Nútímalegt gamaldags…

…ég veit ekki alveg hvort að það sé skilgreining í sjálfu sér. En það er mín skilgreining.

Það fíla ég!  Það sem er nútímalegt gamaldags 😉

Þá meina ég svona nett kántrískotið stöff, með dass af industrial og hráum fíling með – en samt kósý!

Haha…þetta skilur kannski enginn nema ég!

h5_r2_bathroom_18

…það er einmitt þess vegna sem stökk næstum hæð mína í loft upp (sem ok, er ekki mikil, ég rétt næ að vera 163,5cm) þegar að ég sá stílinn hjá einu parinu sem eru núna í The Block, áströlsku seríunni.

Parið er ekki að heilla mig sem persónuleikar kannski (daman er asskoti mikil gribba – kannski samsvara ég mér henni bara) – en þau eru einmitt með þessan nútímalega gamaldagsstíl.  Sem er bara flottur!

Hér sjáið þið t.d. eldhúsið þeirra…

h5_r6_kitchen_1

…mér finnst þetta vera ótrúlega flott…

h5_r6_kitchen_2

…reyndar sjáið þið gólfið ekki nógu vel á myndinni, því en það gefur ótrúlega mikla hlýju inni í rýmið.

Svo eru líka glerljósin yfir alveg geggjuð…

h5_r6_kitchen_3

…inn af sjáið þið búrið, eða butlers pantry, eins og það er kallað.  Draumaaðstaðan með aukavaski og plássi fyrir allar græjur…

h5_r6_kitchen_4

…kántrífílingurinn kemur kannski dulítið með glerhurðunum, því að það er fátt skemmtilegra en að horfa á svona fallega hluti í opnum skápum.  Þá er nú líka nauðsynlegt að halda vel utan um hvað fer inn í svona sýnilega skápa…

h5_r6_kitchen_9

…marmarinn er líka ofsalega fallegur þarna í bakgrunni.  Ég reyndar sakna þess að sjá ekki t.d. tvo trébretti, frekar gróf, sem hallast að veggnum…

h5_r6_kitchen_11

…síðan er það baðherbergið sem mér finnst alveg dásamlegt!
Mest af öllu þó þessi gluggi, ó glugginn.  Ljósið er líka ferlega töff með…

H5_Rm2_Bathroom_DD_MP_8887_copy

…hefðbundin, kántrískotið baðkar og vaskur.  Gólfið er líka ferlega töff – áhætta að gera það svona, en ég held að þetta muni eldast vel…

H5_Rm2_Bathroom_DD_MP_3136_copy

…í gestaherberginu var síðan settur panill á vegginn og svona skemmtileg himnasæng.

Aftur. nett gammel, en með skemmtilegu módern tvisti 🙂

h5_r3_bedroomstudy_1

Hvernig finnst ykkur svona?

Nútímalegt gamaldags, er það ágætis skilgreining?

All photos via The Block

10 comments for “Nútímalegt gamaldags…

  1. 10.09.2014 at 08:15

    Er alveg að fíla þennan stíl í botn…og skilgreiningin á bara assgoti vel við 🙂

  2. Margrét Helga
    10.09.2014 at 08:21

    Er sko alveg meððér í þessu! Hrikalega flott.

    P.S. eins gott að ruglast ekki í flísamynstrinu á baðherberginu 😉

  3. Gulla
    10.09.2014 at 08:34

    Mér finnst mjög flott hjá þessari hér… svo maður tali ekki um skipulagið… allamalla 😉
    “Home Tour” linkurinn virðist ekki virka í augnablikinu en margt sniðugt þarna.

    http://www.abowlfulloflemons.net/2013/01/home-organization-revisited-week-1-the-kitchen.html

  4. Guðrún Birna le Sage de Fontenay
    10.09.2014 at 09:01

    Fallegt 😉

    Veistu hvaðan ljósin í eldhúinu eru? mjög flott.

  5. Hófí
    10.09.2014 at 10:56

    Ótrúlega flott 🙂
    Er líka mjög hrifin af þessum stíl 🙂
    H

  6. 11.09.2014 at 00:49

    mjög smart, þennan stílmyndi eg kalla rustic scandinavian… 🙂
    baðherbergið er æði, og gólflísarnar setja punktinn yfir i – ð

  7. Heida
    11.09.2014 at 23:30

    Jemundur minn hvað þetta er flott hjá þeim! Ég hef einmitt verið að pæla í að bæsa hjá mér innréttinguna svarta og setja marmara á bekkina,nú held ég barasta að ég láti verða af því, þetta er æðislegt! Langar samt frekar í messing höldur. Takk fyrir að deila þessu. Á hvaða stöð horfir þú annars á þessa þætti?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.09.2014 at 00:00

      Bara í gegnum netið – við erum með Apple TV og sjáum alls konar erlenda þætti í gegnum það 🙂

      • Heida
        12.09.2014 at 11:10

        Takk fyrir það,ég þangað…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *