Ef ég væri þú…

…þá færi ég nú, af stað í framkvæmdafíling.
Eða svona næstum, núna langar mig aftur til þess að fá ykkur til að deila með mér/okkur einhverjum verkefnum sem að þið hafið farið út í, raðað eða stillt upp, eftir að hafa séð/lesið eða skoðað hérna á síðunni minni 🙂
Við gerðum þetta einu sinni og það tókst svo skemmtilega að mér langar að sjá meira!
Það er til svo skemmtilegt orð á ensku sem er House Proud, þá ertu stollt/ur af heimilinu þínu.  Ég held að allir sem að hafa farið í einhverjar framkvæmdir af þessu tagi, spreyjað eitthvað, stillt upp eða gert eitthvað svona öðruvísi heima hjá sér finni fyrir þessari tilfinningu.  
Mér þykir t.d. alltaf sérstaklega vænt um nokkra hluti sem að ég útbjó sjálf og finn þessa tilfinningu þegar að ég horfi á þá: lampi heimasætunnar, lampi litla mannsins, hillurnar hjá litla manninum, kommóðan mín, spegillinn í stofunni, blómabakkinn minn og þess háttar.
Þetta er öðruvísi tilfinning heldur en þegar ég horfi á hluti sem að ég á, þykir mjög fallegir, en ég veit að það eiga þúsundir annara svona líka.
Ég er nefnilega alltaf á því að það þarf ekki að kosta milljón til þess að líta vel út, og það að þú gefur af þér í eitthvað, það er oft milljóna virði *væmnikastilokiðtakk*
Koma svo, mundið myndavélina og sendið myndirnar inn á Facebook-síðuna, eða beint í tölvupósti til mín soffiadogg@yahoo.com og leyfið mér að njóta með.
T.d. hversu margar fóru í að gera skrifstofu í kjölfarið af skrifstofupóstunum ógurlegu?
Hengdi upp Ribba-hillu-bókasafn?
Er einhver búin að útbúa skýjahillu?
Hverjar hengdu upp servéttuhaldara”hillur”?
Hengdu upp dýramyndir?? 

Spreyjuðu platta?

Eða límdu á stóla eða aðra hluti?

 Ef ekki, er ekki tíminn núna að skjótast í Daz Gutez og eyða smá pening í einhvern hlut, kaupa spreybrúsa og svo bara *sssssssssssspreeeeeyyyyyjjjja*
Ég skora á þig!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Ef ég væri þú…

  1. Anonymous
    23.01.2013 at 09:13

    Spennandi 🙂
    hlakka til að fylgjast með þessu (en skammast mín um leið fyrir framkvæmdaleysið 😉
    kv.
    Halla

  2. 23.01.2013 at 10:25

    *íííssskur* verður gaman að sjá framhaldið af þessum pósti 🙂

  3. mAs
    23.01.2013 at 13:17

    Spennandi! Nú þarf maður að leggja höfuðið í bleyti 🙂

  4. Anonymous
    23.01.2013 at 22:28

    Hey ég á sprey úti í skúr og fullt af myndarömmum sem væri gaman að breyta.

    Kv. Kolbrún S

  5. Anonymous
    24.01.2013 at 18:16

    Var að hengja upp blómabókahengi um helgina 🙂 löngu keypt en framtaksleysið er algert

    kv
    Guðrún B

  6. Anonymous
    26.01.2013 at 01:19

    Hlakka til að sjá meira og meira 🙂

    Vildi eg hefði framtakssemi frú Dossu 😉

    Maður er duglegur að láta sig dreyma … stundum er það reyndar nauðsynlegt að pæla soltið í hlutunum 🙂

    Go for it ! 🙂

    kv ASnorðlingur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *