…en svona næstum 🙂
Held að það séu bara allir svo gott sem dauðþreyttir eftir gærdaginn, þvílíkur póstur og geggjaðar breytingar!
Þannig í dag er þetta bara lítið og létt…
Munið eftir þessari hérna…
…sem kom úr RL-vöruhúsinu. Í það minnsta þá fékkst hún á 2990kr hjá þeim en er um þessar mundir á tilboði á rétt um 2400kr, sem er kannski ekki svaka munur en hey – pulsa og kók fyrir mismuninn 😉
…síðan er ég búin að vera að láta mér dreyma um þetta glerbox úr Púkó og Smart síðan löngu fyrir jól, og núna er 25% afsláttur af öllu í búðinni, ooooooooog svo er 40% afsláttur af jóladótinu.
Það er alveg þess virði að gera sér smá ferð og birgja sig upp af helstu “nauðsynjum”…
…ég er ekki búin að ákveða ennþá hvað á að vera í boxinu fína, en til að byrja með, þá tók ég fram þessa litlu Skrappblaðabók úr Skrapp og Gaman…
…þannig að ég valdi bara blaðsíður sem að mér líkaði og skellti í…
…og mér fannst það bara gaman 🙂
Birtir til í boxinu góða!
Síðan, á 40% afslætti eru líka þessi æðislegu Jeanne d´Arc Living tímarit, jólablaðið…
…það þarf sko ekkert að hata það að eiga svona blað – og belive me, þetta er ekki að detta úr tísku fyrir næstu jól 😉
..ég meina, sjáið bara Bambann, haldið að hann verði eitthvað minna sætur næstu jól?
…sem sé, góssið mitt 🙂
Snillingur ertu stelpurófa… bestu kveðjur til þín… Sigga (Ámunda)
fallegt 🙂
Elska glerboxið og ég sá akkúrat svona körfu í RL um helgina og hugsaði til þín;)
Kv.Hjördís
ohhh dreptu mig ekki!!
þetta er dásemd og allt sem þú kemur nálægt verður eitthvað svoo gordjöss!
ég beint í RL vöruhús!
G.
Æði!!! Snilldarlegt!
Fallegt, fallegt – langar bæði í körfuna og glerkassann:) Sniðugt að setja svona fallegan scrappappír í botninn, hugmyndirnar…segi það og skrifa oh boy;)