…um daginn bað ég ykkur að senda mér myndir af breytingum/uppröðunum eða öðru sem þið hafið gert eftir að hafa fengið innblástur héðan á blogginu. Ég fékk alveg yndislegar myndir sendar frá henni Sigurbjörgu sem að býr í Vestmannaeyjum!
Sælar
Mátti til með að senda þér þar sem þú varst að tala um að deila með þér breytingar með hugmyndum frá þér J
Þarna sérðu skiltið góða ásamt ikea snögum sem ég sagaði í sundur og kalkaði og pússaði þar sem þeir voru of langir á vegginn, og svo málaði ég veggina með kalkmálningu sem kemur svona svakalega vel út J
Kveðja
Sigurbjörg
Fyrir:
Ekki það að eldhúsið var fallegt fyrir en lítið á eftir-myndirnar…
Eftir:
Hversu bjútifúlt er þetta bara!!
Breytingin er alveg hreint ótrúlega falleg og þetta kemur svo flott út 🙂
Fyrir:
Eftir:
Geggjað að nota svona snagana frá Ikea fyrir bollana,
síðan er ég náttúrulega obblega hrifin af kransinum í glugganum, sem og Family Rules skiltinu.
Fyrir:
Eftir:
Þetta er alveg yndislega fallegt hjá þér Sigurbjörg, og hjartans þakkir fyrir að deila þessu með okkur 🙂
Hrikalega flott eldhús, takk fyrir að deila þessu 🙂 kv.Berglind
Þvílík breyting en samt á svona einfaldann hátt:)
Æðislega flott, skiltið nýtur sín stórkostlega þarna á veggnum 🙂
kv. Svandís
ofsalega er þetta fallegt og skemmtilegar breytingar sem gera svo mikið fyrir rýmið:)
kv.
Halla
Rosa flott, til hamingju með þetta Sigurbjörg!
Gaman að fá að sjá þetta hjá þér og gaman að sjá aðeins þarna út um gluggann líka, elska þetta útsýni – ég var eitt ár í Eyjum fyrir 10 árum og elska í botn að koma þangað að sækja mér orku 🙂
Kær kveðja,
Kristín
mjög vel heppnaðar breytingar, allt annar bragur á eldhúsinu en þegar maður skoðar betur sér maður að innréttinin er sú sama og í raun ekki svo miklu breytt! Glæsilegt, til hamingju Sigurbjörg!
Flottar breytingar!! Gaman að sjá svona fyrir og eftir myndir.
kv.Krissa
Vel gert !! Finnst ljósi kalkveggurinn og stóra klukkan snilldin ein 🙂
kveðja Anna Sigga norðlingur 😀
vá þetta er æðislegt eldhús
Mjog smart! Takk fyrir ad deila
Brynja
Vá frábær breyting. Gaman að sjá þetta takk fyrir að sýna okkur. Og ég er samála Krístínu með útsýnið úr glugganaum. Ég bjó í 2 ár í Eyjum sem krakki bestu ár ævi minnar.
Vel heppnaðar breytingar, gaman að fá að sjá svona fyrir og eftir 🙂
Bestu kveðjur
Margrét
Mjög flott… Takk fyrir að deila þessu með okkur..
Ása