmtilegt?
Áferðin er ferlega töff, svoldið svona eins og hlý steypa 🙂
Lan í óláni, happ í óhappi?
Það eina sem ég er ekki sjúr á, er að mér finnast litirnir ekki eiga alveg nógu vel saman. Sem sé þessi brúngráihlýji tónn á veggnum á móti kaldari gráa tóninum á borðplötunni…
Hvað segið þið?
…en þetta er snilldin, gleði og skemmtunin við að eiga svona húsgögn sem má leika sér með, sem sé ekki erfðagóss eða rándýrar mublur, heldur eitthvað sem ég get breytt eftir hentugleikum…
…og þetta sýnir ykkur líka vonandi – að það er ekkert alltaf allt pörfekt í fyrstu tilraun, stundum þarf að reyna aftur (ahhhhhh þess vegna er tiltillinn reyndu aftur jáááá, svona er ég sniðug)…
…hins vegar er ég mjög sátt við málninguna.
Rosalega fallegir litirnir og hún þekur alveg ferlega vel…
…ég þarf bara að reyna að ákveða hvaða lit ég prufa næst…
Einhverjar hugmyndir?
Hvít, grá, svört eða eitthvað annað?
p.s. endilega setjið smá komment á þennan póst – mig langar svo að heyra frá ykkur (smella hér)…
Ha ha æðislegur póstur 🙂
Ég var soldið skotin í þessu með svartri plötu.. en fór að pæla út í brúna vegginn hvort það væri sneddí að fara útí svarbrúnt.. veit ikki.
og áfram.. haha.. þá var ég kannski svona skotin í svarta því það fór svo vel við spegilinn og stoðirnar undir skápnum.
Sammála fyrri ræðumanni.. 🙂
einmitt það sem ég ætlaði að skrifa 🙂 dökkt er málið
Aleg sammála með vegg og plötu. Held að eina ráðið sé að mála vegginn upp á nýtt (hííhíhí), það er nú lítið mál eþaggi 😉 Vaaaaaallllldiiiiiiiii, það þarf að mála smá vegg!!!!!!
Hæ, er ný búin að líka þig og hef gaman af :). Sá reyndar líka þátt með þér á netinu sem var skemmtilegur og lísti þér vel með húmörinn í lagi :).
En ég er sammála þér að litirnir passa ekki vel saman, mér fanst þessi svarti þegar þú varst búin að pússa yfir, flottur 😉
Kveðja frá DK
Mér fannst skenkurinn alveg ofsalega flottur með svörtu borðplötunni, skildi ekkert hvað þú varst að fara með mistök fyrr en ég skrollaði aaaðeins lengra niður!
Grái liturinn er fallegur en að mínu mati fer hann ekki alveg nógu vel við vegginn og spegilinn…
Það er svo gaman að lesa póstinn þinn
Sammála þeim sem hafa skrifað að ofan…skenkurinn rosalega flottur með dökkri borðplötu þar sem hann “talar” svo vel við spegilinn og hillustoðirnar 🙂 Hann er reyndar líka hrikalega flottur svona, bara passar ekki inn í núverandi umhverfi.
En gott að það tókst að endurlífga eiginmanninn…nei ég meina löberinn 😉 Hlakka til að fylgjast með framhaldinu og yndislegt að sjá að hlutirnir eru ekki fullkomnir í fyrstu tilraun!!! Gefur mér smá von!
Ég set mitt athvæði á annað hvort hvíta eða svarta borðplötu.
Veit ekki alveg… mér finnst svarta útgáfan töff, en myndi ekki fyrir mitt litla líf nenna að þurrka af annan hvern dag.
Hugsa að hvíta sé málið því þessi gráa er ekki alveg að gera sig að mínu mati.
P.S. Hlakka til að sjá kafla tvö í framhaldssögunni um borðplötuna 😉
Ég var rosa skotin í honum með svarta litnum, meira eftir að það var búið að setja sandpappírinn í hann……fannst það gefa skápnum í stíl við spegilinn svoldið “úmmff” með áherslu 🙂
Mér fannst svart koma mjög vel út… 🙂
ég held samt að blátt yrði líka flott ( þinn blái litur )
Flott, en mér fannst svarta kalkið flottast
Ég varð strax ástfangin af svörtu plötunni 🙂 Má það ekki annars? 😉
En túrkis?? Svona gamaldags.. grái liturinn gæti komið flott í gegn 😀
Svarta er alveg málið þegar búið var að pússa aðeins yfir 🙂
Mér finnst svarta platan, aðeins pússuð, alveg málið.
Mér fannst svarti liturinn koma mjög vel út 🙂
Svarta platan – ÁÐUR en sandpappírinn komst í hana…… Coco sagði að svart passaði við allt og við verðum að trúa henni!!
Geggjað og snilldin að eiga ekki eitthvað ráááándýrt erfðagoss 🙂
Helúúúú darling … sko mér finnst þessi litur sem skenkplatan ( nýyrði ?? ) endaði í alveg æði en ég er sammála þér að hann er kannski ekki alveg að tala nákvæmlega sama tungumál og liturinn á veggnum. EN himnarnir opnuðust og sólin fór að skína þegar ég sá myndina þar sem þú varst búin að mála skenkplötuna svarta …. OMG mér finnst skenkurinn rosa flottur svoleiðis. Þá er hann líka að spjalla svo mikið við spegilinn og talar líka við höldurnar sem halda veggskápnum uppi. Allir skilja hvorn annan og lifa í sátt og samlyndi 🙂 Svo gæti gardínustöngin meira að segja verið með í samræðunum !
Annars er ég ekkert að missa mig yfir svona pússuðu looki ( en ég veit að þú og svo ótrúlega margar aðrar eru hrifnar af svoleiðis 🙂 þannig að persónulega finnst mér ópússaður svartur litur flottastur ( you asked for it my dear 🙂
knúzzzzzz Eddan
Hæhæ…dasemd að fylgjast með þessu..en mér finnst svarti liturinn vera málið 🙂
Hæ hæ það er mjög gaman að fylgjast með blogginu þínu,og fæ ég margar góðar hugmyndir.takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂
Fannst svarti liturinn koma best út eftir að þú notaðir sandpappírinn á hann ;o)
mér fannst hann fallegastur með svartri plötu því það tónaði við spegilinn og stoðirnar, þó að hann sé líka flottur svona þá er ég sammála þér að þessir tveir gráu litir tóna ekki alveg saman en annars er allt bara svaka flott sem þú gerir…líka mistökin 🙂
Ég er sammála þeim hér að ofan. Fannst hann æði með svörtu plötunni. Ópússaðri, passar svo vel við spegil og co þannig.
Finnst borðplatan fín svona persónulega ekki hrifin af svörtu ,mundi mála spegilinn í sama lit og borðplötuna ,veggurinn fallegur eins og hann er.
En gaman að þessu og gangi þér vel í dúlleríinu.
kv
AM
Tekur nú ekki mikið mark á mér en skenkur inn er bestur með svarbrúnum tón …til að tóna við spegilinn og vegginn…..
Gaman að sjá breytingarnar lika 😉
Kv AS
Mér fannst hann æðislegur með svörtu plötunni, mér finnst liturinn núna ekki tóna nógu vel við vegginn:/ frábært blogg og ótrúlega gaman að skoða og fá að fylgjast meðD:
Þú ert algjör (“,)
Takk fyrir skemmntilegann póst.Enn eg hefði haft hann svartann,eins og þú gerðir hann fyrst.Mjög smart…..elegant.Smellpassar við allt.
Mér finnst lokaútkoman æðisleg! Það flott að ég myndi frekar mála vegginn en breyta um lit á borðplötunni 😉 Hvaða gráa lit varstu með? Castle eða Parisian grey? Eða einhvern annan kannski?
Mér finnst skenkurinn mjög flottur svona með gráblárri plötunni, mér finnst nefnilega ekki svartur litur flottur