Svo fallegt…

…að horfa á þetta barnaherbergi er einmitt ástæðan fyrir því að barnaherbergi er skemmtilegustu herbergin að búa til.  Þetta er svo yndislegt að  útbúa svona ævintýri fyrir litla manneskju að vaxa úr grasi í…
Í fyrsta lagi er liturinn draumur í dós.  Svo fallegur.  Síðan eru þetta bara allir litlu smáhlutirnir sem gera þetta svo yndislegt.  Í raun er ekkert af þessum hlutum sem að eru “ekta” barnaherbergishlutir, eins og diskarnir gömlu en saman er þetta barasta pörfektó…

…síðan er bara að safna saman fallegum hlutum sem eiga vel saman og eyða tíma í að útbúa lítil ævintýri hér og þar, eins og t.d. skýin með blómunum og eggjakarfan…

…dásamlegt bara… 

…bambinn á vegginum og blómin og grasið er handmálað, gæti vart fegurra verið!

…fiðrildin á veggjunum eru líka svona ekta DIY-verkefni, og ævintýralega falleg…

…þetta er svona yndislega ömmu-legt og ég bara *yfirlið* af fegurð… 

…hvað segið þið?
Ástfangnar af þessu herbergi eins og ég?

Þetta dásamlega barnaherbergi er af blogginu With a Thouch of Pretty
fallegt blogg sem er vel þess virði að skoða 🙂

4 comments for “Svo fallegt…

  1. Anonymous
    24.01.2013 at 09:09

    ohh.. ekkert smá sætt, er að spá í að nota þennan lit á herbergið hjá lillunni minni 🙂
    kv. Dóra Björk

  2. Anonymous
    24.01.2013 at 09:48

    Haha
    Ég sá þetta um daginn á netinu og var strax hugsað til þín. Svakalega þú-legt herbergi 🙂

    Kv. Inga Dögg

  3. Anonymous
    24.01.2013 at 09:55

    Algjört æði! Ég sé að þú ert algjörlega fallin fyrir þessum blágræna pastellit 🙂

    Kveðja,
    Rannveig

  4. Anonymous
    24.01.2013 at 12:47

    Hrein dásemd. Eitt af verkefnum ársins er að útbúa barnaherbergi fyrir ömmustelpurnar mínar. Fullt af hugmyndum þarna,liturinn geggjaður og skýin verð ég að reyna við…

    Kveðja
    Heiða

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *