…ég veit ekki alveg hvort að það sé skilgreining í sjálfu sér. En það er mín skilgreining.
Það fíla ég! Það sem er nútímalegt gamaldags 😉
Þá meina ég svona nett kántrískotið stöff, með dass af industrial og hráum fíling með – en samt kósý!
Haha…þetta skilur kannski enginn nema ég!
…það er einmitt þess vegna sem stökk næstum hæð mína í loft upp (sem ok, er ekki mikil, ég rétt næ að vera 163,5cm) þegar að ég sá stílinn hjá einu parinu sem eru núna í The Block, áströlsku seríunni.
Parið er ekki að heilla mig sem persónuleikar kannski (daman er asskoti mikil gribba – kannski samsvara ég mér henni bara) – en þau eru einmitt með þessan nútímalega gamaldagsstíl. Sem er bara flottur!
Hér sjáið þið t.d. eldhúsið þeirra…
…mér finnst þetta vera ótrúlega flott…
…reyndar sjáið þið gólfið ekki nógu vel á myndinni, því en það gefur ótrúlega mikla hlýju inni í rýmið.
Svo eru líka glerljósin yfir alveg geggjuð…
…inn af sjáið þið búrið, eða butlers pantry, eins og það er kallað. Draumaaðstaðan með aukavaski og plássi fyrir allar græjur…
…kántrífílingurinn kemur kannski dulítið með glerhurðunum, því að það er fátt skemmtilegra en að horfa á svona fallega hluti í opnum skápum. Þá er nú líka nauðsynlegt að halda vel utan um hvað fer inn í svona sýnilega skápa…
…marmarinn er líka ofsalega fallegur þarna í bakgrunni. Ég reyndar sakna þess að sjá ekki t.d. tvo trébretti, frekar gróf, sem hallast að veggnum…
…síðan er það baðherbergið sem mér finnst alveg dásamlegt!
Mest af öllu þó þessi gluggi, ó glugginn. Ljósið er líka ferlega töff með…
…hefðbundin, kántrískotið baðkar og vaskur. Gólfið er líka ferlega töff – áhætta að gera það svona, en ég held að þetta muni eldast vel…
…í gestaherberginu var síðan settur panill á vegginn og svona skemmtileg himnasæng.
Aftur. nett gammel, en með skemmtilegu módern tvisti 🙂
Hvernig finnst ykkur svona?
Nútímalegt gamaldags, er það ágætis skilgreining?
All photos via The Block
Er alveg að fíla þennan stíl í botn…og skilgreiningin á bara assgoti vel við 🙂
Er sko alveg meððér í þessu! Hrikalega flott.
P.S. eins gott að ruglast ekki í flísamynstrinu á baðherberginu 😉
Mér finnst mjög flott hjá þessari hér… svo maður tali ekki um skipulagið… allamalla 😉
“Home Tour” linkurinn virðist ekki virka í augnablikinu en margt sniðugt þarna.
http://www.abowlfulloflemons.net/2013/01/home-organization-revisited-week-1-the-kitchen.html
Fallegt 😉
Veistu hvaðan ljósin í eldhúinu eru? mjög flott.
Ljósin fást í Ástralíu, því að þættirnir eru þaðan.
En hér er hlekkur: http://www.ozlighting.com.au/replica-sandra-lidner-selene-pendant-lamp-30cm.html
Ótrúlega flott 🙂
Er líka mjög hrifin af þessum stíl 🙂
H
mjög smart, þennan stílmyndi eg kalla rustic scandinavian… 🙂
baðherbergið er æði, og gólflísarnar setja punktinn yfir i – ð
Jemundur minn hvað þetta er flott hjá þeim! Ég hef einmitt verið að pæla í að bæsa hjá mér innréttinguna svarta og setja marmara á bekkina,nú held ég barasta að ég láti verða af því, þetta er æðislegt! Langar samt frekar í messing höldur. Takk fyrir að deila þessu. Á hvaða stöð horfir þú annars á þessa þætti?
Bara í gegnum netið – við erum með Apple TV og sjáum alls konar erlenda þætti í gegnum það 🙂
Takk fyrir það,ég þangað…