…munið þið eftir honum?
Þið kveikið á tónlist og allir standa og hreyfa sig með,
síðan þegar að tónlistin hættir þá þarf að grípa stól og setjast.
En hvað….hvað ef það er búið að breyta, einu sinni enn, og stóllinn er bara farinn

Myndin hérna fyrir ofan var tekin eftir seinustu breytingu í herbergi heimasætunnar, og ég verð að segja það sjálf, að ég elskaði þetta horn. Eitt af mínum uppáhalds.
En ég þori varla að segja ykkur frá því að ég þurfti að breyta í herberginu enn einu sinni enn.
Trúið þið þessu?
…stóllinn góði var spreyjaður 2011, hann var ekkert unninn áður heldur bara farið beint í spreyjun, enda er ég ungfrú óþolinmóð.is
…og eftir spreyjun þá var hann svona, ekkert alveg perfektó en leit bara vel út…
…og þegar hann var komin inn í herbergi dömunnar þá var staða mála svona…
…en í dag, næstum 1 og hálfu ári síðar, hvernig skyldi spreyjunin halda sér?
Færum okkur yfir til fréttamúsarinnar sem er á staðnum/stólnum…
“jú nýjustu fréttir herma að stóllinn góði haldi sér bara ljómandi vel. Það sér aðeins á honum en það gefur honum bara meiri karakter og sjarma”
…og því getum við bara verið kátar með óþolinmæðina við að spreyja beint og spyrja svo…
…bara láta sjást í “hrukkurnar”…
…þetta er í það minnsta ekkert sem stingur mig í augun…
…og sjáið bara hvað frú Mús er krúttaraleg sitjandi á stólnum…
…með veskið sitt, því að allar mýs þurfa veski, fyrir Mýsakortið sitt…
…en þetta er náttúrulega bara bilun,
að það sé búið að breyta og snúa í þessu herbergi.
Einu sinni enn…..dísus, hvað er eiginlega að þessari konu?
…eru ekki allir komnir með leið á þessu herbergi?
Eða viljið þið fá að sjá meira?
Auðvitað má koma meira frá þessu fallega herbergi.
Ég er sammála með stólinn, bara meiri karakter að sjá smá sprungur. Amk lítur hann þá út fyrir að vera notaður af heimasætunni
kv. Svandís
Ég vil endilega sjá meira og ég væri líka til í að vita hvaða spray eða málningu þú mælir með.
Ég er með fjóra eldhússtóla sem eru hvítir og þurfa mjög mikið að verða turkis litaðir
En ég er svo óviss hvort ég eigi að nota spray eða mála og þá hvaða tegund ég á að nota
Kv. Helga
Mér finnst æðislegt að fylgjast með herbergi dóttirinnar, ég er sjálf að vinna í breytingum á herbergi minnar heimasætu og er alveg extra forvitin um svonalagað
Gaman að sjá hvað málningin hefur enst.
Kv. mAs
þetta er eitt fallegasta herbergi sem ég hef séð… er ekki komin með leið og endilega meira
meira, meira, meira!
p´s finnst stóllinn algjört æði, alveg eins og hann er!
G.
Er alls ekki komin með leið á þessu herbergi enda gaman að sjá hvað það er fallegt og þú dugleg að breyta;)
Kv.Hjördís
Játs endilega láttu vaða er einmitt í pælingum hér hvort ég eigi að breyta aftur hjá minni….breytti í byrjun des og mér finnst eins og ég þurfi að snúa þessu eitthvað heheheh:-) Væri æðislegt að fá sjá breytingarnar á þessu dásamlega herbergi til þess að kveikja aðeins betur í mér hehehe:-)
Knús í daginn,
OHHHH ég las stólaleikur….var alveg viss um að þú værir að fara gefa þennan stól …heheheh silly me !
sýnir hvað mig langar í þennan stól
Yndislega fallegt herbergi og borðið er to die for !
Endilega sýndu okkur meira.
kv.Erla
heimadekur.blogspot.com
hahahahahahahaha …. Dossa Dossa Dossa … þú ert svo yndislega fyndin
Á músin samt ekki músamann svo hún þurfi ekki að ganga um mýsakort í veskinu .. mín reynsla er að svona kort geta verið mjög skaðleg og stórhættuleg. Eigðu yndislegan dag … Edda